Lífið

Stjórnin elskar að spila á Akureyri

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Sigga Beinteins og hljómsveitin Stjórnin kemur fram á Akureyri um helgina og leikur sín þekkturstu lög.
Sigga Beinteins og hljómsveitin Stjórnin kemur fram á Akureyri um helgina og leikur sín þekkturstu lög. vísir/gva
„Akureyri var alltaf okkar helsta vígi í gamla daga og okkur hefur alltaf þótt alveg ótrúlega gaman að spila á Akureyri og eigum góðar minningar þaðan,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona Stjórnarinnar.

Hún ætlar ásamt félögum sínum í Stjórninni að koma fram á sunnudagskvöldið á Sparitónleikunum á flötinni neðan við Samkomuhúsið á Akureyri. „Við ætlum að spila okkar þekktustu lög, þetta verður einhvers konar útgáfa af afmælistónleikunum okkar sem voru í Háskólabíói í fyrra,“ segir Sigga spurð í tónleikana.

Hún ber Akureyri söguna vel. „Við vorum oft í löngum túrum en það var alltaf svo yndislegt að koma á Akureyri, Sjallinn var alveg frábær staður.“

Stjórnin hefur lítið komið fram að undanförnu, fyrir utan afmælistónleika sveitarinnar í fyrra. „Það er ekkert planað hjá okkur þannig lagað, við höfum verið að spila eitt og eitt gigg en það er aldrei að vita hvað gerist í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×