Ódýrast að eiga Mazda og Lexus Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2014 11:45 Mazda stóð sig best allra framleiðenda í flokki ódýrari bíla. Reynsluakstur bíla gefur ökumönnum ágæta hugmynd um hvað bílar eru bestir í akstri, en segir lítið um hvernig þeir munu reynast í framtíðinni. Því hefur Kelley Blue Book í Bandaríkjunum lengi rannsakað hvaða bílar reynast best við 5 ára eignarhald. Nýjustu niðurstöður þeirra sýna að bestu kaupin eru í Mazda bílum í ódýrari flokki bíla og Lexus í lúxusbílaflokki. Af bandarísku framleiðendunum stóðu bílar General Motors sig vel með bílana Chevrolet Spark og Spark EV tvinnbílinn, Chevrolet Camaro SS og ZL1. Toyota vann líka marga flokka bíla með bílgerðunum Corolla, Prius, Tacoma og Lexus LS og RX. Afskriftir og eldsneytiskostnaður spilar stór hlutverk við mat á bílunum í könnun Kelley Blue Book, en einnig fjármögnunarkostir, tryggingakostnaður, viðgerðarkostnaður og viðhald og þau gjöld sem greiða þarf af hverjum bíl. Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent
Reynsluakstur bíla gefur ökumönnum ágæta hugmynd um hvað bílar eru bestir í akstri, en segir lítið um hvernig þeir munu reynast í framtíðinni. Því hefur Kelley Blue Book í Bandaríkjunum lengi rannsakað hvaða bílar reynast best við 5 ára eignarhald. Nýjustu niðurstöður þeirra sýna að bestu kaupin eru í Mazda bílum í ódýrari flokki bíla og Lexus í lúxusbílaflokki. Af bandarísku framleiðendunum stóðu bílar General Motors sig vel með bílana Chevrolet Spark og Spark EV tvinnbílinn, Chevrolet Camaro SS og ZL1. Toyota vann líka marga flokka bíla með bílgerðunum Corolla, Prius, Tacoma og Lexus LS og RX. Afskriftir og eldsneytiskostnaður spilar stór hlutverk við mat á bílunum í könnun Kelley Blue Book, en einnig fjármögnunarkostir, tryggingakostnaður, viðgerðarkostnaður og viðhald og þau gjöld sem greiða þarf af hverjum bíl.
Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent