Lífið

Svona geturðu lifað betra kynlífi á árinu 2015

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ragga Eiríks mætti í morgunþátt FM 957 í morgun og fræddi hlustendur um hvernig þeir geta bætt kynlífið á árinu sem gengur senn í garð.

„Á áramótum er það siður margra að spýta í lófana og hysja upp um sig buxurnar, eða niðrum sig buxurnar,“ segir Ragga í meðfylgjandi hljóðbroti og bendir á að margir reyni að bæta sig á einhvern hátt um áramót. Því sé það tilvalið að fólk bæti sig þegar kemur að kynlífinu.

Meðal þess sem Ragga stingur upp á er að pör sem stunda kynlíf sjaldan kaupi sér dagatal og stjörnulímmiða og lími stjörnu á þá daga sem stundað er kynlíf.

„Það er eitthvað smá sexí við það,“ segir Ragga






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.