Söngkonan Selena Gomez, fyrrverandi kærasta poppprinsins Justin Bieber, skráði sig í meðferð á meðferðarstofnuninni Dawn at The Meadows í Arizona í Bandaríkjunum í laumi í byrjun janúar.
Vandamál Selenu er ekki vímuefnanotkun heldur fór hún í meðferð til að ná áttum að sögn heimildarmanns tímaritsins Us Weekly.
Selena eyddi tveimur vikum á meðferðarstofnunni en hún aflýsti tónleikaröð í Ástralíu til að hugsa um sjálfa sig.
Stalst í meðferð
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
