Fjölskyldan saman á útgáfutónleikunum Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. febrúar 2014 09:30 Rúnar Þórisson ásamt dætrum sínum tveimur Lára og Margréti, Arnari Þór Gíslasyni, Guðna Finnssyni og Birki Rafni Gíslasyni. Þau koma fram á tónleikum í kvöld. mynd/Kristín Pétursdóttir „Fjölskyldan mín leikur með mér á tónleikunum, dætur mínar tvær syngja og spila á hljómborð og píanó, svo verða þær líka með mennina sína með sér þannig að þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir tónlistarmaðurinn Rúnar Þórisson en hann heldur upp á útgáfu þriðju sólóplötu sinnar í kvöld í Iðnó. Það má með sanni segja að um músíkalska fjölskyldu sé að ræða en dætur Rúnars, þær Lára og Margrét radda og syngja hvor sitt lagið á plötunni og koma þær fram með föður sínum á tónleikunum. Báðar eru þær velkunnar og virkar í tónlistarbransanum og hafa komið fram með ýmsum hljómsveitum. Sambýlismenn og eiginmenn þeirra, þeir Arnar Þór Gíslason trommuleikari og Birkir Rafn Gíslason gítarleikari koma einnig fram á tónleikunum. Guðni Finnsson sem er í raun fóstbróðir Arnars Þórs leikur á bassa. „Já, það mætti alveg segja að Guðni sé fóstbróðir Arnars þar sem þeir eru saman í nánast öllu og þekkja vel hvor annan. Á plötunni eru einnig blásarar, strengir og kvennakór í nokkrum lögum en ég ætla bara að halda mig við fjölskylduna og hafa þetta frekar fjölskylduvænt og um leið rokkað,“ segir Rúnar um tónleikana. Á plötunni Sérhver vá má heyra glitta í gítarhljóm sem minnir óneitanlega á hljóm sem heyrðist þegar hljómsveitinni Grafík er ljáð eyra en Rúnar var og er einmitt gítarleikari þeirrar sveitar eins og flestir vita. Grafík kom saman árið 2011 á Aldrei fór ég suður og gefin var út heimildarmynd um hljómsveitina það ár, „ætli það sé ekki skýringin á því að gamli gítarhljómurinn komi fram á plötunni.“ Rúnar byrjaði einmitt að vinna í nýju plötunni það sama ár. Rúnar hefur nú gefið út þrjár sólóplötur og segist hafa á fyrri sólóplötum leitað annarra leiða hvað varða spilastílinn en einkenndi Grafík en hann hafi á nýju plötunni opnað fyrir allt. Söngur Rúnars heyrist vel á nýju plötunni. „Þetta er fyrsta sólóplatan sem ég syng inn á aðalsöng. Ég kann vel við mig við míkrófóninn, maður fær mikla útrás í söngnum, sérstaklega þegar maður semur textana,“ útskýrir Rúnar. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hann syngur aðalsöng því hann söng nokkur lög á fyrstu tveimur plötum Grafíkur á árum áður. Fyrir utan að semja öll lögin á plötunni samdi Rúnar alla textana. „Textarnir skipta mig miklu máli og eru flestir persónulegar hugleiðingar um lífið og tilveruna.“ Platan er tileinkuð konu Rúnars, Örnu Vignisdóttur. Tónleikarnir fara fram í Iðnó í kvöld og hefjast klukkan 20.30. Miðasala fer fram á midi.is og í Iðnó á milli kl 11.00-16.00 í dag og við innganginn fyrir tónleika. Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Fjölskyldan mín leikur með mér á tónleikunum, dætur mínar tvær syngja og spila á hljómborð og píanó, svo verða þær líka með mennina sína með sér þannig að þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir tónlistarmaðurinn Rúnar Þórisson en hann heldur upp á útgáfu þriðju sólóplötu sinnar í kvöld í Iðnó. Það má með sanni segja að um músíkalska fjölskyldu sé að ræða en dætur Rúnars, þær Lára og Margrét radda og syngja hvor sitt lagið á plötunni og koma þær fram með föður sínum á tónleikunum. Báðar eru þær velkunnar og virkar í tónlistarbransanum og hafa komið fram með ýmsum hljómsveitum. Sambýlismenn og eiginmenn þeirra, þeir Arnar Þór Gíslason trommuleikari og Birkir Rafn Gíslason gítarleikari koma einnig fram á tónleikunum. Guðni Finnsson sem er í raun fóstbróðir Arnars Þórs leikur á bassa. „Já, það mætti alveg segja að Guðni sé fóstbróðir Arnars þar sem þeir eru saman í nánast öllu og þekkja vel hvor annan. Á plötunni eru einnig blásarar, strengir og kvennakór í nokkrum lögum en ég ætla bara að halda mig við fjölskylduna og hafa þetta frekar fjölskylduvænt og um leið rokkað,“ segir Rúnar um tónleikana. Á plötunni Sérhver vá má heyra glitta í gítarhljóm sem minnir óneitanlega á hljóm sem heyrðist þegar hljómsveitinni Grafík er ljáð eyra en Rúnar var og er einmitt gítarleikari þeirrar sveitar eins og flestir vita. Grafík kom saman árið 2011 á Aldrei fór ég suður og gefin var út heimildarmynd um hljómsveitina það ár, „ætli það sé ekki skýringin á því að gamli gítarhljómurinn komi fram á plötunni.“ Rúnar byrjaði einmitt að vinna í nýju plötunni það sama ár. Rúnar hefur nú gefið út þrjár sólóplötur og segist hafa á fyrri sólóplötum leitað annarra leiða hvað varða spilastílinn en einkenndi Grafík en hann hafi á nýju plötunni opnað fyrir allt. Söngur Rúnars heyrist vel á nýju plötunni. „Þetta er fyrsta sólóplatan sem ég syng inn á aðalsöng. Ég kann vel við mig við míkrófóninn, maður fær mikla útrás í söngnum, sérstaklega þegar maður semur textana,“ útskýrir Rúnar. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hann syngur aðalsöng því hann söng nokkur lög á fyrstu tveimur plötum Grafíkur á árum áður. Fyrir utan að semja öll lögin á plötunni samdi Rúnar alla textana. „Textarnir skipta mig miklu máli og eru flestir persónulegar hugleiðingar um lífið og tilveruna.“ Platan er tileinkuð konu Rúnars, Örnu Vignisdóttur. Tónleikarnir fara fram í Iðnó í kvöld og hefjast klukkan 20.30. Miðasala fer fram á midi.is og í Iðnó á milli kl 11.00-16.00 í dag og við innganginn fyrir tónleika.
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira