Elton John og Donna Summer standa upp úr Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. maí 2014 10:00 Tónlistarmaðurinn Þórir Baldursson verður heiðraður á tónleikum í Hörpu í kvöld. vísir/valli Einn virtasti tónlistarmaður Íslandssögunnar, Þórir Baldursson, fagnar í ár sjötíu ára afmælinu sínu en ferill hans er ótrúlega yfirgripsmikill. Hann lauk prófi úr kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1965 og hefur starfað sem atvinnutónlistarmaður frá 14 ára aldri. Hann hefur samið og útsett aragrúa laga fyrir innlenda og erlenda tónlistarmenn. Á þínum langa og farsæla ferli, hvað stendur upp úr, þegar þú hugsar til baka? „Það er margt sem mér finnst standa upp úr. Ég verð þó að segja Savanna tríóið og það sem ég gerði með Donnu Summer, Grace Jones og auðvitað Elton John,“ segir Þórir Baldursson. Hann vann fjórar plötur með diskódívunni Donnu Summer, tvær plötur með jamaísku söngkonunni Grace Jones og eina plötu með Sir Elton John.Nokkrar þekktar plötur:Savanna Tríóið – Savanna Tríoið 1963Donna Summer – Love to Love You Baby 1975Donna Summer – Love Triology – 1976Donna Summer- Four Seasons of Love 1976Donna Summer - I Remember Yesterday 1977Grace Jones – Fame 1978Grace Jones – Muse 1979Elton John – Victim of Love 1979 Í tilefni afmælis Þóris verður hann heiðraður á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur í kvöld. „Þetta verða nokkuð hefðbundnir stórsveitartónleikar en við förum yfir ferilinn minn og spilum meðal annars fyrsta lagið sem ég samdi,“ segir Þórir. Fyrsta lagið sem Þórir samdi heitir Sunnubraut seytján, en það var einmitt samið á Sunnubraut 17 í Keflavík, þar sem Þórir ólst upp. Hann flutti til Svíþjóðar árið 1970 og til München í Þýskalandi árið 1972 og starfaði þar sem tónlistarmaður. Þá flutti hann seinna meir til Bandaríkjanna en dvaldi þó lengst af í München. „Ég bjó erlendis frá 1970 til 1990 en kom þó heim þarna í millitíðinni í þrjú ár.“ Þórir segir tónlistarlífið á Íslandi hafa breyst töluvert en þó til hins betra. „Það er svo mikið af ungu, hæfileikaríku fólki, sem er komið úr tónlistarskólunum. Það er mikil gróska hér á landi,“ bætir Þórir við. Hann bætir við að hann telji tónlistarmenntunina mjög mikilvæga. „Fólk með hæfileika þarf að útvíkka hæfileikana með því að fara í nám.“ Fyrir utan spilamennskuna, vinnur Þórir við að kenna við Tónlistarskóla FÍH og segist fá mikið út úr því að kenna. Þórir hefur samið eða útsett mörg af fallegustu lögum Íslandssögunnar, áttu þér eitthvert uppáhaldslag? „Ég get ekki gert upp á milli laganna, ég er yfirleitt bara mjög ánægður með þessi íslensku lög sem hafa náð langt,“ segir Þórir. Tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur fara fram í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Þórir mun stjórna hljómsveitinni, spila á Hammond-orgel og útsetja alla efnisskrána, en þar verður komið víða við á löngum og viðburðaríkum ferli hans. Söngvararnir Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens, Ragnar Bjarnason og Sunna Margrét Þórisdóttir koma einnig fram á tónleikunum sem hefjast klukkan 20.30. Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira
Einn virtasti tónlistarmaður Íslandssögunnar, Þórir Baldursson, fagnar í ár sjötíu ára afmælinu sínu en ferill hans er ótrúlega yfirgripsmikill. Hann lauk prófi úr kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1965 og hefur starfað sem atvinnutónlistarmaður frá 14 ára aldri. Hann hefur samið og útsett aragrúa laga fyrir innlenda og erlenda tónlistarmenn. Á þínum langa og farsæla ferli, hvað stendur upp úr, þegar þú hugsar til baka? „Það er margt sem mér finnst standa upp úr. Ég verð þó að segja Savanna tríóið og það sem ég gerði með Donnu Summer, Grace Jones og auðvitað Elton John,“ segir Þórir Baldursson. Hann vann fjórar plötur með diskódívunni Donnu Summer, tvær plötur með jamaísku söngkonunni Grace Jones og eina plötu með Sir Elton John.Nokkrar þekktar plötur:Savanna Tríóið – Savanna Tríoið 1963Donna Summer – Love to Love You Baby 1975Donna Summer – Love Triology – 1976Donna Summer- Four Seasons of Love 1976Donna Summer - I Remember Yesterday 1977Grace Jones – Fame 1978Grace Jones – Muse 1979Elton John – Victim of Love 1979 Í tilefni afmælis Þóris verður hann heiðraður á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur í kvöld. „Þetta verða nokkuð hefðbundnir stórsveitartónleikar en við förum yfir ferilinn minn og spilum meðal annars fyrsta lagið sem ég samdi,“ segir Þórir. Fyrsta lagið sem Þórir samdi heitir Sunnubraut seytján, en það var einmitt samið á Sunnubraut 17 í Keflavík, þar sem Þórir ólst upp. Hann flutti til Svíþjóðar árið 1970 og til München í Þýskalandi árið 1972 og starfaði þar sem tónlistarmaður. Þá flutti hann seinna meir til Bandaríkjanna en dvaldi þó lengst af í München. „Ég bjó erlendis frá 1970 til 1990 en kom þó heim þarna í millitíðinni í þrjú ár.“ Þórir segir tónlistarlífið á Íslandi hafa breyst töluvert en þó til hins betra. „Það er svo mikið af ungu, hæfileikaríku fólki, sem er komið úr tónlistarskólunum. Það er mikil gróska hér á landi,“ bætir Þórir við. Hann bætir við að hann telji tónlistarmenntunina mjög mikilvæga. „Fólk með hæfileika þarf að útvíkka hæfileikana með því að fara í nám.“ Fyrir utan spilamennskuna, vinnur Þórir við að kenna við Tónlistarskóla FÍH og segist fá mikið út úr því að kenna. Þórir hefur samið eða útsett mörg af fallegustu lögum Íslandssögunnar, áttu þér eitthvert uppáhaldslag? „Ég get ekki gert upp á milli laganna, ég er yfirleitt bara mjög ánægður með þessi íslensku lög sem hafa náð langt,“ segir Þórir. Tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur fara fram í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Þórir mun stjórna hljómsveitinni, spila á Hammond-orgel og útsetja alla efnisskrána, en þar verður komið víða við á löngum og viðburðaríkum ferli hans. Söngvararnir Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens, Ragnar Bjarnason og Sunna Margrét Þórisdóttir koma einnig fram á tónleikunum sem hefjast klukkan 20.30.
Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira