Tveir lífeyrissjóðir eiga í öllum félögum á Aðallista Kauphallarinnar Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. febrúar 2014 07:00 Spáð í spilin. Frá morgunverðarfundi sem haldinn var í nóvember síðastliðnum um lífeyrissjóðina og atvinnulífið. Fréttablaðið/GVA Samtals eiga lífeyrissjóðir landsins, beint og óbeint, að minnsta kosti 37,44 prósent hlutafjár íslenskra félaga sem skráð eru á Aðallista Kauphallar Íslands (Nasdaq OMX Iceland). Umsvifin hafa aukist töluvert á einu ári, en í ársbyrjun í fyrra var frá því greint að sjóðirnir ættu um 29 prósent af heildarvirði skráðra hlutabréfa á listanum. Líkast til er eignarhlutur sjóðanna eitthvað stærri því í samantektinni er einungis horft til skráningar á lista yfir 20 stærstu eigendur hvers félags, eins og hún var um síðustu mánaðamót. Einhverjir sjóðir gætu átt smærri hlut sem ekki nær á listann, auk þess sem ekki er tekið tillit til eignar í hlutabréfasjóðum.Langmest eiga lífeyrissjóðir í N1, eða 60,4 prósent hlutafjár. Þar á eftir koma svo Icelandair og Vodafone þar sem sjóðirnir eiga 46,8 og 45,1 prósent. Minnst er eign þeirra í VÍS, 17,4 prósent. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hvetur lífeyrissjóði til að endurskoða hvernig þeir koma að eigendaaðhaldi fyrirtækja. Þess sé þörf í ljósi aukinna umsvifa þeirra innanlands vegna gjaldeyrishafta. Hætt sé við að halli á samkeppnisumhverfið ef eigendaaðhald er ónógt með fyrirtækjum. Eins þurfi að hafa sérstaka gát á eignarhaldi félaga sem eiga í samkeppni, en yfirferð á lista yfir 20 stærstu leiðir í ljós að sex lífeyrissjóðir eiga bæði í TM og VÍS í Kauphöllinni. Þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna meðal stærstu eigenda. Þá eiga tveir lífeyrissjóðir í öllum íslensku félögunum sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar. Tengdar fréttir Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Áætla má beinan kostnað vegna beiðna fyrirækja um undanþágur frá höftum. Frá og með 2009 hafa um 3.700 fyrirtæki sótt um undanþágu. Erfitt er að setja mælistiku á kostnað þjóðfélagsins við viðvarandi gjaldeyrishöft. 29. janúar 2014 07:00 Þróunarfyrirtæki á hraðri leið úr landi Lítil virkni er orðin í íslenskum félögum sem stofnuð voru um útrás á sviði virkjana og jarðvarma. Gjaldeyrishöft hrekja starfsemina úr landi því erlendir fjárfestar stíga ekki fæti inn fyrir höft. Fólk með sérhæfða þekkingu finnur samt vinnu víða. 30. janúar 2014 07:00 Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15 Í haftaumhverfi þurfa lífeyrissjóðir að gæta að sér Eftir því sem gjaldeyrishöft eru lengur í gildi fækkar fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna. Áhætta eykst í rekstri þeirra og dregur úr ávöxtun. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir höftin til þess fallin að vega að samkeppni. 5. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Sjá meira
Samtals eiga lífeyrissjóðir landsins, beint og óbeint, að minnsta kosti 37,44 prósent hlutafjár íslenskra félaga sem skráð eru á Aðallista Kauphallar Íslands (Nasdaq OMX Iceland). Umsvifin hafa aukist töluvert á einu ári, en í ársbyrjun í fyrra var frá því greint að sjóðirnir ættu um 29 prósent af heildarvirði skráðra hlutabréfa á listanum. Líkast til er eignarhlutur sjóðanna eitthvað stærri því í samantektinni er einungis horft til skráningar á lista yfir 20 stærstu eigendur hvers félags, eins og hún var um síðustu mánaðamót. Einhverjir sjóðir gætu átt smærri hlut sem ekki nær á listann, auk þess sem ekki er tekið tillit til eignar í hlutabréfasjóðum.Langmest eiga lífeyrissjóðir í N1, eða 60,4 prósent hlutafjár. Þar á eftir koma svo Icelandair og Vodafone þar sem sjóðirnir eiga 46,8 og 45,1 prósent. Minnst er eign þeirra í VÍS, 17,4 prósent. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hvetur lífeyrissjóði til að endurskoða hvernig þeir koma að eigendaaðhaldi fyrirtækja. Þess sé þörf í ljósi aukinna umsvifa þeirra innanlands vegna gjaldeyrishafta. Hætt sé við að halli á samkeppnisumhverfið ef eigendaaðhald er ónógt með fyrirtækjum. Eins þurfi að hafa sérstaka gát á eignarhaldi félaga sem eiga í samkeppni, en yfirferð á lista yfir 20 stærstu leiðir í ljós að sex lífeyrissjóðir eiga bæði í TM og VÍS í Kauphöllinni. Þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna meðal stærstu eigenda. Þá eiga tveir lífeyrissjóðir í öllum íslensku félögunum sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar.
Tengdar fréttir Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Áætla má beinan kostnað vegna beiðna fyrirækja um undanþágur frá höftum. Frá og með 2009 hafa um 3.700 fyrirtæki sótt um undanþágu. Erfitt er að setja mælistiku á kostnað þjóðfélagsins við viðvarandi gjaldeyrishöft. 29. janúar 2014 07:00 Þróunarfyrirtæki á hraðri leið úr landi Lítil virkni er orðin í íslenskum félögum sem stofnuð voru um útrás á sviði virkjana og jarðvarma. Gjaldeyrishöft hrekja starfsemina úr landi því erlendir fjárfestar stíga ekki fæti inn fyrir höft. Fólk með sérhæfða þekkingu finnur samt vinnu víða. 30. janúar 2014 07:00 Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15 Í haftaumhverfi þurfa lífeyrissjóðir að gæta að sér Eftir því sem gjaldeyrishöft eru lengur í gildi fækkar fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna. Áhætta eykst í rekstri þeirra og dregur úr ávöxtun. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir höftin til þess fallin að vega að samkeppni. 5. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Sjá meira
Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Áætla má beinan kostnað vegna beiðna fyrirækja um undanþágur frá höftum. Frá og með 2009 hafa um 3.700 fyrirtæki sótt um undanþágu. Erfitt er að setja mælistiku á kostnað þjóðfélagsins við viðvarandi gjaldeyrishöft. 29. janúar 2014 07:00
Þróunarfyrirtæki á hraðri leið úr landi Lítil virkni er orðin í íslenskum félögum sem stofnuð voru um útrás á sviði virkjana og jarðvarma. Gjaldeyrishöft hrekja starfsemina úr landi því erlendir fjárfestar stíga ekki fæti inn fyrir höft. Fólk með sérhæfða þekkingu finnur samt vinnu víða. 30. janúar 2014 07:00
Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15
Í haftaumhverfi þurfa lífeyrissjóðir að gæta að sér Eftir því sem gjaldeyrishöft eru lengur í gildi fækkar fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna. Áhætta eykst í rekstri þeirra og dregur úr ávöxtun. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir höftin til þess fallin að vega að samkeppni. 5. febrúar 2014 07:00