Lífið

Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Golden Globe

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Jóhann Jóhannsson hlaut tilnefningu fyrir bestu frum- sömdu tónlistina.
Jóhann Jóhannsson hlaut tilnefningu fyrir bestu frum- sömdu tónlistina.
Tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna voru tilkynntar í gær og er Íslendingurinn Jóhann Jóhannsson tónlistarmaður meðal tilnefndra.

Jóhann er tilnefndur fyrir bestu frumsömdu tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything, sem fjallar um námsár eðlisfræðingsins Stephens Hawking við Cambridge-háskóla og samband Hawkings við fyrrverandi eiginkonu sína, Jane Wilde.

The Theory of Everything hlaut alls fjórar tilnefningar en myndin er einnig tilnefnd sem besta kvikmyndin, Eddie Redmayne tilnefndur sem besti dramaleikarinn og Felicity Jones tilnefnd sem besta dramaleikkonan.

Redmayne þykir hljóta talsverða samkeppni í sínum flokki en þar er Benedict Cumberbatch einnig tilnefndur fyrir The Imitation Game.

Flestar tilnefningar í ár hlaut kvikmyndin Birdman sem leikstýrt er af Alejandro González Iñárritu. Birdman er tilnefnd er til alls sjö Golden Globe-verðlauna: sem besta myndin í flokknum gamanmyndir eða söngleikir, fyrir bestu tónlistina, Michael Keaton sem besti leikarinn í flokki gamanmynda og söngleikja og besta handritið.

Einnig voru Edward Norton og Emma Stone tilnefnd sem besti leikari og leikkona í aukahlutverkum. Golden Globe-verðlaunin verða veitt ellefta janúar á næsta ári, þetta er í sjötugasta og annað skipti sem hátíðin er haldin og munu Tina Fey og Amy Poehler verða kynnar í þriðja sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×