Handbolti

Fyrirliðinn og varnarjaxlinn framlengja

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Steinunn og Ásta Birna með Íslandsmeistaratitilinn sem liðið vann síðasta vor.
Steinunn og Ásta Birna með Íslandsmeistaratitilinn sem liðið vann síðasta vor. Mynd/Fram
Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, og SteinunnBjörnsdóttir, besti varnarmaður liðsins, hafa framlengt samninga sína við félagið.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Safamýrarliðinu en ekki er tekið fram hversu langir nýju samningarnir eru.

Leikmennirnir tveir voru báðir mikið meiddir í vetur en Ásta Birna sleit krossband. Þær verða báðar til í slaginn þegar Olís-deildin hefst aftur næsta haust en Íslandsmeistararnir eru úr leik í ár.

Báðar eru þær landsliðskonur en Ásta Birna á að baki 82 landsleiki og Steinunn 14 landsleiki.  Saman eiga þær um 400 leiki fyrir Fram og því gífurleg reynsla sem Framarar halda í liðinu og geta byggt á í kringum yngri og efnilegri leikmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×