Aftur á byrjunarreit Þorsteinn Pálsson skrifar 2. ágúst 2014 11:33 Við mat á áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar frá því í júní þarf að hafa í huga það sem á undan er gengið: Auðlindanefnd skilaði sátt um það efni árið 2000 og stjórnarskrárnefnd sem starfaði 2005 til 2007 birti skýrslu um einstök álitaefni. Á síðasta kjörtímabili komu síðan fram tillögur frá þjóðfundi, sérstakri ráðgefandi stjórnlaganefnd og stjórnlagaráði. Þá létu kjósendur álit sitt í ljós með vissum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í hálfan annan áratug hefur því ekki verið skortur á hugmyndum um breytingar, tillögum til breytinga, samanburði við stjórnarskrár erlendra ríkja, þróun þeirra á síðustu árum og nokkuð almennri umræðu bæði fræðilegri og pólitískri. Í því ljósi kemur svolítið spánskt fyrir sjónir að nýja nefndin hefur kosið að líta á hlutverk sitt eins og nú sé rétt að setja starfið enn einu sinni á byrjunarreit. Vinstri stjórninni mistókst að ljúka stjórnarskrármálinu. Í upphafi hafði hún þó sett það á dagskrá sem eitt af höfuðviðfangsefnum sínum. Ástæðan var ekki skortur á tillögum og gagnrýni. Þvert á móti. Ástæðan var heldur ekki naumur þingmeirihluti. Þvert á móti. Skýringin var fyrst og fremst skortur á pólitískri forystu. Þegar til kastanna kom vissi forysta vinstri stjórnarinnar ekki hvað hún vildi í raun og veru og gat því ekki leitt þingmeirihlutann að ákveðinni niðurstöðu. Enn síður hafði hún burði til að brúa bilið yfir til stjórnarandstöðunnar. Málið endaði í útideyfu vegna forystuleysis. Skoðanir stjórnarþingmanna voru ólíkar og áhugi þeirra misjafn. Án forystu gat því aldrei orðið neitt úr neinu. Kominn tími á pólitíska forystuAð þessu virtu hefði því mátt ætla að ný ríkisstjórn sýndi hina hliðina; vissi hvað hún vildi og leitaði hófanna um samstöðu og áfangaskiptingu brýnustu breytinga. Tími pólitískrar forystu var kominn. Þess í stað byrjar ný stjórnarskrárnefnd á áfangaskýrslu sem inniheldur tilvísanir í allt það sem fram hefur komið síðustu fimmtán ár og beinir þeim óskum til þjóðarinnar að taka málið aftur til almennrar opinberrar umræðu án leiðsagnar eða tillögugerðar. Að þessu leyti er málið að mestu í sams konar farvegi og áður. Að vísu er það framför að nýja nefndin hefur tekið fjögur viðfangsefni til skoðunar á undan öðrum. Segja má að þar sé að finna vísi að forgangsröðun. Vinstri stjórnin var of sundruð í málinu til að ná því á það stig. Þótt nefndin hafi sett áfangaskýrsluna fram með þessum hætti er þó lítið hægt að ráða í það hvort hún á pólitískt bakland til þess á Alþingi og í ríkisstjórn. Eftir stendur að hvergi bólar enn á pólitískri leiðsögn eða forystu nema um eitt mikilvægt atriði. Í áfangaskýrslunni kemur sem sagt skýrt fram að stjórnarflokkarnir vilja ekki og ætla ekki að ræða breytingar sem opna möguleika á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fulltrúar þeirra hafna í sérstökum skýringum með öllu að ræða það efni. Með öðrum orðum: Þeir byrja starfið á að útiloka breytingu af því tagi. Það er að sönnu skýr afstaða. En hún er ekki mikið framlag til að koma málinu í annan farveg en vinstri stjórnin skildi við það í. Segja má að stöðubreytingin frá fyrra kjörtímabili felist helst í því að vinstri stjórnin hafði ekki hugmynd um hvað hún vildi en nýja stjórnin veit þó hvað hún vill alls ekki. Merglaus stjórnarandstaðaÍ þessu samhengi er mikilvægt að hafa hugfast að heimild í stjórnarskrá til Evrópusambandsaðildar og skilyrði um það hvernig ákvarðanir þar um skuli teknar hafa ekkert með afstöðu til aðildar að gera. Málið snýst einvörðungu um það hvort möguleikinn á að vera opinn og að fastsetja hvernig taka á slíka ákvörðun. En þröngsýnin er svo mikil að nauðsynlegt er talið að gyrða fyrir þennan möguleika í framtíðinni. Hvaða málstað þjónar það? Hitt vekur ekki síður furðu að viðbrögð stjórnarandstöðuflokkanna við þessari stöðu í stjórnarskrármálinu eru engin. Það er með fádæmum að þingmeirihluti skuli hefja nefndarstarf af þessu tagi með slíkri útilokun að því er tekur til eins stærsta viðfangsefnisins sem til skoðunar er. Og það er fullkomlega merglaus stjórnarandstaða sem lætur slíkt yfir sig ganga án þess að hreyfa legg eða lið. Þetta mergleysi stjórnarandstöðunnar endurspeglar vel ráðleysi vinstri stjórnarinnar sem var. Engin málefnaleg rök eru fyrir því að halda þessu nefndarstarfi áfram ef ríkisstjórnin ætlar að halda fast við þessa fyrirmunun. Stjórnarandstöðuflokkarnir þurfa að skýra út hvers vegna þeir láta slíkt yfir sig ganga. Athyglisvert er að skýrslan hefur legið frammi í meira en mánuð án þess að um þessa nýju taflstöðu hafi farið fram nokkur umræða. En þennan hnút þarf að leysa áður en fleiri áfangaskýrslur verða skrifaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Við mat á áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar frá því í júní þarf að hafa í huga það sem á undan er gengið: Auðlindanefnd skilaði sátt um það efni árið 2000 og stjórnarskrárnefnd sem starfaði 2005 til 2007 birti skýrslu um einstök álitaefni. Á síðasta kjörtímabili komu síðan fram tillögur frá þjóðfundi, sérstakri ráðgefandi stjórnlaganefnd og stjórnlagaráði. Þá létu kjósendur álit sitt í ljós með vissum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í hálfan annan áratug hefur því ekki verið skortur á hugmyndum um breytingar, tillögum til breytinga, samanburði við stjórnarskrár erlendra ríkja, þróun þeirra á síðustu árum og nokkuð almennri umræðu bæði fræðilegri og pólitískri. Í því ljósi kemur svolítið spánskt fyrir sjónir að nýja nefndin hefur kosið að líta á hlutverk sitt eins og nú sé rétt að setja starfið enn einu sinni á byrjunarreit. Vinstri stjórninni mistókst að ljúka stjórnarskrármálinu. Í upphafi hafði hún þó sett það á dagskrá sem eitt af höfuðviðfangsefnum sínum. Ástæðan var ekki skortur á tillögum og gagnrýni. Þvert á móti. Ástæðan var heldur ekki naumur þingmeirihluti. Þvert á móti. Skýringin var fyrst og fremst skortur á pólitískri forystu. Þegar til kastanna kom vissi forysta vinstri stjórnarinnar ekki hvað hún vildi í raun og veru og gat því ekki leitt þingmeirihlutann að ákveðinni niðurstöðu. Enn síður hafði hún burði til að brúa bilið yfir til stjórnarandstöðunnar. Málið endaði í útideyfu vegna forystuleysis. Skoðanir stjórnarþingmanna voru ólíkar og áhugi þeirra misjafn. Án forystu gat því aldrei orðið neitt úr neinu. Kominn tími á pólitíska forystuAð þessu virtu hefði því mátt ætla að ný ríkisstjórn sýndi hina hliðina; vissi hvað hún vildi og leitaði hófanna um samstöðu og áfangaskiptingu brýnustu breytinga. Tími pólitískrar forystu var kominn. Þess í stað byrjar ný stjórnarskrárnefnd á áfangaskýrslu sem inniheldur tilvísanir í allt það sem fram hefur komið síðustu fimmtán ár og beinir þeim óskum til þjóðarinnar að taka málið aftur til almennrar opinberrar umræðu án leiðsagnar eða tillögugerðar. Að þessu leyti er málið að mestu í sams konar farvegi og áður. Að vísu er það framför að nýja nefndin hefur tekið fjögur viðfangsefni til skoðunar á undan öðrum. Segja má að þar sé að finna vísi að forgangsröðun. Vinstri stjórnin var of sundruð í málinu til að ná því á það stig. Þótt nefndin hafi sett áfangaskýrsluna fram með þessum hætti er þó lítið hægt að ráða í það hvort hún á pólitískt bakland til þess á Alþingi og í ríkisstjórn. Eftir stendur að hvergi bólar enn á pólitískri leiðsögn eða forystu nema um eitt mikilvægt atriði. Í áfangaskýrslunni kemur sem sagt skýrt fram að stjórnarflokkarnir vilja ekki og ætla ekki að ræða breytingar sem opna möguleika á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fulltrúar þeirra hafna í sérstökum skýringum með öllu að ræða það efni. Með öðrum orðum: Þeir byrja starfið á að útiloka breytingu af því tagi. Það er að sönnu skýr afstaða. En hún er ekki mikið framlag til að koma málinu í annan farveg en vinstri stjórnin skildi við það í. Segja má að stöðubreytingin frá fyrra kjörtímabili felist helst í því að vinstri stjórnin hafði ekki hugmynd um hvað hún vildi en nýja stjórnin veit þó hvað hún vill alls ekki. Merglaus stjórnarandstaðaÍ þessu samhengi er mikilvægt að hafa hugfast að heimild í stjórnarskrá til Evrópusambandsaðildar og skilyrði um það hvernig ákvarðanir þar um skuli teknar hafa ekkert með afstöðu til aðildar að gera. Málið snýst einvörðungu um það hvort möguleikinn á að vera opinn og að fastsetja hvernig taka á slíka ákvörðun. En þröngsýnin er svo mikil að nauðsynlegt er talið að gyrða fyrir þennan möguleika í framtíðinni. Hvaða málstað þjónar það? Hitt vekur ekki síður furðu að viðbrögð stjórnarandstöðuflokkanna við þessari stöðu í stjórnarskrármálinu eru engin. Það er með fádæmum að þingmeirihluti skuli hefja nefndarstarf af þessu tagi með slíkri útilokun að því er tekur til eins stærsta viðfangsefnisins sem til skoðunar er. Og það er fullkomlega merglaus stjórnarandstaða sem lætur slíkt yfir sig ganga án þess að hreyfa legg eða lið. Þetta mergleysi stjórnarandstöðunnar endurspeglar vel ráðleysi vinstri stjórnarinnar sem var. Engin málefnaleg rök eru fyrir því að halda þessu nefndarstarfi áfram ef ríkisstjórnin ætlar að halda fast við þessa fyrirmunun. Stjórnarandstöðuflokkarnir þurfa að skýra út hvers vegna þeir láta slíkt yfir sig ganga. Athyglisvert er að skýrslan hefur legið frammi í meira en mánuð án þess að um þessa nýju taflstöðu hafi farið fram nokkur umræða. En þennan hnút þarf að leysa áður en fleiri áfangaskýrslur verða skrifaðar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun