Guinness á föstunni Úlfar Linnet skrifar 10. janúar 2014 16:24 Úlfar Linnet. Þegar nýtt ár hefur gengið í garð markar fyrsta líkamsræktarauglýsingin upphaf lengstu föstu nútíma Íslendinga. Í ár ákvað ég að taka þátt. Minnugur þess að hafa dæmt leðurhanska frá tengdaforeldrunum of litla á aðfangadag en dómurinn reyndist vera rangur og var seinna rakin til bjúgmyndunar. Ég hef verið nokkuð duglegur við að hreifa mig og slakað á í lystisemdunum en í dag eru 10 dagar liðnir og komin tími á að losa aðeins um. Gleðja sálina örlítið án þess að kvelja líkamann mikið. Í því samhengi hefur Guinness eiginleika sem koma á óvart. Þrátt fyrir að vera bragðmikill er bjórinn svo hitaeiningasnauður að hann er léttari en Lite. Í hverjum 100 ml af Guinness eru 27 kaloríur borið saman við 29 í venjulegum „lite“ bjórum. Guinnes er kolbikasvartur bjór með rjómakennda froðu. Sérstöðu froðunnar má rekja til þess að í honum er ekki aðeins kolsýra heldur einnig nitur. Þegar bjórnum er helt í glas sleppur allt nitrið út á örskotsstundu og myndar froðuna. Korn ristað á svipaðan máta og kaffibaunir leikur stórt hlutverk í Guinness. Það gefur honum dökkan lit og ilm sem einkennist af ristuðum tónum. Í bragði er ristin aftur í forgrunni og gefur bjórnum í samleik við sýru fyllt bragð. Ástæður þess að bjórinn er hitaeiningasnauðari en flestir bjórar má greina í bragðinu. Hann er mjög þurr (lítið sætur) sem gerir hann snarpan og ferskan. Til eru margar flökkusögur um Guinness. Ein segir að eitt glas af Guinness sé heil máltíð. Í ljósi þess að hvert glas inniheldur 135 kaloríur verður það að teljast ansi lítil máltíð. Svo eftir stendur spurningin, hversu marga Guinnes þarf í heila máltíð? Matur Úlfar Linnet Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið
Þegar nýtt ár hefur gengið í garð markar fyrsta líkamsræktarauglýsingin upphaf lengstu föstu nútíma Íslendinga. Í ár ákvað ég að taka þátt. Minnugur þess að hafa dæmt leðurhanska frá tengdaforeldrunum of litla á aðfangadag en dómurinn reyndist vera rangur og var seinna rakin til bjúgmyndunar. Ég hef verið nokkuð duglegur við að hreifa mig og slakað á í lystisemdunum en í dag eru 10 dagar liðnir og komin tími á að losa aðeins um. Gleðja sálina örlítið án þess að kvelja líkamann mikið. Í því samhengi hefur Guinness eiginleika sem koma á óvart. Þrátt fyrir að vera bragðmikill er bjórinn svo hitaeiningasnauður að hann er léttari en Lite. Í hverjum 100 ml af Guinness eru 27 kaloríur borið saman við 29 í venjulegum „lite“ bjórum. Guinnes er kolbikasvartur bjór með rjómakennda froðu. Sérstöðu froðunnar má rekja til þess að í honum er ekki aðeins kolsýra heldur einnig nitur. Þegar bjórnum er helt í glas sleppur allt nitrið út á örskotsstundu og myndar froðuna. Korn ristað á svipaðan máta og kaffibaunir leikur stórt hlutverk í Guinness. Það gefur honum dökkan lit og ilm sem einkennist af ristuðum tónum. Í bragði er ristin aftur í forgrunni og gefur bjórnum í samleik við sýru fyllt bragð. Ástæður þess að bjórinn er hitaeiningasnauðari en flestir bjórar má greina í bragðinu. Hann er mjög þurr (lítið sætur) sem gerir hann snarpan og ferskan. Til eru margar flökkusögur um Guinness. Ein segir að eitt glas af Guinness sé heil máltíð. Í ljósi þess að hvert glas inniheldur 135 kaloríur verður það að teljast ansi lítil máltíð. Svo eftir stendur spurningin, hversu marga Guinnes þarf í heila máltíð?
Matur Úlfar Linnet Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið