Toyota selur hlutabréf í Tesla Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2014 10:30 Tesla Model S fyrir utan höfuðstöðvar Tesla. Fyrir stuttu seldi Daimler öll hlutabréf sín í Tesla sem námu 4% af eignarhaldi rafbílaframleiðandanum frá Kaliforníu. Nú hefur Toyota fylgt í kjölfar Daimler, en ekki er þó ljóst hvort Toyota hafi selt öll sín bréf sem námu 2,5% í félaginu. Góð ávöxtun hefur verið á bréfum Toyota þar sem þau voru keypt árið 2010 á genginu 17 en skráð gengi þeirra nú er 235,3. Það þýðir 1.385% ávöxtun þeirra og ekki hægt að kvarta yfir því. Tesla hefur útvegað Toyota rafhlöður í RAV4 bíl Toyota, en Toyota ætlar að hætta að kaupa rafhlöður af Tesla í enda þessa árs. Toyota hefur aðeins selt 2.000 eintök af rafbílaútgáfu RAV4 og líklegt er að bíllinn verði tekinn úr sölu. Haft er eftir forstjóra Tesla, Elon Musk að nýr samningur við Toyota gæti orðið að möguleika innan tveggja til þriggja ára. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent
Fyrir stuttu seldi Daimler öll hlutabréf sín í Tesla sem námu 4% af eignarhaldi rafbílaframleiðandanum frá Kaliforníu. Nú hefur Toyota fylgt í kjölfar Daimler, en ekki er þó ljóst hvort Toyota hafi selt öll sín bréf sem námu 2,5% í félaginu. Góð ávöxtun hefur verið á bréfum Toyota þar sem þau voru keypt árið 2010 á genginu 17 en skráð gengi þeirra nú er 235,3. Það þýðir 1.385% ávöxtun þeirra og ekki hægt að kvarta yfir því. Tesla hefur útvegað Toyota rafhlöður í RAV4 bíl Toyota, en Toyota ætlar að hætta að kaupa rafhlöður af Tesla í enda þessa árs. Toyota hefur aðeins selt 2.000 eintök af rafbílaútgáfu RAV4 og líklegt er að bíllinn verði tekinn úr sölu. Haft er eftir forstjóra Tesla, Elon Musk að nýr samningur við Toyota gæti orðið að möguleika innan tveggja til þriggja ára.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent