Mikil umræða um hvort „Emoji" sé spenntar greipar eða „gef mér fimmu“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 31. júlí 2014 16:19 Hér má sjá skjáskot úr frétt ABC um málið. Mikil umræða fer nú fram í erlendum fjölmiðlum og á samskiptamiðlum um hvort að nýtt merki - svokallað Emoji - sem nota má í netsamskiptum sýni spenntar greipar eða tvær hendur að „gefa fimmu“. Fyrirtækið Unicode, sem starfar með Apple, sérhæfir sig í hönnun Emoji-merkjanna sem eru mikið notuð af fólki á samskiptamiðlum. Emoji-merkin eru litlar myndir sem nota má til að sýna ákveðnar tilfinningar eða koma tilteknum skilaboðum á framfæri. Í gær fjallaði fréttastofa ABC um málið og í frétt hennar var því haldið fram að þetta umdeilda Emoji-merki væri í raun tvær hendur að „gefa fimmu“. Vefsíðan Gawker birti umfjöllun um málið og þar kom fram að frétt ABC væri röng - þetta væru spenntar greipar og í greinninni voru færð nokkur mismunandi rök tekin fram fyrir því. Fyrr í mánuðinum fjallaði vefurinn Desert-news um málið og birti tíst mikils fjölda manns sem deildu um hvað þetta Emoji-merki þýddi í raun. Já, þetta virðist skipta marga miklu máli, eins og má sjá hér að neðan. Líklega mun þó merking þessa Emoji-merkis ráðast af því hvað hverjum og einum finnst. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mikil umræða fer nú fram í erlendum fjölmiðlum og á samskiptamiðlum um hvort að nýtt merki - svokallað Emoji - sem nota má í netsamskiptum sýni spenntar greipar eða tvær hendur að „gefa fimmu“. Fyrirtækið Unicode, sem starfar með Apple, sérhæfir sig í hönnun Emoji-merkjanna sem eru mikið notuð af fólki á samskiptamiðlum. Emoji-merkin eru litlar myndir sem nota má til að sýna ákveðnar tilfinningar eða koma tilteknum skilaboðum á framfæri. Í gær fjallaði fréttastofa ABC um málið og í frétt hennar var því haldið fram að þetta umdeilda Emoji-merki væri í raun tvær hendur að „gefa fimmu“. Vefsíðan Gawker birti umfjöllun um málið og þar kom fram að frétt ABC væri röng - þetta væru spenntar greipar og í greinninni voru færð nokkur mismunandi rök tekin fram fyrir því. Fyrr í mánuðinum fjallaði vefurinn Desert-news um málið og birti tíst mikils fjölda manns sem deildu um hvað þetta Emoji-merki þýddi í raun. Já, þetta virðist skipta marga miklu máli, eins og má sjá hér að neðan. Líklega mun þó merking þessa Emoji-merkis ráðast af því hvað hverjum og einum finnst.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira