15,6% aukning í bílasölu í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2014 09:51 Meðalaldur bílaflota landsmanna er nú um 12 ár. Sala á nýjum fólksbílum í ágúst jókst um 15,6% milli ára. Nýskráðir fólksbílar í ágúst voru 496 stk. á móti 429 í sama mánuði 2013 eða aukning um 67 bíla. Samtals hafa verið skráðir 7.616 fólksbílar á fyrstu átta mánuðum ársins og er það 29,2% aukning frá fyrra ári. Sala nýrra bíla hefur verið góð það sem af er ári sem og sala notaðra bíla. Aukning hefur verið í nýskráningum fólksbíla til einstaklinga og fyrirtækja allt árið en þegar komið er fram á þennan árstíma er búið að afgreiða stærstan hluta af þeim bílum sem fara til bílaleiga. Bílafloti landsmanna er orðin gamall eða að meðaltali 12 ára. Gamlir bílar eru töluvert óöruggari og eyðslufrekari en nýir bílar og því er það ánægjulegt að sjá að nýskráningum fjölgar, segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið
Sala á nýjum fólksbílum í ágúst jókst um 15,6% milli ára. Nýskráðir fólksbílar í ágúst voru 496 stk. á móti 429 í sama mánuði 2013 eða aukning um 67 bíla. Samtals hafa verið skráðir 7.616 fólksbílar á fyrstu átta mánuðum ársins og er það 29,2% aukning frá fyrra ári. Sala nýrra bíla hefur verið góð það sem af er ári sem og sala notaðra bíla. Aukning hefur verið í nýskráningum fólksbíla til einstaklinga og fyrirtækja allt árið en þegar komið er fram á þennan árstíma er búið að afgreiða stærstan hluta af þeim bílum sem fara til bílaleiga. Bílafloti landsmanna er orðin gamall eða að meðaltali 12 ára. Gamlir bílar eru töluvert óöruggari og eyðslufrekari en nýir bílar og því er það ánægjulegt að sjá að nýskráningum fjölgar, segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið