Segir ekki nei við nýjum tækifærum Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 11. október 2014 10:00 Hafdís Magnúsdóttir og dóttirin Emma Sigrún sem hjálpar mömmu sinni í eldhúsinu Vísir/Stefán Þetta hófst allt með því að ég ákvað að henda út sykri og hveiti þegar ég bauð tengdafjölskyldunni í mat,” segir Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sjúkraliði og þriggja barna móðir, en hún heldur úti sykur- og hveitilausa matarblogginu disukokur.is. “Það er bæði sykursýki eitt og tvö í fjölskyldu mannsins míns og sjálf er ég með vefjagigt. Ég finn talsverðan mun á mínum einkennum þegar ég tek út hveiti og sykur,” útskýrir Hafdís, en hún var hvött til þess að stofna blogg með uppskriftum sínum af Facebook vinum sínum, þar sem hún var dugleg að pósta uppskriftum sínum áður en hún stofnaði bloggið. “Breytingarnar eru fyrst og fremst þær að ég finn mikinn mun á mínum verkjum. En svo finnst mér æðislegt að geta boðið upp á mat og bakkelsi sem ekki hefur áhrif á tannheilsu barna minna. Það er mikill kostur,” útskýrir Hafdís, en segist þó ekki heilög í þessum efnum. “Við fáum okkur alveg keyptan mat sem inniheldur þessa hluti og stundum laugardagsnammi en reynum að halda því í lágmarki.” Bloggið hefur notið gífurlegra vinsælda en bókaútgáfan Óðinsauga hafði samband við Hafdísi í byrjun árs. “Þau höfðu rekist á bloggið mitt og spurðu hvort ég hefði áhuga á að gefa út uppskriftirnar mínar hjá þeim. Þar sem áramótaheitið mitt var að segja ekki nei við nýjum tækifærum ákvað ég að slá til,” segir Hafdís og hlær. Bókin, sem heitir Dísukökur, inniheldur 100 uppskriftir, búðingar, kökur, konfekt, brauð, kex, sultur og allt þar á milli og allt hefur það sameiginlegt að vera án sykurs, hveitis og glútens. “Uppskriftirnar í bókinni henta vel þeim sem eru með sykursýki, glútenóþol og þeim sem eru á LKL en að sjálfsögðu öllum þar á milli sem vilja taka út sykur og hveiti úr mataræðinu en samt fá sér eitthvað ljúffengt,” segir hún að lokum. Heilsa Tengdar fréttir Þetta er það sem gerist í heilanum á þér þegar þú borðar sykur. Dr. Nicole Avena setti saman skemmtilegt myndband sem sýnir þér á einfaldan hátt hvað gerist þegar þú borðar mikinn sykur. 24. september 2014 09:00 Ertu sykurfíkill? Rikka skrifar um sykurfíkn í tilefni átaksins Sykurlaus september. 12. september 2014 09:30 6 matartegundir með földum sykri 6 vinsælar matartegundir sem margir borða reglulega án þess að gera sér grein fyrir hversu mikið magn sykurs þeir eru að innbyrða. 17. september 2014 13:00 Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Þetta hófst allt með því að ég ákvað að henda út sykri og hveiti þegar ég bauð tengdafjölskyldunni í mat,” segir Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sjúkraliði og þriggja barna móðir, en hún heldur úti sykur- og hveitilausa matarblogginu disukokur.is. “Það er bæði sykursýki eitt og tvö í fjölskyldu mannsins míns og sjálf er ég með vefjagigt. Ég finn talsverðan mun á mínum einkennum þegar ég tek út hveiti og sykur,” útskýrir Hafdís, en hún var hvött til þess að stofna blogg með uppskriftum sínum af Facebook vinum sínum, þar sem hún var dugleg að pósta uppskriftum sínum áður en hún stofnaði bloggið. “Breytingarnar eru fyrst og fremst þær að ég finn mikinn mun á mínum verkjum. En svo finnst mér æðislegt að geta boðið upp á mat og bakkelsi sem ekki hefur áhrif á tannheilsu barna minna. Það er mikill kostur,” útskýrir Hafdís, en segist þó ekki heilög í þessum efnum. “Við fáum okkur alveg keyptan mat sem inniheldur þessa hluti og stundum laugardagsnammi en reynum að halda því í lágmarki.” Bloggið hefur notið gífurlegra vinsælda en bókaútgáfan Óðinsauga hafði samband við Hafdísi í byrjun árs. “Þau höfðu rekist á bloggið mitt og spurðu hvort ég hefði áhuga á að gefa út uppskriftirnar mínar hjá þeim. Þar sem áramótaheitið mitt var að segja ekki nei við nýjum tækifærum ákvað ég að slá til,” segir Hafdís og hlær. Bókin, sem heitir Dísukökur, inniheldur 100 uppskriftir, búðingar, kökur, konfekt, brauð, kex, sultur og allt þar á milli og allt hefur það sameiginlegt að vera án sykurs, hveitis og glútens. “Uppskriftirnar í bókinni henta vel þeim sem eru með sykursýki, glútenóþol og þeim sem eru á LKL en að sjálfsögðu öllum þar á milli sem vilja taka út sykur og hveiti úr mataræðinu en samt fá sér eitthvað ljúffengt,” segir hún að lokum.
Heilsa Tengdar fréttir Þetta er það sem gerist í heilanum á þér þegar þú borðar sykur. Dr. Nicole Avena setti saman skemmtilegt myndband sem sýnir þér á einfaldan hátt hvað gerist þegar þú borðar mikinn sykur. 24. september 2014 09:00 Ertu sykurfíkill? Rikka skrifar um sykurfíkn í tilefni átaksins Sykurlaus september. 12. september 2014 09:30 6 matartegundir með földum sykri 6 vinsælar matartegundir sem margir borða reglulega án þess að gera sér grein fyrir hversu mikið magn sykurs þeir eru að innbyrða. 17. september 2014 13:00 Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Þetta er það sem gerist í heilanum á þér þegar þú borðar sykur. Dr. Nicole Avena setti saman skemmtilegt myndband sem sýnir þér á einfaldan hátt hvað gerist þegar þú borðar mikinn sykur. 24. september 2014 09:00
Ertu sykurfíkill? Rikka skrifar um sykurfíkn í tilefni átaksins Sykurlaus september. 12. september 2014 09:30
6 matartegundir með földum sykri 6 vinsælar matartegundir sem margir borða reglulega án þess að gera sér grein fyrir hversu mikið magn sykurs þeir eru að innbyrða. 17. september 2014 13:00