Lífið

„Selfie“, „hashtag“ og „tweep“ bætt í orðabókina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Gott dæmi um „selfie“ er þessi mynd af Kim Kardashian.
Gott dæmi um „selfie“ er þessi mynd af Kim Kardashian.
150 ný orð og skilgreiningar bættust við í Merriam-Webster-orðabókina í vikunni en það var tilkynnt í gær.

Í fréttatilkynningu segir að nýju orðin endurspegli hraða þróun í tækni nútímans.

„Selfie“ er eitt af þessum orðum en það er skilgreint sem mynd af einstaklingi sem tekin er af honum sjálfum með stafrænni myndavél og er sérstaklega tekin til að setja inn á samfélagsmiðla.

„Hashtag“ er líka komið í orðabókina og þýðir það orð eða frasa sem kemur á eftir #-tákninu til að setja viðeigandi færslu, til dæmis á Twitter, í réttan flokk.

Þá er orðið „tweep“ einnig í orðabókinni en það er notað yfir manneskju sem notar Twitter til að senda og taka á móti tístum.

„Catfish“ er eitt af þessum 150 orðum en það er notað til að lýsa manneskju sem býr til gervisíðu á samfélagsmiðli til að blekkja fólk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.