Fyrstu myndir af næsta Skoda Fabia Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2014 12:45 Glöggir ljósmyndarar hafa náð myndum af næstu gerð Skoda Fabia. Skoda mun kynna nýja gerð Fabia smábílsins á bílasýningunni í París í október næstkomandi. Skoda hefur engu að síður birt fyrstu myndir af bílnum. Er hér um að ræða þriðju kynslóð þessa vinsæla bíls. Fabia er nú 30 mm lengri á vegi og 90 mm breiðari en núverandi Fabia. Nýi bíllinn fær ytri línur að láni frá keppnisbílum Skoda, enda er hann allur sportlegri á að líta. Mikið ríður á að vel takist til hjá Skoda þar sem Fabia er næstvinsælasti framleiðslubíll fyrirtækisins á eftir Octavia. Skoda framleiddi 939.200 bíla á síðasta ári og ætlar á skömmum tíma að ná að framleiða 1,5 milljónir bíla. Í ljósi þess að sala á Fabia féll um 12% á fyrstu 6 mánuðum þessa árs í Evrópu eru væntingar Skoda manna að sala hans muni aftur ná nýjum hæðum, en þessar sölutölur sýna hversu mikilvægt er að honum verði vel tekið. Ný Fabia mun erfa margt frá nýjum Volkswagen Polo, en eins og kunnugt er fellur Skoda undir Volkswagen bílafjölskylduna. Sami undirvagn verður í Fabia og í Polo og er hann að sjálfsögðu af MQB-gerð, eins og svo margir af nýjum bílum Volkswagen fjölskyldunnar. Sama fjöðrun verður undir bílnum, sem og bremsur og afþreyingarkerfið verður einnig það sama. Vélaúrvalið verður einnig það sama og minnsta vélin aðeins þriggja strokka. Verð nýs Fabia hefur ekki verið gefið upp en núverandi Fabia kostar frá 11.640 Evrum í Þýskalandi, eða 1,8 milljónir. Ódýrasta gerð Fabia í dag hjá Heklu kostar 2.320.000 krónur, svo ekki munar miklu þar á. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent
Skoda mun kynna nýja gerð Fabia smábílsins á bílasýningunni í París í október næstkomandi. Skoda hefur engu að síður birt fyrstu myndir af bílnum. Er hér um að ræða þriðju kynslóð þessa vinsæla bíls. Fabia er nú 30 mm lengri á vegi og 90 mm breiðari en núverandi Fabia. Nýi bíllinn fær ytri línur að láni frá keppnisbílum Skoda, enda er hann allur sportlegri á að líta. Mikið ríður á að vel takist til hjá Skoda þar sem Fabia er næstvinsælasti framleiðslubíll fyrirtækisins á eftir Octavia. Skoda framleiddi 939.200 bíla á síðasta ári og ætlar á skömmum tíma að ná að framleiða 1,5 milljónir bíla. Í ljósi þess að sala á Fabia féll um 12% á fyrstu 6 mánuðum þessa árs í Evrópu eru væntingar Skoda manna að sala hans muni aftur ná nýjum hæðum, en þessar sölutölur sýna hversu mikilvægt er að honum verði vel tekið. Ný Fabia mun erfa margt frá nýjum Volkswagen Polo, en eins og kunnugt er fellur Skoda undir Volkswagen bílafjölskylduna. Sami undirvagn verður í Fabia og í Polo og er hann að sjálfsögðu af MQB-gerð, eins og svo margir af nýjum bílum Volkswagen fjölskyldunnar. Sama fjöðrun verður undir bílnum, sem og bremsur og afþreyingarkerfið verður einnig það sama. Vélaúrvalið verður einnig það sama og minnsta vélin aðeins þriggja strokka. Verð nýs Fabia hefur ekki verið gefið upp en núverandi Fabia kostar frá 11.640 Evrum í Þýskalandi, eða 1,8 milljónir. Ódýrasta gerð Fabia í dag hjá Heklu kostar 2.320.000 krónur, svo ekki munar miklu þar á.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent