Internetið hatar mig Atli Fannar Bjarkason skrifar 4. september 2014 07:00 Internetið er ótrúlegt. Vefsíður safna upplýsingum um allt sem maður gerir og nýta þær svo til að klæðskerasníða persónulega fyrir mann auglýsingar og annað efni sem höfðar til manns. Ef maður leitar að súkkulaði á Google er komin auglýsing frá Snickers á Facebook-vegginn hjá manni fimm mínútum síðar. Og ef maður smellir á frétt um Kim Kardashian á Huffington Post metur Facebook stöðuna sem svo að maður fái hreinlega ekki nóg af henni og fyrr en varir yfirskyggir mikilfenglegur afturendi hennar allt annað efni. Vissuði að hún er að fara að gefa út bók sem inniheldur ekkert annað en sjálfsmyndir? Af hverju fæ ég aldrei svona góðar hugmyndir? Internetið er samt ekki fullkomið. Stundum finnst mér eins og það þekki mig ekki neitt – þrátt fyrir að ég hafi verið daglegur notandi í meira en 15 ár. Miðað við auglýsingarnar sem birtast á Facebook-síðu minni þessa dagana heldur internetið að ég hafi áhuga á því að skrá mig á námskeið í garðyrkju. Reynsla mín af garðyrkju felst í að liggja sofandi í runnum í unglingavinnunni, þannig að námskeið kæmi sér reyndar vel. En ekki veit ég hvaðan sú hugmynd er komin að ég hafi á því áhuga. Facebook telur líka að ég vilji fræðast um ljósaperur. Eru djúp skilaboð fólgin í því? Telur samfélagsmiðillinn að ég lifi í myrkri? Þá er endalaust framboð af auglýsingum frá stefnumótasíðum, framleiðendum stinningarlyfja og skottulæknum sem bjóða vöðvamassa gegn neyslu á furðulegum, sjaldgæfum ávöxtum. Internetið er minn besti vinur en um leið minn versti óvinur. Eða ég vona allavega að raunverulegir vinir mínir telji ekki að ég sé myrkur vöðvafíkill á stinningarlyfjum sem sé í leit að maka, þrátt fyrir að eiga frábæra kærustu, og hafi í þokkabót áhuga á því að skrá sig á námskeið í garðyrkju. Mér sýnist á öllu að internetið hati mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun
Internetið er ótrúlegt. Vefsíður safna upplýsingum um allt sem maður gerir og nýta þær svo til að klæðskerasníða persónulega fyrir mann auglýsingar og annað efni sem höfðar til manns. Ef maður leitar að súkkulaði á Google er komin auglýsing frá Snickers á Facebook-vegginn hjá manni fimm mínútum síðar. Og ef maður smellir á frétt um Kim Kardashian á Huffington Post metur Facebook stöðuna sem svo að maður fái hreinlega ekki nóg af henni og fyrr en varir yfirskyggir mikilfenglegur afturendi hennar allt annað efni. Vissuði að hún er að fara að gefa út bók sem inniheldur ekkert annað en sjálfsmyndir? Af hverju fæ ég aldrei svona góðar hugmyndir? Internetið er samt ekki fullkomið. Stundum finnst mér eins og það þekki mig ekki neitt – þrátt fyrir að ég hafi verið daglegur notandi í meira en 15 ár. Miðað við auglýsingarnar sem birtast á Facebook-síðu minni þessa dagana heldur internetið að ég hafi áhuga á því að skrá mig á námskeið í garðyrkju. Reynsla mín af garðyrkju felst í að liggja sofandi í runnum í unglingavinnunni, þannig að námskeið kæmi sér reyndar vel. En ekki veit ég hvaðan sú hugmynd er komin að ég hafi á því áhuga. Facebook telur líka að ég vilji fræðast um ljósaperur. Eru djúp skilaboð fólgin í því? Telur samfélagsmiðillinn að ég lifi í myrkri? Þá er endalaust framboð af auglýsingum frá stefnumótasíðum, framleiðendum stinningarlyfja og skottulæknum sem bjóða vöðvamassa gegn neyslu á furðulegum, sjaldgæfum ávöxtum. Internetið er minn besti vinur en um leið minn versti óvinur. Eða ég vona allavega að raunverulegir vinir mínir telji ekki að ég sé myrkur vöðvafíkill á stinningarlyfjum sem sé í leit að maka, þrátt fyrir að eiga frábæra kærustu, og hafi í þokkabót áhuga á því að skrá sig á námskeið í garðyrkju. Mér sýnist á öllu að internetið hati mig.