Elliðaárna lifna við í rigningunum Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2014 11:23 Breiðan í Elliðánum gefur oft fína sjóbirtinga á haustinn Mynd: KL Það hefur ekki mikið frést af veiði í Elliðaánum síðustu daga en miklar rigningar síðustu daga hafa heldur betur kveikt í veiðinni. Það einkennilega er að það er gífurleg ásókn í sumardagana í ánni en ekki haustdagana en þá eru oft mestu líkurnar til að ná t.d. í stóru hængana sem hafa sýnt sig í ánni í sumar en ekki tekið agn veiðimanna. Nú er tíminn til að veiða frá Stíflu og upp úr og nota bara flotlínu og litlar flugur þó það sé ekki reglan. Það var það í það minnsta ekki í veiðiferð í ánna í fyrradag hjá Kjartani Lorange og hans veiðifélaga. Þeir sendu okkur smá frétt af veiðinni og það er ekki annað að heyra að það hafi verið gaman við bakkann.Ég var með veiðifélaga mínum Sigurði Magnússyni í morgun í Elliðaánum. Fyrir kl 9 voru 2 laxar komnir á land á Sunray úr Hrauninu 50 cm hrygna og 55 sm hængur sem Sigurður setti í og hálftíma síðar setti ég í tvo laxa í símastreng á lítinn HKA sunray, missti annann en landaði hinum sem var 58 cm nýleg hrygna. Fjörið hélt áfram og í neðri Kistu setti ég í stórann lax sem að var grannt tekinn og lak af eftir stutta en skemmtilega viðureign, Siggi missti síðan 2 í viðbót í efri Kistu og þar rétt fyrir ofan. Á öllum stöðum fyrir ofan Hundasteina var fiskur að elta og sýna sig en tökur voru afar grannar þrátt fyrir ágætis skilyrði. Í Fljótinu tók annar myndarlegur hængur 80+ cm á stórann sunray strippaðann á ljóshraða, hann komst í sefið eftir 15 mínútu viðureign og slapp.Fiskur var á öllum líklegum og ólíklegum stöðum frá Heyvaði og niður í Kistur, Siggi missti laxa á tveim stöðum á leiðinni niður úr og reisti marga. Skemmtilegt var að þrátt fyrir að það er kominn september og allar bækur segi litlar flugur í þessari ágætu á, þá voru þær ekki að gefa neitt í dag, aldrei að segja aldrei! Sannarlega frábær dagur í bæjarlæknum okkar með góðum félaga í skemmtilegum skilyrðum! Þess má geta að nokkuð er af lausum dögum það sem eftir lifir veiðitímabils í Elliðaánum inná vefsölu SVFR. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Það hefur ekki mikið frést af veiði í Elliðaánum síðustu daga en miklar rigningar síðustu daga hafa heldur betur kveikt í veiðinni. Það einkennilega er að það er gífurleg ásókn í sumardagana í ánni en ekki haustdagana en þá eru oft mestu líkurnar til að ná t.d. í stóru hængana sem hafa sýnt sig í ánni í sumar en ekki tekið agn veiðimanna. Nú er tíminn til að veiða frá Stíflu og upp úr og nota bara flotlínu og litlar flugur þó það sé ekki reglan. Það var það í það minnsta ekki í veiðiferð í ánna í fyrradag hjá Kjartani Lorange og hans veiðifélaga. Þeir sendu okkur smá frétt af veiðinni og það er ekki annað að heyra að það hafi verið gaman við bakkann.Ég var með veiðifélaga mínum Sigurði Magnússyni í morgun í Elliðaánum. Fyrir kl 9 voru 2 laxar komnir á land á Sunray úr Hrauninu 50 cm hrygna og 55 sm hængur sem Sigurður setti í og hálftíma síðar setti ég í tvo laxa í símastreng á lítinn HKA sunray, missti annann en landaði hinum sem var 58 cm nýleg hrygna. Fjörið hélt áfram og í neðri Kistu setti ég í stórann lax sem að var grannt tekinn og lak af eftir stutta en skemmtilega viðureign, Siggi missti síðan 2 í viðbót í efri Kistu og þar rétt fyrir ofan. Á öllum stöðum fyrir ofan Hundasteina var fiskur að elta og sýna sig en tökur voru afar grannar þrátt fyrir ágætis skilyrði. Í Fljótinu tók annar myndarlegur hængur 80+ cm á stórann sunray strippaðann á ljóshraða, hann komst í sefið eftir 15 mínútu viðureign og slapp.Fiskur var á öllum líklegum og ólíklegum stöðum frá Heyvaði og niður í Kistur, Siggi missti laxa á tveim stöðum á leiðinni niður úr og reisti marga. Skemmtilegt var að þrátt fyrir að það er kominn september og allar bækur segi litlar flugur í þessari ágætu á, þá voru þær ekki að gefa neitt í dag, aldrei að segja aldrei! Sannarlega frábær dagur í bæjarlæknum okkar með góðum félaga í skemmtilegum skilyrðum! Þess má geta að nokkuð er af lausum dögum það sem eftir lifir veiðitímabils í Elliðaánum inná vefsölu SVFR.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði