Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2014 06:00 Það er okkur öllum ljóst að einelti á ekki að eiga sér stað. Engu að síður er það daglegt brauð víða. Við sem erum foreldrar, og jafnvel fagaðilar, höfum sannarlega áhyggjur af einelti vegna þess að eineltið er oft mjög dulið. Krakkar tjá sig ekki endilega um það sem fram fer innan veggja skólans, við íþróttaiðkun eða annars staðar. Fullorðnir sem verða fyrir einelti gera það ekki heldur og þrátt fyrir vakningu í samfélaginu koma enn reglulega upp eineltismál. Einelti þarf því að vera stöðugt í umræðunni. Einelti er endurtekið niðurlægjandi áreiti eða ofbeldi; líkamlegt, andlegt eða félagslegt. Það er framkvæmt af hálfu einstaklings eða hóps og beinist gegn öðrum einstaklingi. Þolendur eiga iðulega erfitt með að verjast þessu áreiti og það getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir heilsu þeirra. Við höfum um langt skeið vitað að sá sem verður fyrir einelti getur glímt við margs konar vandamál í kjölfarið og sá vandi er oftast andlegur. Kvíði, vanlíðan, óöryggi, depurð, einangrun og spenna og jafnvel hegðunarraskanir geta átt rætur að rekja til eineltis. Einkennin geta komið fram strax eða hægt og rólega eftir því sem niðurbrot einstaklingsins eykst. Fjölskylda, vinir og aðrir geta átt erfitt með að átta sig á ástandinu þar sem þolandi tjáir sig oft ekki. Opinská umræða og samtöl geta hjálpað, auk þess sem vitundarvakning í skólum og atvinnulífi skilar miklu.Dulin einkenni Nýlega hefur þó komið í ljós að mun fleiri vandamál geta fylgt því að lenda í slíku áreiti. Grein sem var rituð í tímaritið Pediatrics fyrir nokkru varpar ágætu ljósi á tenginguna við heilsufar barna sem verða fyrir einelti í lengri tíma. Þar kemur í ljós að margháttuð heilsufarsleg vandamál koma upp sem myndu flokkast sem líkamleg. Börn kvarta yfir höfuðverk, magaverk, svima, svefntruflunum, lystarleysi, ógleði og öndunarfæraeinkennum. Því er nokkuð ljóst að andleg vanlíðan getur framkallað öll framangreind atriði. Við þekkjum það til dæmis hjá fullorðnum sem í kvíðakasti upplifa mikinn brjóstverk eða andnauð auk meltingartruflana. Hin duldu einkenni og áhrif á heilsufar til lengri tíma geta birst á enn fjölbreyttari hátt. Það er t.d. þekkt að fórnarlömb eineltis draga sig í hlé, stunda síður íþróttir og hafa tilhneigingu til minni þátttöku í verkefnum og hópavinnu. Auk þess hefur viðvarandi streituálag á börn að öllum líkindum hamlandi áhrif á vöxt og þroska, ekki bara líkamlegan heldur einnig andlegan. Það má heldur ekki gleyma ónæmiskerfinu. Við vitum í dag að margir sjúkdómar sem tengjast ónæmiskerfinu og ræsingu þess koma fram undir miklu álagi, eitt af fjölmörgum dæmum þess er sóríasis. Minni skipulögð hreyfing hefur áhrif á beinþéttni, sérstaklega á vaxtarskeiðinu. Það er því gríðarlega mikilvægt að börn hreyfi sig og tryggi að lagt sé inn í beinabankann á réttum tíma. Sumir hafa haldið því fram að hegðunarmynstur sem koma fram í kjölfar vanlíðanar, t.d. reykingar, áfengis- og vímuefnaneyslu megi rekja til eineltis. Aðrir telja að sá sem hefur orðið fyrir slíku sé í meiri hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma eða jafnvel krabbamein. Ekki er hægt að fullyrða þetta með beinum hætti en þó við getum ekki á einfaldan máta mælt streitu og álag er ljóst að þar liggur einn af stóru áhrifavöldum í þróun og meingerð sjúkdóma í dag. Hvort slíkt byggir að hluta til á einelti skal ósagt látið, en það eru til afturvirkar rannsóknir sem sýna fram á alvarlegra sjúkdóma og þróun þeirra í samhengi við áföll og vanlíðan. Við skulum því öll sameiginlega vera vakandi fyrir því að hindra að nokkur einstaklingur lendi í einelti, hvort sem hann er barn eða fullorðinn. Það á ekki að líða slíkt undir nokkrum kringumstæðum. Gamaldags stríðni, eins og kallað var, herðir ekki, hún brýtur niður og skapar vandamál og sjúkdóma. Komum í veg fyrir það! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Það er okkur öllum ljóst að einelti á ekki að eiga sér stað. Engu að síður er það daglegt brauð víða. Við sem erum foreldrar, og jafnvel fagaðilar, höfum sannarlega áhyggjur af einelti vegna þess að eineltið er oft mjög dulið. Krakkar tjá sig ekki endilega um það sem fram fer innan veggja skólans, við íþróttaiðkun eða annars staðar. Fullorðnir sem verða fyrir einelti gera það ekki heldur og þrátt fyrir vakningu í samfélaginu koma enn reglulega upp eineltismál. Einelti þarf því að vera stöðugt í umræðunni. Einelti er endurtekið niðurlægjandi áreiti eða ofbeldi; líkamlegt, andlegt eða félagslegt. Það er framkvæmt af hálfu einstaklings eða hóps og beinist gegn öðrum einstaklingi. Þolendur eiga iðulega erfitt með að verjast þessu áreiti og það getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir heilsu þeirra. Við höfum um langt skeið vitað að sá sem verður fyrir einelti getur glímt við margs konar vandamál í kjölfarið og sá vandi er oftast andlegur. Kvíði, vanlíðan, óöryggi, depurð, einangrun og spenna og jafnvel hegðunarraskanir geta átt rætur að rekja til eineltis. Einkennin geta komið fram strax eða hægt og rólega eftir því sem niðurbrot einstaklingsins eykst. Fjölskylda, vinir og aðrir geta átt erfitt með að átta sig á ástandinu þar sem þolandi tjáir sig oft ekki. Opinská umræða og samtöl geta hjálpað, auk þess sem vitundarvakning í skólum og atvinnulífi skilar miklu.Dulin einkenni Nýlega hefur þó komið í ljós að mun fleiri vandamál geta fylgt því að lenda í slíku áreiti. Grein sem var rituð í tímaritið Pediatrics fyrir nokkru varpar ágætu ljósi á tenginguna við heilsufar barna sem verða fyrir einelti í lengri tíma. Þar kemur í ljós að margháttuð heilsufarsleg vandamál koma upp sem myndu flokkast sem líkamleg. Börn kvarta yfir höfuðverk, magaverk, svima, svefntruflunum, lystarleysi, ógleði og öndunarfæraeinkennum. Því er nokkuð ljóst að andleg vanlíðan getur framkallað öll framangreind atriði. Við þekkjum það til dæmis hjá fullorðnum sem í kvíðakasti upplifa mikinn brjóstverk eða andnauð auk meltingartruflana. Hin duldu einkenni og áhrif á heilsufar til lengri tíma geta birst á enn fjölbreyttari hátt. Það er t.d. þekkt að fórnarlömb eineltis draga sig í hlé, stunda síður íþróttir og hafa tilhneigingu til minni þátttöku í verkefnum og hópavinnu. Auk þess hefur viðvarandi streituálag á börn að öllum líkindum hamlandi áhrif á vöxt og þroska, ekki bara líkamlegan heldur einnig andlegan. Það má heldur ekki gleyma ónæmiskerfinu. Við vitum í dag að margir sjúkdómar sem tengjast ónæmiskerfinu og ræsingu þess koma fram undir miklu álagi, eitt af fjölmörgum dæmum þess er sóríasis. Minni skipulögð hreyfing hefur áhrif á beinþéttni, sérstaklega á vaxtarskeiðinu. Það er því gríðarlega mikilvægt að börn hreyfi sig og tryggi að lagt sé inn í beinabankann á réttum tíma. Sumir hafa haldið því fram að hegðunarmynstur sem koma fram í kjölfar vanlíðanar, t.d. reykingar, áfengis- og vímuefnaneyslu megi rekja til eineltis. Aðrir telja að sá sem hefur orðið fyrir slíku sé í meiri hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma eða jafnvel krabbamein. Ekki er hægt að fullyrða þetta með beinum hætti en þó við getum ekki á einfaldan máta mælt streitu og álag er ljóst að þar liggur einn af stóru áhrifavöldum í þróun og meingerð sjúkdóma í dag. Hvort slíkt byggir að hluta til á einelti skal ósagt látið, en það eru til afturvirkar rannsóknir sem sýna fram á alvarlegra sjúkdóma og þróun þeirra í samhengi við áföll og vanlíðan. Við skulum því öll sameiginlega vera vakandi fyrir því að hindra að nokkur einstaklingur lendi í einelti, hvort sem hann er barn eða fullorðinn. Það á ekki að líða slíkt undir nokkrum kringumstæðum. Gamaldags stríðni, eins og kallað var, herðir ekki, hún brýtur niður og skapar vandamál og sjúkdóma. Komum í veg fyrir það!