Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 78-77 | Grindavík í undanúrslit Árni Jóhannsson í Röstinni í Grindavík skrifar 19. janúar 2014 12:50 Earnest Lewis Clinch yngri. Mynd/Valli Grindavík er komið áfram í undanúrslit Powerade-bikars karla í körfubolta eftir eins stiga sigur á Njarðvík, 78-77, í spennandi og skemmtilegum leik í Röstinni í Grindavík í kvöld. Earnest Lewis Clinch yngri skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Grindavík og Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 20 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Tracy Smith yngri var með 28 stig hjá Njarðvík. Grindvíkingar eru að komast í undanúrslitin annað árið í röð og í fimmta sinn á síðustu sex tímabilum. Grindavíkurliðið hefur nú slegið bæði Reykjanesbæjarliðin, Keflavík og Njarðvík, út úr bikarnum í síðustu tveimur umferðum. Earnest Lewis Clinch, Bandaríkjamaðurinn í liði Grindavíkur fór í gang á réttum tíma en hann skoraði ellefu stig í röð í þriðja leikhluta þegar Grindvíkingar breyttu stöðunni úr 47-52 í 58-52. Grindvíkingar voru átta stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 64-56. Njarðvík minnkaði muninn oftar en einu sinni niður í eitt stig í lokin en tókst ekki að jafna og Grindvíkingar fögnuðu sigri og sæti í undanúrslitunum. Njarðvíkingar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleiknum, 18-17 yfir eftir fyrsta leikhluta og 40-36 yfir í hálfleik. Það gætti smá taugatitrings í Röstinni þegar leikurinn hófst en mjög lítið var skorað á fyrstu mínútunum og var staðan til að mynda 4-2 þegar þrjár og hálf mínúta var liðin af fyrsta leikhluta. Það breyttist þó þegar leið á fjórðunginn og liðin skiptust á að skora. Njarðvíkingar höfðu komið sér mest í fimm stiga forystu og héldu þeir heimamönnum það langt fyrir aftan sig lengst af fyrsta leikhluta. Heimamenn náðu þó fínu áhlaupi undir lokin og minnkuðu muninn í eitt stig þegar fjórðungnum var lokið. Staðan 17-18 eftir 10 mínútna leik fyrir Njarðvík. Annar leikhluti þróaðist eins og sá fyrsti, lítið skorað á upphafsmínútunum og spenna í leikmönnum. Síðan þegar leikmennirnir höfðu náð að róa taugarnar skiptust liðin á að skora en gestirnir náðu að halda Grindvíkingum fyrir aftan sig allt að sjö stigum. Þegar flautað var til hálfleiks voru Njarðvíkingar búnir að skora 40 stig á móti 36 stigum heimamanna og gengu til búningsklefa með fjögurra stiga forystu. Stigahæstir í fyrri hálfleik voru þeir Sigurður Gunnar Þorsteinsson hjá Grindavík með 13 stig og Tracy Smith Jr. hjá Njarðvík með 17 stig. Seinni hálfleikur byrjaði mun fjörugar heldur en báðir fjórðungarnir í fyrri hálfleik ef litið er til stigaskorunar liðanna. Liðin héldu áfram á að skiptast á að skora og náðu heimamenn að vinna upp þann litla mun sem Njarðvíkingar fóru inn í hálfleik með. Staðan var jöfn 52-52 þegar þriðji leikhluti var hálfnaður og Grindvíkingar náðu síðan að koma sér sex stigum yfir þegar tæp mínúta var eftir af fjórðungnum. Þegar honum lauk var staðan orðin 64-56 fyrir heimamenn en leikurinn var samt sem áður langt frá því að vera búinn. Heimamenn héldu Njarðvíkingum sex til níu stigum fyrir aftan sig framan af fjórða leikhluta en þá tóku Njarðvíkingar sprett og var eins stiga munur þegar mínúta lifði af leiknum, 75-74 og spennan í algleymingi. Grindvíkingar náðu á lokamínútunni að skora ein körfu og bæta við víti á meðan gestirnir klúðruðu boltanum frá sér á klaufalegan hátt. Það var því fjögurra stiga munur þegar 4 sek. voru eftir og Njarðvíkingar reyndu þriggja stiga skot sem fór ofan í en þá var það orðið of seint því einungis nokkur sekúndubrot voru eftir. Grindvíkingar sigldu því heim eins stiga sigri og verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin í Poweade-bikarnum.Sverrir Þór Sverrisson: Við erum sáttir Þjálfari Grindavíkur var að vonum himinlifandi eftir leik. „Það er heldur betur ljúft að vera kominn í undanúrslitin. Við mættum í kvöld hrikalega sterku Njarðvíkurliði og bara að vinna hefði verið stórkostlegt fyrir okkur. Maður getur ekki farið fram á meira og ég vissi að þetta yrði svona leikur. Stál í stál og spurning um að vera svolítið heppinn í lokin og sterkur í hausnum og klára leikinn almenninlega. Þannig að við erum sáttir." „Það sem gerði útslagið held var að við fórum að setja niður skot í seinni hálfleik og hertum vörnina. Menn stigu virkilega upp í seinni hálfleik, við vorum bara ekki nógu góðir í fyrri hálfleik. Þó að við höfum verið fáum stigum undir þá var þetta ekki nógu gott." Aðspurður um taugspennu og hvort hún hafi haft áhrif á sitt lið, sagði Sverrir: „Það má alveg búast við því að taugaspennan hafi áhrif, rosalega mikill klaufagangur hjá báðum liðum. Liðin voru að klikka á auðveldum skotum, svo duttu menn í betri gír." „Við höfum byrjað ágætlega eftir áramót og við verðum að fylgja þessu eftir. Það er stór hindrun í bikarnum úr vegi og stutt í næsta deildarleik og við erum bara að vinna í því að verða eins og góðir og við getum."Einar Árni Jóhannsson: Það vill oft verða þannig að litlu ákvarðanirnar gera útslagið. „Sóknarleikurinn var það sem að gerði okkur erfitt fyrir í kvöld. Við tókum vondar ákvarðanir ansi oft í seinni hálfleik, vorum að stinga boltanum of oft niður og fórum mikið í einstaklingshnoð í stað þess að nota kerfin okkar. Það plús það að misnota óþarflega mörg víti, þó það geti komið fyrir hvern sem er, þá eru þetta hlutir sem hægt er að tína til í fljótu bragði" sagði hundfúll þjálfari Njarðvíkinga eftir leik. „Það var vitað mál fyrir leik að taugaspenna yrði í báðar áttir enda mikið í húfi. Án þess að kasta rýrð á þau lið sem eftir eru þá hefur bikarkeppnin í ár þróast þannig að því væri fleygt fram að þetta væri bikarúrslitaleikur. Það lið sem að myndi fara með sigur hér í dag gerði sér fyllilega grein fyrir því að það væri þeirra að vinna keppnina. Auðvitað hafa taugarnar haft sín áhrif en það á að kvittast út í báðar áttir. Það voru of margar villur í sóknarleik okkar sem að gerðu okkur lífið leitt." Einar var spurður hvort hann liti þá á málin þannig að Njarðvík hafi tapað leiknum í stað þess að Grindavík hafi unnið. „Alls ekki, þeir eiga allt hrós skilið. Það er væntanlega fyrir góðan varnaleik þeirra að við stingum boltanum of mikið niður, það væri bara kjánalegt. Þetta var hörkuleikur, mikil barátta og þeir ná þessum eina alvöru sprett í leiknum þar sem þeir komust í 10 stiga forystu. Við náðum að vinna það til baka og fengum séns á að klára leikinn en það vantaði pínulítið upp á í kvöld. Það vill oft verða þannig að litlu ákvarðanirnar gera útslagið."Grindavík-Njarðvík 78-77 (17-18, 19-22, 28-16, 14-21)Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 23/4 fráköst/8 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 16/9 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/10 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 2.Njarðvík: Tracy Smith Jr. 28/5 fráköst, Logi Gunnarsson 13/5 fráköst, Elvar Már Friðriksson 13/8 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 10/6 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/6 fráköst, Ágúst Orrason 5/5 fráköst. Leikurinn var í beinni textalýsingu og má sjá hana hér fyrir neðan.Grindavík - Njarðvík í 8 liða úrslitum Powerade-bikars karla:4. leikhluti | 78-77: Leik lokið. Eins stiga heimasigur í hörkuleik. Það var tvísýnt hvor myndi vinna eins og það á að vera í bikarnum.4. leikhluti | 78-77: Njarðvík reyndi þriggja stiga skot sem tókst. Grindavík tók síðan leikhlé.4. leikhluti | 78-74: Grindavík nýtti ekki sóknina og það gerði Njarðvík ekki heldur strax á eftir. Clinch fór þá á línuna og nýtti eitt víti og Njarðvík tekur leikhlé. Þetta gæti verið komið 3 sek. eftir.4. leikhluti | 77-74: Grindvíkingar bæta við körfu og vinna síðan boltann. 30 sek eftir.4. leikhluti | 75-74: Eins stiga munur þegar mínúta er eftir.4. leikhluti | 75-72: Bæði lið hafa verið að missa boltann dálítið klaufalega undanfarin andartök. Siggi Þorsteins. skoraði samt sem áður en Smith Jr. svaraði með körfu og villu að auki. Hann nýtti ekki vítið. Jóhann Árni Ólafsson hefur lokið leik með fimm villur. 1:26 eftir.4. leikhluti | 72-70: Ágúst nýtti bæði vítin.4. leikhluti | 72-68: Leikhlé tekið af heimamönnum þegar 2:55 eru eftir. Njarðvíkingar hafa náð góðum leikkafla og er Ágúst Orrason á leiðinni á línuna og getur hann minnkað muninn niður í 2 stig. 4. leikhluti | 72-66: Logi Gunnarsson hittir úr þriggja stiga skoti og munurinn er sex stig. Grindvíkingar tapa síðan boltanum. 5:23 eftir.4. leikhluti | 72-63: Heimamenn voru að bæta við þremur stigum og halda forskoti sínu. Elvar Már nýtir eitt af tveimur vítum hinum megin. 6:30 eftir.4. leikhluti | 69-62: Vítin eru ekki að fara ofan í fyrir gestina og gæti það verið dýrkeypt þegar upp er staðið. 7:10 eftir.4. leikhluti | 69-59: Þá er dæmd tæknivilla á Þorleif Ólafsson fyrir kjaftbrúk og Logi Gunnarss á línuna og misnotaði bæði vítin. 8:05 eftir.4. leikhluti | 69-59: Frysta óíþróttamannslega villan hefur litið dagsins ljós og var það Logi Gunnarss. sem framdi hana. 8:45 eftir.4. leikhluti | 66-59: Fjórði lekhlutin er hafinn og bæði lið eru búin að skora körfu. Þetta er langt frá því að vera búið. 9:23 eftir. 3. leikhluti | 64-56: Tvær þriggja stiga körfur í röð hjá Grindvíkingum og fiska sóknarvillu á gestina. Stuðið er komið Grindavíkur megin. Þriðja leikhluta er lokið og níu stiga munur fyrir þá gulu.3. leikhluti | 61-56: Njarðvíkingar náður að minnka muninn í tvö stig en Ólafur Ólafsson skoraði sannkallaða stemmnings þriggja stiga körfu og kom heimamönnum fimm stigum aftur yfir. 45 sek eftir.3. leikhluti | 58-52: Góð vörn heimamanna gerir það að verkum að Njarðvíkingar brenna inni á skotklukkunni. Grindavík fer síðan í sókn og Clinch Jr. skorar. 2:05 eftir.3. leikhluti | 56-52: Njarðvík tekur leikhlé þegar 2:54 eru eftir. 9-0 sprettur heimamanna er of mikið að mati Einars Árna, þjálfara Grindavíkur.3. leikhluti | 54-52: Heimamenn komnir yfir, Lewis Clinch Jr. hefur farið mikinn undanfarin andartök. 3:21 eftir.3. leikhluti | 52-52: Þá tekur Grindavík fimm stiga sprett og jafnar leikinn. 4:24 eftir.3. leikhluti | 47-52: Liðin skora ekki nema að hitt liðið skori strax á eftir. Núna rétt í þessu var Logi Gunnars að brjóta sér leið að körfunni og skora og fá villu þar að auki og nýtir hann vítið. Fimm stiga munur.3. leikhluti | 45-47: Gestirnir komust fimm stigum yfir en Ólafur Ólafss. var ekki lengi aða svara með galopnu þriggja stiga skoti sem rataði rétta leið. 5:55 eftir.3. leikhluti | 42-45: Heimamenn náðu að jafna metin en Njarðvíkingar svöruðu með þriggja stiga körfu, liðin byrja þennan fjórðung á meira stiga skori en hina tvo. 7:35 eftir.3. leikhluti | 38-42: Grindvíkingar komust fyrstir á blað en gestirnir voru fljótir að svara. 9:24 eftir.3. leikhluti | 36-40: Seinni hálfleikur er hafinn og það eru heimamenn sem hefja sókn. 9:59 eftir.2. leikhluti | 36-40: Fyrri hálfleik er lokið og er munurinn fjögur stig gestunum í vil.2. leikhluti | 36-40: Siggi Þorsteinss. skorar og fékk villu að auki, vítið fór ofan í. Leikhlé er síðan tekið þegar 8 sekúndur eru eftir.2. leikhluti | 33-40: Elvar Már Friðriksson svaraði með þriggja stiga körfu og munurinn orðinn 7 stig. 30 sek. eftir.2. leikhluti | 33-37: Enn er skipst á að skora og nú seinast var Clinch Jr. að brjótast í gegnum vörnina og troða með glæsi brag. 1:05 eftir.2. leikhluti | 28-33: Ólafur Ólafsson braust í gegnum vörnina með fallegum snúning og lagði boltann í körfuna. 2:45 eftir.2. leikhluti | 26-33: Leikhlé tekið af Njarðvík þegar 2:54 eru eftir af fjórðungnum.2. leikhluti | 26-32: Nú er skipst á að skora en gestirnir eru að ná að halda Grindvíkingum nokkrum stigum frá sér. 3:46 eftir.2. leikhluti | 21-26: Ólafur Helgi Jónsson fékk galopinn þrist og þá er ekki að spyrja að útkomunni. 5:49 eftir.2. leikhluti | 19-23: Grindvíkingar minnkuðu muninn en Smith Jr. braut sér leið að körfunni, skoraði og fékk villu að auki. Hann nýtti vítið. 7:07 eftir.2. leikhluti | 17-20: Annar fjórðungur hefst eins og sá fyrsti, lítið skorað á upphafsmínútunum. 7:50 eftir.2. leikhluti | 17-20: Annar fjórðungur er hafinn og eru það gestirnir sem eru fyrstir á blað. 9 mín eftir.1. leikhluti | 17-18: Grindvíkingar komust yfir þegar rúmar 10 sekúndur voru eftir af leikhlutanum og gestirnir lögðu af stað í lokaókn fjórðungsins. Þar var brotið í tvígang á Elvari Friðriks sem setti 2 af fjórum vítum niður og fjórðungnum lýkur með eins stigs forystu gestanna.1. leikhluti | 15-16: Grindvíkingar stálu boltanum og í kjölfarið var brotið á Clinch Jr. sem fór á vítalínuna og minnkaði muninn í eitt stig. 50 sek. eftir.1. leikhluti | 13-16: Sigurður Gunnar Þorsteinsson minnkar muninn í þrjú stig af vítalínunni. 1:10 eftir.1. leikhluti | 11-16: Mesti munur hingað til, Hjörtur Hrafn Einarsson hefur skorað tvær þriggja stiga körfur í leiknum. 2:12 eftir.1. leikhluti | 11-13: Heimamenn náðu að jafna í 11-11 en Smith Jr. komst á vítalínuna og sökkti tveimur vítum. 2:55 eftir.1. leikhluti | 9-11: Gestirnir eru að ná að halda Grindvíkingum fyrir aftan sig en liðin skiptas á að skora. 3:40 eftir.1. leikhluti | 6-7: Ólafur Ólafsson braust að körfunni, lagði boltann ofan í og fékk villu að auki en vítaskotið vildi ekki ofan í. 5:04 eftir.1. leikhluti | 4-7: Gestirnir komnir þremur stigum yfir og heyrist meira í áhangendum þeirra þessa stundina. 5:14 eftir.1. leikhluti | 4-2: Lítið skorað á upphafsmínútunum, væntanlega vegna taugatitrings. 6:25 eftir.1. leikhluti | 4-2: Tracy Smith Jr. kemur gestunum á blað eftir að Jóhann Árni Ólafsson setti niður fallegt stökkskot. 7:24 eftir.1. leikhluti | 2-0: Það eru Grindvíkingar sem komast fyrstir á blað og var það Sigurður Gunnar Þorsteinsson sem lagði boltann í körfuna. 8:35 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og eru það heimamenn sem hefja sókn. 9:58 eftir.Fyrir leik: Rúmar sjö mínútur í að leikar hefjist og bæði lið eru komin aftur út á völl eftir að hafa fengið lokaáherslurnar frá þjálfurum sínum og núr er boltinn lagður í körfuna af miklum móð. Það eru væntanlega allir leikmenn tilbúnir í þennan leik enda er hann af stærri gerðinni.Fyrir leik: Stúkan er að fyllast og er það vel. Ég býst við að hitinn í Röstinni verði miklu hærri í kvöld en þessar 24 gráður á celsíus sem stigataflan sýnir núna. Meðal annara er mættur á völlinn Brenton Birmingham sem spilaði fyrir bæði þessi lið við góðann orðstír á sínum tíma.Fyrir leik: Það verður skemmtilegt að fylgjast með einvígi Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar og Tracy Smith Jr. undir körfunni í kvöld. Smith Jr. hefur byrjað vel fyrir grænklædda en í fyrstu tveimur lekjum sínum hefur hann skorað 27 stig að meðaltali og gripið 14,5 fráköst í leik. Sigurður hefur verið drjúgur fyrir Grindvíkinga það sem af er leiktíð með tæp 16 stig og 9 fráköst að meðaltali í leik.Fyrir leik: Liðin hafa unnið alla leiki sína á árinu 2014. Grindavík vann útisigur á toppliði KR og stórsigur á nýliðum Hauka í fyrstu tveimur deildarleikjum ársins en Njarðvík vann yfirburðarsigra á heimavelli sínum á móti bæði KFÍ og Val.Fyrir leik: Grindvíkingar geta komist í undanúrslitin annað árið í röð og í fimmta sinn á sex árum en Njarðvík hefur ekki komist í undanúrslit bikarsins undanfarin fjögur tímabil (Síðast árið 2009). Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira
Grindavík er komið áfram í undanúrslit Powerade-bikars karla í körfubolta eftir eins stiga sigur á Njarðvík, 78-77, í spennandi og skemmtilegum leik í Röstinni í Grindavík í kvöld. Earnest Lewis Clinch yngri skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Grindavík og Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 20 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Tracy Smith yngri var með 28 stig hjá Njarðvík. Grindvíkingar eru að komast í undanúrslitin annað árið í röð og í fimmta sinn á síðustu sex tímabilum. Grindavíkurliðið hefur nú slegið bæði Reykjanesbæjarliðin, Keflavík og Njarðvík, út úr bikarnum í síðustu tveimur umferðum. Earnest Lewis Clinch, Bandaríkjamaðurinn í liði Grindavíkur fór í gang á réttum tíma en hann skoraði ellefu stig í röð í þriðja leikhluta þegar Grindvíkingar breyttu stöðunni úr 47-52 í 58-52. Grindvíkingar voru átta stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 64-56. Njarðvík minnkaði muninn oftar en einu sinni niður í eitt stig í lokin en tókst ekki að jafna og Grindvíkingar fögnuðu sigri og sæti í undanúrslitunum. Njarðvíkingar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleiknum, 18-17 yfir eftir fyrsta leikhluta og 40-36 yfir í hálfleik. Það gætti smá taugatitrings í Röstinni þegar leikurinn hófst en mjög lítið var skorað á fyrstu mínútunum og var staðan til að mynda 4-2 þegar þrjár og hálf mínúta var liðin af fyrsta leikhluta. Það breyttist þó þegar leið á fjórðunginn og liðin skiptust á að skora. Njarðvíkingar höfðu komið sér mest í fimm stiga forystu og héldu þeir heimamönnum það langt fyrir aftan sig lengst af fyrsta leikhluta. Heimamenn náðu þó fínu áhlaupi undir lokin og minnkuðu muninn í eitt stig þegar fjórðungnum var lokið. Staðan 17-18 eftir 10 mínútna leik fyrir Njarðvík. Annar leikhluti þróaðist eins og sá fyrsti, lítið skorað á upphafsmínútunum og spenna í leikmönnum. Síðan þegar leikmennirnir höfðu náð að róa taugarnar skiptust liðin á að skora en gestirnir náðu að halda Grindvíkingum fyrir aftan sig allt að sjö stigum. Þegar flautað var til hálfleiks voru Njarðvíkingar búnir að skora 40 stig á móti 36 stigum heimamanna og gengu til búningsklefa með fjögurra stiga forystu. Stigahæstir í fyrri hálfleik voru þeir Sigurður Gunnar Þorsteinsson hjá Grindavík með 13 stig og Tracy Smith Jr. hjá Njarðvík með 17 stig. Seinni hálfleikur byrjaði mun fjörugar heldur en báðir fjórðungarnir í fyrri hálfleik ef litið er til stigaskorunar liðanna. Liðin héldu áfram á að skiptast á að skora og náðu heimamenn að vinna upp þann litla mun sem Njarðvíkingar fóru inn í hálfleik með. Staðan var jöfn 52-52 þegar þriðji leikhluti var hálfnaður og Grindvíkingar náðu síðan að koma sér sex stigum yfir þegar tæp mínúta var eftir af fjórðungnum. Þegar honum lauk var staðan orðin 64-56 fyrir heimamenn en leikurinn var samt sem áður langt frá því að vera búinn. Heimamenn héldu Njarðvíkingum sex til níu stigum fyrir aftan sig framan af fjórða leikhluta en þá tóku Njarðvíkingar sprett og var eins stiga munur þegar mínúta lifði af leiknum, 75-74 og spennan í algleymingi. Grindvíkingar náðu á lokamínútunni að skora ein körfu og bæta við víti á meðan gestirnir klúðruðu boltanum frá sér á klaufalegan hátt. Það var því fjögurra stiga munur þegar 4 sek. voru eftir og Njarðvíkingar reyndu þriggja stiga skot sem fór ofan í en þá var það orðið of seint því einungis nokkur sekúndubrot voru eftir. Grindvíkingar sigldu því heim eins stiga sigri og verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin í Poweade-bikarnum.Sverrir Þór Sverrisson: Við erum sáttir Þjálfari Grindavíkur var að vonum himinlifandi eftir leik. „Það er heldur betur ljúft að vera kominn í undanúrslitin. Við mættum í kvöld hrikalega sterku Njarðvíkurliði og bara að vinna hefði verið stórkostlegt fyrir okkur. Maður getur ekki farið fram á meira og ég vissi að þetta yrði svona leikur. Stál í stál og spurning um að vera svolítið heppinn í lokin og sterkur í hausnum og klára leikinn almenninlega. Þannig að við erum sáttir." „Það sem gerði útslagið held var að við fórum að setja niður skot í seinni hálfleik og hertum vörnina. Menn stigu virkilega upp í seinni hálfleik, við vorum bara ekki nógu góðir í fyrri hálfleik. Þó að við höfum verið fáum stigum undir þá var þetta ekki nógu gott." Aðspurður um taugspennu og hvort hún hafi haft áhrif á sitt lið, sagði Sverrir: „Það má alveg búast við því að taugaspennan hafi áhrif, rosalega mikill klaufagangur hjá báðum liðum. Liðin voru að klikka á auðveldum skotum, svo duttu menn í betri gír." „Við höfum byrjað ágætlega eftir áramót og við verðum að fylgja þessu eftir. Það er stór hindrun í bikarnum úr vegi og stutt í næsta deildarleik og við erum bara að vinna í því að verða eins og góðir og við getum."Einar Árni Jóhannsson: Það vill oft verða þannig að litlu ákvarðanirnar gera útslagið. „Sóknarleikurinn var það sem að gerði okkur erfitt fyrir í kvöld. Við tókum vondar ákvarðanir ansi oft í seinni hálfleik, vorum að stinga boltanum of oft niður og fórum mikið í einstaklingshnoð í stað þess að nota kerfin okkar. Það plús það að misnota óþarflega mörg víti, þó það geti komið fyrir hvern sem er, þá eru þetta hlutir sem hægt er að tína til í fljótu bragði" sagði hundfúll þjálfari Njarðvíkinga eftir leik. „Það var vitað mál fyrir leik að taugaspenna yrði í báðar áttir enda mikið í húfi. Án þess að kasta rýrð á þau lið sem eftir eru þá hefur bikarkeppnin í ár þróast þannig að því væri fleygt fram að þetta væri bikarúrslitaleikur. Það lið sem að myndi fara með sigur hér í dag gerði sér fyllilega grein fyrir því að það væri þeirra að vinna keppnina. Auðvitað hafa taugarnar haft sín áhrif en það á að kvittast út í báðar áttir. Það voru of margar villur í sóknarleik okkar sem að gerðu okkur lífið leitt." Einar var spurður hvort hann liti þá á málin þannig að Njarðvík hafi tapað leiknum í stað þess að Grindavík hafi unnið. „Alls ekki, þeir eiga allt hrós skilið. Það er væntanlega fyrir góðan varnaleik þeirra að við stingum boltanum of mikið niður, það væri bara kjánalegt. Þetta var hörkuleikur, mikil barátta og þeir ná þessum eina alvöru sprett í leiknum þar sem þeir komust í 10 stiga forystu. Við náðum að vinna það til baka og fengum séns á að klára leikinn en það vantaði pínulítið upp á í kvöld. Það vill oft verða þannig að litlu ákvarðanirnar gera útslagið."Grindavík-Njarðvík 78-77 (17-18, 19-22, 28-16, 14-21)Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 23/4 fráköst/8 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 16/9 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/10 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 2.Njarðvík: Tracy Smith Jr. 28/5 fráköst, Logi Gunnarsson 13/5 fráköst, Elvar Már Friðriksson 13/8 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 10/6 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/6 fráköst, Ágúst Orrason 5/5 fráköst. Leikurinn var í beinni textalýsingu og má sjá hana hér fyrir neðan.Grindavík - Njarðvík í 8 liða úrslitum Powerade-bikars karla:4. leikhluti | 78-77: Leik lokið. Eins stiga heimasigur í hörkuleik. Það var tvísýnt hvor myndi vinna eins og það á að vera í bikarnum.4. leikhluti | 78-77: Njarðvík reyndi þriggja stiga skot sem tókst. Grindavík tók síðan leikhlé.4. leikhluti | 78-74: Grindavík nýtti ekki sóknina og það gerði Njarðvík ekki heldur strax á eftir. Clinch fór þá á línuna og nýtti eitt víti og Njarðvík tekur leikhlé. Þetta gæti verið komið 3 sek. eftir.4. leikhluti | 77-74: Grindvíkingar bæta við körfu og vinna síðan boltann. 30 sek eftir.4. leikhluti | 75-74: Eins stiga munur þegar mínúta er eftir.4. leikhluti | 75-72: Bæði lið hafa verið að missa boltann dálítið klaufalega undanfarin andartök. Siggi Þorsteins. skoraði samt sem áður en Smith Jr. svaraði með körfu og villu að auki. Hann nýtti ekki vítið. Jóhann Árni Ólafsson hefur lokið leik með fimm villur. 1:26 eftir.4. leikhluti | 72-70: Ágúst nýtti bæði vítin.4. leikhluti | 72-68: Leikhlé tekið af heimamönnum þegar 2:55 eru eftir. Njarðvíkingar hafa náð góðum leikkafla og er Ágúst Orrason á leiðinni á línuna og getur hann minnkað muninn niður í 2 stig. 4. leikhluti | 72-66: Logi Gunnarsson hittir úr þriggja stiga skoti og munurinn er sex stig. Grindvíkingar tapa síðan boltanum. 5:23 eftir.4. leikhluti | 72-63: Heimamenn voru að bæta við þremur stigum og halda forskoti sínu. Elvar Már nýtir eitt af tveimur vítum hinum megin. 6:30 eftir.4. leikhluti | 69-62: Vítin eru ekki að fara ofan í fyrir gestina og gæti það verið dýrkeypt þegar upp er staðið. 7:10 eftir.4. leikhluti | 69-59: Þá er dæmd tæknivilla á Þorleif Ólafsson fyrir kjaftbrúk og Logi Gunnarss á línuna og misnotaði bæði vítin. 8:05 eftir.4. leikhluti | 69-59: Frysta óíþróttamannslega villan hefur litið dagsins ljós og var það Logi Gunnarss. sem framdi hana. 8:45 eftir.4. leikhluti | 66-59: Fjórði lekhlutin er hafinn og bæði lið eru búin að skora körfu. Þetta er langt frá því að vera búið. 9:23 eftir. 3. leikhluti | 64-56: Tvær þriggja stiga körfur í röð hjá Grindvíkingum og fiska sóknarvillu á gestina. Stuðið er komið Grindavíkur megin. Þriðja leikhluta er lokið og níu stiga munur fyrir þá gulu.3. leikhluti | 61-56: Njarðvíkingar náður að minnka muninn í tvö stig en Ólafur Ólafsson skoraði sannkallaða stemmnings þriggja stiga körfu og kom heimamönnum fimm stigum aftur yfir. 45 sek eftir.3. leikhluti | 58-52: Góð vörn heimamanna gerir það að verkum að Njarðvíkingar brenna inni á skotklukkunni. Grindavík fer síðan í sókn og Clinch Jr. skorar. 2:05 eftir.3. leikhluti | 56-52: Njarðvík tekur leikhlé þegar 2:54 eru eftir. 9-0 sprettur heimamanna er of mikið að mati Einars Árna, þjálfara Grindavíkur.3. leikhluti | 54-52: Heimamenn komnir yfir, Lewis Clinch Jr. hefur farið mikinn undanfarin andartök. 3:21 eftir.3. leikhluti | 52-52: Þá tekur Grindavík fimm stiga sprett og jafnar leikinn. 4:24 eftir.3. leikhluti | 47-52: Liðin skora ekki nema að hitt liðið skori strax á eftir. Núna rétt í þessu var Logi Gunnars að brjóta sér leið að körfunni og skora og fá villu þar að auki og nýtir hann vítið. Fimm stiga munur.3. leikhluti | 45-47: Gestirnir komust fimm stigum yfir en Ólafur Ólafss. var ekki lengi aða svara með galopnu þriggja stiga skoti sem rataði rétta leið. 5:55 eftir.3. leikhluti | 42-45: Heimamenn náðu að jafna metin en Njarðvíkingar svöruðu með þriggja stiga körfu, liðin byrja þennan fjórðung á meira stiga skori en hina tvo. 7:35 eftir.3. leikhluti | 38-42: Grindvíkingar komust fyrstir á blað en gestirnir voru fljótir að svara. 9:24 eftir.3. leikhluti | 36-40: Seinni hálfleikur er hafinn og það eru heimamenn sem hefja sókn. 9:59 eftir.2. leikhluti | 36-40: Fyrri hálfleik er lokið og er munurinn fjögur stig gestunum í vil.2. leikhluti | 36-40: Siggi Þorsteinss. skorar og fékk villu að auki, vítið fór ofan í. Leikhlé er síðan tekið þegar 8 sekúndur eru eftir.2. leikhluti | 33-40: Elvar Már Friðriksson svaraði með þriggja stiga körfu og munurinn orðinn 7 stig. 30 sek. eftir.2. leikhluti | 33-37: Enn er skipst á að skora og nú seinast var Clinch Jr. að brjótast í gegnum vörnina og troða með glæsi brag. 1:05 eftir.2. leikhluti | 28-33: Ólafur Ólafsson braust í gegnum vörnina með fallegum snúning og lagði boltann í körfuna. 2:45 eftir.2. leikhluti | 26-33: Leikhlé tekið af Njarðvík þegar 2:54 eru eftir af fjórðungnum.2. leikhluti | 26-32: Nú er skipst á að skora en gestirnir eru að ná að halda Grindvíkingum nokkrum stigum frá sér. 3:46 eftir.2. leikhluti | 21-26: Ólafur Helgi Jónsson fékk galopinn þrist og þá er ekki að spyrja að útkomunni. 5:49 eftir.2. leikhluti | 19-23: Grindvíkingar minnkuðu muninn en Smith Jr. braut sér leið að körfunni, skoraði og fékk villu að auki. Hann nýtti vítið. 7:07 eftir.2. leikhluti | 17-20: Annar fjórðungur hefst eins og sá fyrsti, lítið skorað á upphafsmínútunum. 7:50 eftir.2. leikhluti | 17-20: Annar fjórðungur er hafinn og eru það gestirnir sem eru fyrstir á blað. 9 mín eftir.1. leikhluti | 17-18: Grindvíkingar komust yfir þegar rúmar 10 sekúndur voru eftir af leikhlutanum og gestirnir lögðu af stað í lokaókn fjórðungsins. Þar var brotið í tvígang á Elvari Friðriks sem setti 2 af fjórum vítum niður og fjórðungnum lýkur með eins stigs forystu gestanna.1. leikhluti | 15-16: Grindvíkingar stálu boltanum og í kjölfarið var brotið á Clinch Jr. sem fór á vítalínuna og minnkaði muninn í eitt stig. 50 sek. eftir.1. leikhluti | 13-16: Sigurður Gunnar Þorsteinsson minnkar muninn í þrjú stig af vítalínunni. 1:10 eftir.1. leikhluti | 11-16: Mesti munur hingað til, Hjörtur Hrafn Einarsson hefur skorað tvær þriggja stiga körfur í leiknum. 2:12 eftir.1. leikhluti | 11-13: Heimamenn náðu að jafna í 11-11 en Smith Jr. komst á vítalínuna og sökkti tveimur vítum. 2:55 eftir.1. leikhluti | 9-11: Gestirnir eru að ná að halda Grindvíkingum fyrir aftan sig en liðin skiptas á að skora. 3:40 eftir.1. leikhluti | 6-7: Ólafur Ólafsson braust að körfunni, lagði boltann ofan í og fékk villu að auki en vítaskotið vildi ekki ofan í. 5:04 eftir.1. leikhluti | 4-7: Gestirnir komnir þremur stigum yfir og heyrist meira í áhangendum þeirra þessa stundina. 5:14 eftir.1. leikhluti | 4-2: Lítið skorað á upphafsmínútunum, væntanlega vegna taugatitrings. 6:25 eftir.1. leikhluti | 4-2: Tracy Smith Jr. kemur gestunum á blað eftir að Jóhann Árni Ólafsson setti niður fallegt stökkskot. 7:24 eftir.1. leikhluti | 2-0: Það eru Grindvíkingar sem komast fyrstir á blað og var það Sigurður Gunnar Þorsteinsson sem lagði boltann í körfuna. 8:35 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og eru það heimamenn sem hefja sókn. 9:58 eftir.Fyrir leik: Rúmar sjö mínútur í að leikar hefjist og bæði lið eru komin aftur út á völl eftir að hafa fengið lokaáherslurnar frá þjálfurum sínum og núr er boltinn lagður í körfuna af miklum móð. Það eru væntanlega allir leikmenn tilbúnir í þennan leik enda er hann af stærri gerðinni.Fyrir leik: Stúkan er að fyllast og er það vel. Ég býst við að hitinn í Röstinni verði miklu hærri í kvöld en þessar 24 gráður á celsíus sem stigataflan sýnir núna. Meðal annara er mættur á völlinn Brenton Birmingham sem spilaði fyrir bæði þessi lið við góðann orðstír á sínum tíma.Fyrir leik: Það verður skemmtilegt að fylgjast með einvígi Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar og Tracy Smith Jr. undir körfunni í kvöld. Smith Jr. hefur byrjað vel fyrir grænklædda en í fyrstu tveimur lekjum sínum hefur hann skorað 27 stig að meðaltali og gripið 14,5 fráköst í leik. Sigurður hefur verið drjúgur fyrir Grindvíkinga það sem af er leiktíð með tæp 16 stig og 9 fráköst að meðaltali í leik.Fyrir leik: Liðin hafa unnið alla leiki sína á árinu 2014. Grindavík vann útisigur á toppliði KR og stórsigur á nýliðum Hauka í fyrstu tveimur deildarleikjum ársins en Njarðvík vann yfirburðarsigra á heimavelli sínum á móti bæði KFÍ og Val.Fyrir leik: Grindvíkingar geta komist í undanúrslitin annað árið í röð og í fimmta sinn á sex árum en Njarðvík hefur ekki komist í undanúrslit bikarsins undanfarin fjögur tímabil (Síðast árið 2009).
Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira