Lífið

Teiknar persónur úr alls kyns tölvuleikjum

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Tómas Örn Eyþórsson
Tómas Örn Eyþórsson Vísir/Auðunn
„Ég hef alltaf haft áhuga á tölvuleikjum og þegar ég var yngri þá ýtti ég oft á pásu í leikjunum eða í teiknimyndum, bara til þess að geta teiknað það sem var á skjánum,“ segir Tómas Örn Eyþórsson, nemandi í grafískri hönnun í Myndlistaskólanum á Akureyri.

Á Facebook-síðunni Thomas, graphite teikningar deilir hann myndum af teikningum sínum.

Þegar hann varð eldri hætti hann að teikna eins mikið og sneri sér að íþróttinni tae kwon do sem hann stundaði og keppti í allt fram til ársins 2004.

Þá lenti hann í slysi sem varð til þess að hann þurfti að hætta að iðka íþróttina. Í staðinn fór hann að teikna meira og í dag stundar hann nám í grafískri hönnun og teiknar meðfram því.

Vísir/Auðunn
„Mér finnst ótrúlega gaman að teikna þessar persónur úr leikjunum, sérstaklega þegar ég er að æfa stílinn,“ segir hann, en hann segist þó líka teikna mikið sínar eigin persónur. „Ég er ekkert mikið að deila þeim myndum eins og er, en draumurinn er samt að vinna við að teikna og gera mínar eigin tölvuleikjapersónur,“ segir Tómas. En hann teiknar myndirnar meðal annars upp úr World of Warcraft, Guardians of the Galaxy og Star Wars. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×