Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 25-29 | Trylltur fögnuður FH Elvar Geir Magnússon skrifar 20. febrúar 2014 22:30 Magnús Óli Magnússon, leikmaður FH, í leiknum í kvöld. Vísir/Stefán FH batt enda á fimm leikja tapgöngu með góðum sigri á Val á útivelli í Olísdeild karla í kvöld.Magnús Óli Magnússon og Ásbjörn Friðriksson fóru á kostum í kvöld og skoruðu átján af 29 mörkum FH-inga. Alexander Örn Júlíusson skoraði níu mörk fyrir Valsmenn. Gestirnir úr Hafnarfirðinum voru einfaldlega ákveðnari og betri. Alexander og hans frammistaða var nánast eini ljósi punkturinn hjá Valsmönnum sem hafa verið að gera góða hluti að undanförnu. En í kvöld voru þeir undir á flestum sviðum og menn ráðalausir í sóknarleiknum. Valsmenn byrjuðu reyndar leikinn ágætlega og komust í 6-3. Um miðbik hálfleiksins fóru svo FH-ingar á flug og heimamenn réðu ekki við þá. Sigurður Örn Arnarson var í stuði í marki gestana og verðskuldaður sigur staðreynd. Það sást greinilega á fögnuði FH-inga eftir leik hversu mikla þýðingu þessi sigur hafði fyrir þá og hversu langþráður hann var. Menn voru trylltir í fagnaðarlátum. Fínt veganesti í bikarúrslitahelgina sem er eftir viku. Valsmenn voru langt frá sínu besta og fengu nokkuð langan fyrirlestur frá Ólafi Stefánssyni eftir leikinn.Ólafur Stefánsson: Stökk afturábak „Vonandi vorum við langt frá okkar besta. Ef þetta var okkar besta þá erum við í vondum," sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. „FH-ingarnir héldu haus. Maggi (Magnús Óli) átti mjög góðan leik og það var munur á markvörslunum hjá liðunum og svona hlutir... en við tókum stökk afturábak í þessum leik." „Við byrjuðum ágætlega en hefðum samt getað gert betur. Svo byrjuðu þeir betur í seinni hálfleik og því fór sem fór. Hrós til FH-inga að rífa sig upp úr erfiðum kafla. Það sýnir karakter hjá þeim. Svona er þetta." „Við vorum með nokkra tæpa leikmenn sem er engin afsökun. Við hefðum kannski átt að rúlla þessu betur. Við vorum í vandræðum með hluti sem eru bara okkar innra vandamál. Það var eiginlega allt sem mátti vera betra." „Ef við tökum einhvern út þá var Alexander flottur hjá okkur. Það er jákvætt." Hvað sagðir þú við strákana eftir leik? „Það var eitthvað bara. Það er rosa lítið hægt að segja, kannski full neikvæður og eitthvað. Núna erum við að fara í hálfs mánaðar pásu sem við þurfum að nýta vel. Menn þurfa að vera jákvæðir til að taka við „infoi" og vera glaðir. Ekki láta þetta slá sig út af laginu. Og ég síst af öllum."Einar Andri: Búnir að laga hugarfarið„Við höfum verið að vinna í hugarfarinu og stilla það rétt," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. „Við vissum að ef við næðum að láta hugann fylgja máli þá verðum við góðir og það kom á daginn." „Þetta var fysti deildarsigurinn á árinu. Það hefur ýmislegt verið að. Það hefur þurft að aðlaga liðið að breyttum aðstæðum. Menn hafa dottið úr skaftinu og aðrir komið í staðinn. Svo hefur líka þurft að vinna í hugarfarinu og erum búnir að laga það." Var ekki vont að missa Daníel Frey Andrésson markvörð? „Það þýðir ekki að velta því lengur fyrir sér. Siggi var frábær í dag og við erum með tvo frábæra markverði. Ef vörnin er í lagi þá verja þeir." FH-ingar keppa eftir rúma viku í undanúrslitum bikarsins og úrslitin í kvöld gott veganesti. „Heldur betur. Þetta gefur okkur sjálfstraust. Valur hefur ásamt Haukum verið sterkasta liðið í deildinni síðan fyrir jól. Þetta var virkilega skemmtilegt að koma hingað og spila þetta vel. Þegar sjálfstraustið kom frannst mér við vera þokkalega með leikinn í höndunum." Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
FH batt enda á fimm leikja tapgöngu með góðum sigri á Val á útivelli í Olísdeild karla í kvöld.Magnús Óli Magnússon og Ásbjörn Friðriksson fóru á kostum í kvöld og skoruðu átján af 29 mörkum FH-inga. Alexander Örn Júlíusson skoraði níu mörk fyrir Valsmenn. Gestirnir úr Hafnarfirðinum voru einfaldlega ákveðnari og betri. Alexander og hans frammistaða var nánast eini ljósi punkturinn hjá Valsmönnum sem hafa verið að gera góða hluti að undanförnu. En í kvöld voru þeir undir á flestum sviðum og menn ráðalausir í sóknarleiknum. Valsmenn byrjuðu reyndar leikinn ágætlega og komust í 6-3. Um miðbik hálfleiksins fóru svo FH-ingar á flug og heimamenn réðu ekki við þá. Sigurður Örn Arnarson var í stuði í marki gestana og verðskuldaður sigur staðreynd. Það sást greinilega á fögnuði FH-inga eftir leik hversu mikla þýðingu þessi sigur hafði fyrir þá og hversu langþráður hann var. Menn voru trylltir í fagnaðarlátum. Fínt veganesti í bikarúrslitahelgina sem er eftir viku. Valsmenn voru langt frá sínu besta og fengu nokkuð langan fyrirlestur frá Ólafi Stefánssyni eftir leikinn.Ólafur Stefánsson: Stökk afturábak „Vonandi vorum við langt frá okkar besta. Ef þetta var okkar besta þá erum við í vondum," sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. „FH-ingarnir héldu haus. Maggi (Magnús Óli) átti mjög góðan leik og það var munur á markvörslunum hjá liðunum og svona hlutir... en við tókum stökk afturábak í þessum leik." „Við byrjuðum ágætlega en hefðum samt getað gert betur. Svo byrjuðu þeir betur í seinni hálfleik og því fór sem fór. Hrós til FH-inga að rífa sig upp úr erfiðum kafla. Það sýnir karakter hjá þeim. Svona er þetta." „Við vorum með nokkra tæpa leikmenn sem er engin afsökun. Við hefðum kannski átt að rúlla þessu betur. Við vorum í vandræðum með hluti sem eru bara okkar innra vandamál. Það var eiginlega allt sem mátti vera betra." „Ef við tökum einhvern út þá var Alexander flottur hjá okkur. Það er jákvætt." Hvað sagðir þú við strákana eftir leik? „Það var eitthvað bara. Það er rosa lítið hægt að segja, kannski full neikvæður og eitthvað. Núna erum við að fara í hálfs mánaðar pásu sem við þurfum að nýta vel. Menn þurfa að vera jákvæðir til að taka við „infoi" og vera glaðir. Ekki láta þetta slá sig út af laginu. Og ég síst af öllum."Einar Andri: Búnir að laga hugarfarið„Við höfum verið að vinna í hugarfarinu og stilla það rétt," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. „Við vissum að ef við næðum að láta hugann fylgja máli þá verðum við góðir og það kom á daginn." „Þetta var fysti deildarsigurinn á árinu. Það hefur ýmislegt verið að. Það hefur þurft að aðlaga liðið að breyttum aðstæðum. Menn hafa dottið úr skaftinu og aðrir komið í staðinn. Svo hefur líka þurft að vinna í hugarfarinu og erum búnir að laga það." Var ekki vont að missa Daníel Frey Andrésson markvörð? „Það þýðir ekki að velta því lengur fyrir sér. Siggi var frábær í dag og við erum með tvo frábæra markverði. Ef vörnin er í lagi þá verja þeir." FH-ingar keppa eftir rúma viku í undanúrslitum bikarsins og úrslitin í kvöld gott veganesti. „Heldur betur. Þetta gefur okkur sjálfstraust. Valur hefur ásamt Haukum verið sterkasta liðið í deildinni síðan fyrir jól. Þetta var virkilega skemmtilegt að koma hingað og spila þetta vel. Þegar sjálfstraustið kom frannst mér við vera þokkalega með leikinn í höndunum."
Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira