Lífið

Svo gat ég ekki hætt

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
 "Ég mæli með því að krakkar á öllum aldri byrji í golfi, það er frábær hreyfing. Maður er alltaf úti, lærir að stjórna hegðun sinni betur og getur spilað golf svo lengi sem maður lifir.“
"Ég mæli með því að krakkar á öllum aldri byrji í golfi, það er frábær hreyfing. Maður er alltaf úti, lærir að stjórna hegðun sinni betur og getur spilað golf svo lengi sem maður lifir.“ Fréttablaðið/GVA
Hvenær byrjaðir þú að spila golf?Ég byrjaði 2009. Það sumar fór ég samt bara nokkrum sinnum út á völl.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir?Afi Daði keypti handa mér kylfur og setti mig á námskeið hjá Magga Lár. Fyrstu skiptin voru ekkert æðislega skemmtileg en því oftar sem ég fór, því skemmtilegra var og svo gat ég ekki hætt.

Á hvaða golfvelli æfir þú? Ég æfi og spila mest á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ, það tekur mig um fimm mínútur að labba út á völl.

Er golf vinsælt í vinahópnum þínum? Áður en ég byrjaði að æfa átti ég enga vini sem spiluðu golf en síðan hef ég eignast vini sem gera það. Þannig að svarið er já.

Keppirðu?Já, ég er alltaf að taka þátt í mótum og það gengur bara ágætlega. Ég tek þátt í innanfélagsmótum hjá Kili, Íslandsbankamótaröðinni og fer stundum með mömmu í önnur mót.

Spilar þú allt árið? Ég spila og æfi eins lengi og ég get úti en þegar kólnar færum við okkur inn, sláum í net og æfum púttin.

Ferðastu mikið í sambandi við íþróttina? Já, það er svo gaman að prófa nýja velli svo við förum oft með hjólhýsið og gistum kannski eina helgi og spilum golf. Ég hef líka farið tvisvar til Spánar í golfferðir. Í fyrra um páskana fórum við mamma saman til Costa Ballena og í vor fór ég æfingaferð með klúbbnum til La Monacilla.

Áttu fleiri áhugamál en golfið?Á veturna æfi ég handbolta, fer á snjóbretti og spila tölvuleiki og á sumrin er ég á hjólabretti.

Hefurðu gert eitthvað skemmtilegt í sumar annað en spila golf? Já, fíflast með vinum mínum og fara í útilegur með fjölskyldunni.

Ertu farinn að spá í hvað þig langar að verða? Ekki mikið, en mig langar að komast í atvinnumennskuna í golfi og stærsti draumurinn er svo auðvitað að komast á PGA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.