Formúlu 1 bílar 9 sekúndum seinni en fyrir 10 árum Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2014 09:40 Hægt hefur verulega á Formúlu 1 bílum á sl. 10 árum. Strangar reglur um sprengirými, dekk, loftflæði bílanna og aðstoðarkerfi í Formúlu 1 bílum hefur gert þá mun hægari en fyrir 10 árum. Þegar samanburður er gerður á tíma bílanna árið 2004 og á yfirstandandi tímabili kemur í ljós að miklu munar. Formúlu 1 bíll fór hringinn í Sepang brautinni á 1:34,223 árið 2004 en á 1:43,066 í ár. Þar munar um 9 sekúndum. Í ástralska kappakstrinum náðist 1:24,125 mínútna tími árið 2004 en aðeins 1:32,478 í ár og munar þar 8 sekúndum. Munurinn er minnstur í Mónakókappakstrinum en þar fór sneggsti bíll hringinn á 1:14,439 árið 2004 en á 1:18,479 í ár. Þar munar þó aðeins 4 sekúndum. Keppnisbíll Ferrari árið 2004 var með 10 strokka vél og drottnaði sá bíll yfir keppnistímabilinu þá. Nú eru vélar Formúlu 1 bíla með sex strokka vélum og ná mest 800 hestöflum úr þeim, en enginn séns er að ná sambærilegum tímum á þeim en með stóru vélunum fyrir 10 árum. Finnst sumum þetta súrt í broti og að regluverk keppninnar sé of strangt. Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent
Strangar reglur um sprengirými, dekk, loftflæði bílanna og aðstoðarkerfi í Formúlu 1 bílum hefur gert þá mun hægari en fyrir 10 árum. Þegar samanburður er gerður á tíma bílanna árið 2004 og á yfirstandandi tímabili kemur í ljós að miklu munar. Formúlu 1 bíll fór hringinn í Sepang brautinni á 1:34,223 árið 2004 en á 1:43,066 í ár. Þar munar um 9 sekúndum. Í ástralska kappakstrinum náðist 1:24,125 mínútna tími árið 2004 en aðeins 1:32,478 í ár og munar þar 8 sekúndum. Munurinn er minnstur í Mónakókappakstrinum en þar fór sneggsti bíll hringinn á 1:14,439 árið 2004 en á 1:18,479 í ár. Þar munar þó aðeins 4 sekúndum. Keppnisbíll Ferrari árið 2004 var með 10 strokka vél og drottnaði sá bíll yfir keppnistímabilinu þá. Nú eru vélar Formúlu 1 bíla með sex strokka vélum og ná mest 800 hestöflum úr þeim, en enginn séns er að ná sambærilegum tímum á þeim en með stóru vélunum fyrir 10 árum. Finnst sumum þetta súrt í broti og að regluverk keppninnar sé of strangt.
Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent