Handbolti

Svavar: Þær voru lélegar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þjálfarar ÍBV súrir á svip.
Þjálfarar ÍBV súrir á svip. vísir/valli
Svavar Vignisson, annar þjálfara ÍBV, átti ekki til orð yfir frammistöðu sinna manna í leiknum gegn Val í kvöld.

Valur vann ÍBV, 27-20, í fjórðungsúrslitum Coca-Cola bikarkeppni kvenna eins og fjallað er um hér fyrir neðan.

Valskonur fóru mikinn í upphafi seinni hálfleiks og gerðu þá út um leikinn. Svavar sagðist hafa skammast sín fyrir frammistöðu leikmannanna.

„Ég hef aldrei séð liðið svona. Við erum með atvinnumann sem hefur verið einn af okkar lykilmönnum og hún [Vera Lopes] mætti aldrei í þennan leik. Hún hlýtur að hafa tapað tíu boltum í kvöld en hún hefur verið okkar hættulegasti leikmaður ásamt Ester [Óskarsdóttur],“ sagði Svavar.

„En hún var langt frá því að vera í þeim klassa sem hún hefur verið í hingað til. Hinn erlendi leikmaðurinn okkar [línumaðurinn Telma Amado] var líka léleg í kvöld. Það er óþarfi að sykurhúða það eitthvað. Allt liðið í seinni hálfleik var bara mjög lélegt.“


Tengdar fréttir

Stefán: Fengum lánaðan Austin Mini

Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, var hæstánægður með öruggan sigur síns liðs á ÍBV í fjórðungsúrslitum Coca-Cola bikar kvenna i kvöld, 27-20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×