Fyrrum unnusta kylfingsins Rory McIlroy, Caroline Wozniacki, blómstrar á vellinum líkt og Rory eftir skilnaðinn.
Hún er komin í átta manna úrslit á US Open eftir að hafa lagt Mariu Sharapovu í þrem settum - 6-4, 2-6 og 6-2.
Þetta er í fyrsta skipti í tvö ár sem Wozniacki kemst svo langt á stórmóti. Hún var um tíma á toppi heimslistans.
"Ég lagði allt undir og tók áhættur. Ef ég myndi tapa þá ætlaði ég að tapa með stæl. Sem betur fer gekk þetta upp hjá mér," sagði Wozniacki.
