Bang bang bang Jónas Sen skrifar 25. febrúar 2014 10:00 „Hér voru hins vegar þúsund tónar sem sögðu minna en ekki neitt. Tónlistin leið áfram í ládeyðu.“ Fréttablaðið/Valli Tónlist: Sinfóníuhljómsveit Íslands Einleikur: Colin Currie. Stjórnandi Baldur Brönnimann Verk eftir Áskel Másson, Samuel Barber og John Adams á Sinfóníutónleikum í Hörpu fimmtudaginn 20. febrúar. Slagverk getur verið hvað sem er. Gamalt útigrill, vaskur, glas, borð eða stólar. Áskell Másson hefur samið alls konar tónlist fyrir slagverk, enda snjall slagverksleikari sjálfur. Stundum hafa hin furðulegustu hljóðfæri ratað inn í tónsmíðar hans. En í slagverkskonsert sem var frumfluttur fyrir örfáum árum og hefur aldrei hljómað hér á landi fyrr en nú, eftir því sem ég best veit, var róið á kunnuglegri mið. Jú, víst var slagverkið fjölbreytt. Þarna var marimba, alls konar klukkur og trommur. En a.m.k. engin ruslatunna. Slagverkinu var raðað í fjórar grúppur eftir köflum konsertsins. Þeir voru mjög mismunandi, ýmist ógnarhraðir eða hægir, en þó var sterkt samhengi á milli þeirra. Samhengið var í rödd hljómsveitarinnar; mikið var um bundnar línur og langa hljóma. Það var eitthvað landslagskennt við áferðina. Hún var þrungin andrúmslofti sem jaðraði við að vera rómantískt. Þetta skapaði sniðugt mótvægi við slagverkið. Það var auðvitað fullt af litlum, afmörkuðum tónum eins og vaninn er þegar ásláttur er annars vegar. Spilamennskan einkenndist af snerpu og óreglulegri hrynjandi, sem samt var ótrúlega grípandi. Það má fyrst og fremst þakka innblæstri tónskáldsins, kannski sérstaklega því hvernig hann tefldi fram andstæðum, þ.e. einleiknum og hljómsveitarrullunni. En snilld einleikarans, hins skoska Colin Currie, átti líka stóran þátt í því hversu vel tókst til.Áskell MássonÍ tónleikaskránni stóð: „Leikur hans þykir íþróttamannslegur og mótaður af djúpu músíkölsku innsæi…“ Ég get tekið undir þetta. Framganga Curries á tónleikunum var svo vaskleg að það var eins og að verða vitni að stórkostlegu skíðastökksatriði. Nú var þetta í fyrsta sinn sem ég heyri verk Áskels, en ég gat ekki betur greint en að frammistaða einleikarans væri óaðfinnanleg. Alltént var svo gaman að það var hrein dásemd. Stemningin var síðri eftir hlé. Tvær tónsmíðar voru þá á dagskránni, annars vegar First Essay for Orchestra eftir Samuel Barber, hins vegar Doctor Atomic sinfónían eftir John Adams. Ég skildi ekki þá ákvörðun að hafa ekki stutt hlé á milli verkanna. Fyrir bragðið runnu þau saman, margir hafa örugglega ekki áttað sig á hvenær því fyrra lauk og hið síðara hófst. Samt voru þetta býsna ólíkar tónsmíðar, enda mörg ár á milli þeirra. Önnur var samin árið 1938, hin árið 2007. Satt best að segja var hið eldra verk Barbers mun tilkomumeira. Það var alvörugefið og tignarlegt, með áhrifamikilli stígandi sem var prýðilega útfærð af hljómsveitinni undir stjórn Baldurs Brönnimann. Doctor Atomic-sinfónían, sem var unnin upp úr samnefndri óperu um fyrstu kjarnorkusprengjuna, var hins vegar óttalega grámygluleg. Adams hefur vissulega samið margt skemmtilegt. Hann er meistari í fínlegum blæbrigðum. Þau segja stundum meira en þúsund orð. Hér voru hins vegar þúsund tónar sem sögðu minna en ekki neitt. Tónlistin leið áfram í ládeyðu. Hún var ekki í neinu samhengi við yrkisefnið, heila kjarnorkusprengju sem breytti sögunni. Þetta var frekar eins og lítil knalletta. Alveg var það furðulegt.Niðurstaða: Frábær slagverkskonsert eftir Áskel Másson, en sinfónía eftir John Adams olli vonbrigðum. Gagnrýni Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: Sinfóníuhljómsveit Íslands Einleikur: Colin Currie. Stjórnandi Baldur Brönnimann Verk eftir Áskel Másson, Samuel Barber og John Adams á Sinfóníutónleikum í Hörpu fimmtudaginn 20. febrúar. Slagverk getur verið hvað sem er. Gamalt útigrill, vaskur, glas, borð eða stólar. Áskell Másson hefur samið alls konar tónlist fyrir slagverk, enda snjall slagverksleikari sjálfur. Stundum hafa hin furðulegustu hljóðfæri ratað inn í tónsmíðar hans. En í slagverkskonsert sem var frumfluttur fyrir örfáum árum og hefur aldrei hljómað hér á landi fyrr en nú, eftir því sem ég best veit, var róið á kunnuglegri mið. Jú, víst var slagverkið fjölbreytt. Þarna var marimba, alls konar klukkur og trommur. En a.m.k. engin ruslatunna. Slagverkinu var raðað í fjórar grúppur eftir köflum konsertsins. Þeir voru mjög mismunandi, ýmist ógnarhraðir eða hægir, en þó var sterkt samhengi á milli þeirra. Samhengið var í rödd hljómsveitarinnar; mikið var um bundnar línur og langa hljóma. Það var eitthvað landslagskennt við áferðina. Hún var þrungin andrúmslofti sem jaðraði við að vera rómantískt. Þetta skapaði sniðugt mótvægi við slagverkið. Það var auðvitað fullt af litlum, afmörkuðum tónum eins og vaninn er þegar ásláttur er annars vegar. Spilamennskan einkenndist af snerpu og óreglulegri hrynjandi, sem samt var ótrúlega grípandi. Það má fyrst og fremst þakka innblæstri tónskáldsins, kannski sérstaklega því hvernig hann tefldi fram andstæðum, þ.e. einleiknum og hljómsveitarrullunni. En snilld einleikarans, hins skoska Colin Currie, átti líka stóran þátt í því hversu vel tókst til.Áskell MássonÍ tónleikaskránni stóð: „Leikur hans þykir íþróttamannslegur og mótaður af djúpu músíkölsku innsæi…“ Ég get tekið undir þetta. Framganga Curries á tónleikunum var svo vaskleg að það var eins og að verða vitni að stórkostlegu skíðastökksatriði. Nú var þetta í fyrsta sinn sem ég heyri verk Áskels, en ég gat ekki betur greint en að frammistaða einleikarans væri óaðfinnanleg. Alltént var svo gaman að það var hrein dásemd. Stemningin var síðri eftir hlé. Tvær tónsmíðar voru þá á dagskránni, annars vegar First Essay for Orchestra eftir Samuel Barber, hins vegar Doctor Atomic sinfónían eftir John Adams. Ég skildi ekki þá ákvörðun að hafa ekki stutt hlé á milli verkanna. Fyrir bragðið runnu þau saman, margir hafa örugglega ekki áttað sig á hvenær því fyrra lauk og hið síðara hófst. Samt voru þetta býsna ólíkar tónsmíðar, enda mörg ár á milli þeirra. Önnur var samin árið 1938, hin árið 2007. Satt best að segja var hið eldra verk Barbers mun tilkomumeira. Það var alvörugefið og tignarlegt, með áhrifamikilli stígandi sem var prýðilega útfærð af hljómsveitinni undir stjórn Baldurs Brönnimann. Doctor Atomic-sinfónían, sem var unnin upp úr samnefndri óperu um fyrstu kjarnorkusprengjuna, var hins vegar óttalega grámygluleg. Adams hefur vissulega samið margt skemmtilegt. Hann er meistari í fínlegum blæbrigðum. Þau segja stundum meira en þúsund orð. Hér voru hins vegar þúsund tónar sem sögðu minna en ekki neitt. Tónlistin leið áfram í ládeyðu. Hún var ekki í neinu samhengi við yrkisefnið, heila kjarnorkusprengju sem breytti sögunni. Þetta var frekar eins og lítil knalletta. Alveg var það furðulegt.Niðurstaða: Frábær slagverkskonsert eftir Áskel Másson, en sinfónía eftir John Adams olli vonbrigðum.
Gagnrýni Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira