Handbolti

Víkingur og Grótta með sigra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bæði lið unnu góða sigra í gær.
Bæði lið unnu góða sigra í gær. Vísir/Gunnlaugur Júlíusson
Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í gær, en þá unnu Víkingur og Grótta bæði mjög stóra sigra á andstæðingum sínum.

Grótta vann Fjölni með 13 marka mun, 29-16, en staðan í hálfleik var 14-8 Gróttu í hag. Viggó Kristjánsson lék á alls oddi og skoraði 13 mörk fyrir Gróttu, en Sveinn Þorgeirsson var atkvæðamestur hjá Fjölni með fimm mörk.

Markaskorarar Gróttu: Viggó Kristjánsson 13, Þorgeir Bjarki Davíðsson 3, Kristján Þór Karlsson 3, Þórir Jökull Finnbogason 2, Aron Heiðar Guðmundsson 2, Aron Valur Jóhannsson 2, Hjalti Már Hjaltason 2, Styrmir Sigurðsson 1 og Aron Dagur Pálsson 1.

Markaskorarar Fjölnis: Sveinn Þorgeirsson 5, Bjarni Ólafsson 4, Brynjar Loftsson 3, Kristján örn Kristjánsson 2, Bergur Snorrason 1 og Sigurður Guðjónsson 1.

Í hinum leiknum vann Víkingur afar þæginlegan sigur á Mílunni. Ekki var mikið skorað í fyrri hálfleik, en staðan var 9-4 í hálfleik. Í síðari hálfleik voru Víkgarnir mun sterkari og unnu að lokum 27-14.

Markaskorarar Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6, Arnar Thedórsson 5, Hjálmar Þór Arnarsson 5, Einar Gauti Ólafsson 4, Hlynur Óttarsson 3, Ægir Hrafn Jónsson 2, Jónas Bragi Hafstenisson 1 og Arne Karl Wehmaeir 1.

Markaskorarar Mílunnar: Atli Kristinsson 4, Guðbjörn Tryggvason 4, Árni Felix Gíslason 3, Magnús Már Magnússon 1, Ingvi Tryggvason 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×