Fólk er oft hálfhrætt við mig 9. ágúst 2014 13:00 Dóra Takefusa Vísir/Vilhelm Lífið tók Dóru Takefusa, eigandi Dolly og Bast í yfirheyrslu.Hvað halda margir um þig sem er alls ekki rétt? "Ég veit að margir hafa haft skrítnar hugmyndir um mig í gegnum tíðina. Til dæmis að ég sé sjálfsánægð, hrokafull, lauslát og í dópi. Það hafa margir sagt við mig við fyrstu kynni að ég sé allt öðruvísi en þeir héldu og eru mjög hissa yfir því hvað ég er vinaleg og góð. Fólk er líka oft hálfhrætt við mig, sem mér finnst mjög fyndið því ég skil ekki af hverju." Hvað kæmi fólki sem kynntist þér mest á óvart? "Hvað ég er viðkvæm og má ekkert aumt sjá. Þegar fréttaþulur varar við myndefni fréttar þá skipti ég yfir á aðra stöð. Ég horfi til dæmis ekki á kvikmyndir bannaðar yngri en 16 ára nema að fólk sem þekkir mig sé búið að sjá þær og segi að þær séu „Dóru proof“." Hvað kemur út á þér tárunum? "Ástin og sorglegar bíómyndir." Hvað gerir þig pirraða? "Mannvonska, hroki, yfirlæti, sjúklega hæg þjónusta, léleg vinnubrögð og svo á ég líka mjög erfitt með að vera í kringum „boring“ fólk, sem að mínu mati er brjálæðislega leiðinlegt fólk sem talar mikið um heimskulega og leiðinlega hluti." Hvað er fyndnast í heimi? "Lífið! Sérstaklega með augum kaldhæðins fólks sem er fyndið í eðli sínu. Ég elska að vera í kringum fyndið fólk." Er líf á öðrum hnöttum? "Já, það er löngu sannað. En hvort til séu mannverur eða geimverur á öðrum hnöttum get ég ekki sagt til um." Hvert er fallegasta hljóð sem þú hefur heyrt? "Andardráttur þeirra sem ég elska."Hvað gerirðu þegar allir aðrir eru sofnaðir? "Kveiki mér í sígarettu, helli Jack Daniels eða rauðvíni í glas, set á tónlist, horfi út um gluggann og gef mér tíma með hugsunum mínum, eða horfi á sjónvarpið og tek mér hvíld frá hugsunum mínum." Hvaða frægu persónu ertu skotin í? "Brad Pitt, Eric Bana og Ryan Gosling. Hlýlegir og dularfullir töffarar, fjölskyldumenn með yfirvegað sjálfsöryggi."Ef þú mættir taka eina bók, eina plötu og eina bíómynd með þér á eyðieyju, hvað yrði fyrir valinu? "Bókin, Konan sem man. Ein af uppáhalds og ef ég er á eyðieyju kemur hún sér vel varðandi sjálfsbjargarviðleitnina. Platan, Best of David Bowie!!! Bíómyndin, Bagdad café. Skemmtileg og falleg á allan hátt, sagan, persónurnar, tónlistin og hið myndræna." Hver er fyrsta minningin þín? "Man það ekki!" Hvað verðurðu að gera eftir fimm ár? "Það hef ég ekki hugmynd um! Ég veit ekkert hvernig mér líður eftir fimm ár og veit því ekki hvað mig langar að gera. Þrátt fyrir að ég sé mjög skipulögð manneskja þá plana ég ekki framtíðina. Ég lifi í núinu og leyfi framtíðinni, sjálfri mér og lífinu að leiða mig áfram og helst að koma á óvart því það er svo skemmtilegt." Pálmi Gunnars eða Björn Jörundur? "Björn Jörundur."Hver var æskuhetjan þín? "Móðir Teresa." Er ást í tunglinu? "Já, þegar við svífum tvö út í geiminn… er ást í tunglinu." Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Lífið tók Dóru Takefusa, eigandi Dolly og Bast í yfirheyrslu.Hvað halda margir um þig sem er alls ekki rétt? "Ég veit að margir hafa haft skrítnar hugmyndir um mig í gegnum tíðina. Til dæmis að ég sé sjálfsánægð, hrokafull, lauslát og í dópi. Það hafa margir sagt við mig við fyrstu kynni að ég sé allt öðruvísi en þeir héldu og eru mjög hissa yfir því hvað ég er vinaleg og góð. Fólk er líka oft hálfhrætt við mig, sem mér finnst mjög fyndið því ég skil ekki af hverju." Hvað kæmi fólki sem kynntist þér mest á óvart? "Hvað ég er viðkvæm og má ekkert aumt sjá. Þegar fréttaþulur varar við myndefni fréttar þá skipti ég yfir á aðra stöð. Ég horfi til dæmis ekki á kvikmyndir bannaðar yngri en 16 ára nema að fólk sem þekkir mig sé búið að sjá þær og segi að þær séu „Dóru proof“." Hvað kemur út á þér tárunum? "Ástin og sorglegar bíómyndir." Hvað gerir þig pirraða? "Mannvonska, hroki, yfirlæti, sjúklega hæg þjónusta, léleg vinnubrögð og svo á ég líka mjög erfitt með að vera í kringum „boring“ fólk, sem að mínu mati er brjálæðislega leiðinlegt fólk sem talar mikið um heimskulega og leiðinlega hluti." Hvað er fyndnast í heimi? "Lífið! Sérstaklega með augum kaldhæðins fólks sem er fyndið í eðli sínu. Ég elska að vera í kringum fyndið fólk." Er líf á öðrum hnöttum? "Já, það er löngu sannað. En hvort til séu mannverur eða geimverur á öðrum hnöttum get ég ekki sagt til um." Hvert er fallegasta hljóð sem þú hefur heyrt? "Andardráttur þeirra sem ég elska."Hvað gerirðu þegar allir aðrir eru sofnaðir? "Kveiki mér í sígarettu, helli Jack Daniels eða rauðvíni í glas, set á tónlist, horfi út um gluggann og gef mér tíma með hugsunum mínum, eða horfi á sjónvarpið og tek mér hvíld frá hugsunum mínum." Hvaða frægu persónu ertu skotin í? "Brad Pitt, Eric Bana og Ryan Gosling. Hlýlegir og dularfullir töffarar, fjölskyldumenn með yfirvegað sjálfsöryggi."Ef þú mættir taka eina bók, eina plötu og eina bíómynd með þér á eyðieyju, hvað yrði fyrir valinu? "Bókin, Konan sem man. Ein af uppáhalds og ef ég er á eyðieyju kemur hún sér vel varðandi sjálfsbjargarviðleitnina. Platan, Best of David Bowie!!! Bíómyndin, Bagdad café. Skemmtileg og falleg á allan hátt, sagan, persónurnar, tónlistin og hið myndræna." Hver er fyrsta minningin þín? "Man það ekki!" Hvað verðurðu að gera eftir fimm ár? "Það hef ég ekki hugmynd um! Ég veit ekkert hvernig mér líður eftir fimm ár og veit því ekki hvað mig langar að gera. Þrátt fyrir að ég sé mjög skipulögð manneskja þá plana ég ekki framtíðina. Ég lifi í núinu og leyfi framtíðinni, sjálfri mér og lífinu að leiða mig áfram og helst að koma á óvart því það er svo skemmtilegt." Pálmi Gunnars eða Björn Jörundur? "Björn Jörundur."Hver var æskuhetjan þín? "Móðir Teresa." Er ást í tunglinu? "Já, þegar við svífum tvö út í geiminn… er ást í tunglinu."
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira