Íslandsmet sett í 4x100 skriðsundi í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. apríl 2014 12:50 Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í dag Vísir/Getty Fyrsta skráða Íslandsmetið í 4x100 skriðsundi kom í dag en tveir riðlar voru í greininni. Sigurvegari fyrri riðilsins, C sveit SH setti Íslandsmet á tímanum 3:48,17 en sveitina skipuðu þau Predrag Milos, Kolbeinn Hrafnkelsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Snjólaug Tinna Hansdóttir. Í seinni riðlunum var Íslandsmetið svo bætt þegar A sveit SH synti tímanum 3:42,86. Sveitina skipuðu þau Aron Örn Stefánsson, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Karen Sif Vilhjálmsdóttir og Ingibjörg K. Jónsdóttir. B sveit ÍRB synti á tímanum 4:21,25 sem skráist sem pilta/stúlkna met en sveitina skipuðu þau Eiríkur Ingi Ólafsson, Karen Mist Arngeirsdóttir, Bjarndís Sól Helenudóttir og Ingi Þór Ólafsson. 100m skriðsund kvenna verður fyrsta grein í úrslitum. Bryndís Rún Hansen, Ingibjörg K. Jónsdóttir og Karen Sif Vilhjálmsdóttir náðu þremur bestu tímunum inn í úrslitin og eru mjög jafnar fyrir úrslitin. í 100m baksundi kvenna syndir Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi og reynir að bæta Íslandsmet sitt í greininni í dag sem upphaflega var sett í Danmörku fyrir ári síðan. Eygló jafnaði met sitt í gær þegar hún tók fyrsta sprett í boðsundi er hún kom í mark á tímanum 1:01,08. Í karlaflokki verður barátta milli Kristins Þórarinssonar og Davíð Hildibergs Aðalsteinssonar en sá síðarnefndi hefur æft og keppt í Bandaríkjunum síðustu ár. Það verður fróðlegt að sjá þessa menn keppast en Kristinn hefur haft töluverða yfirburði í baksundi undanfarin ár. Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í 50m bringusundi þar sem hún freistast til að bæta eigið Íslandsmet í 50m bringusundi sem er 31,37 frá því í fyrra. Í sömu grein syndir Karen Mist Arngeirsdóttir, ÍRB en hún bætti telpnametið í morgun, 35,50 en fyrra metið setti hún á föstudaginn. Í 400m fjórsundi kvenna syndir Jóhanna Gerða Gústafsdóttir en hún stefnir að því að bæta Íslandsmetið sitt í dag. Metið er 4:53,70 en hún synti nokkuð rólega í undanrásunum og var ekkert að keyra sig út. í 50m flugsundi syndir Bryndís Rún Hansen en hún synti í undanrásum á 27,49, aðeins 0.17 sekúndum frá Íslandsmeti Söruh Blake Bateman frá því á ÍM50 2012. Sund Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Fyrsta skráða Íslandsmetið í 4x100 skriðsundi kom í dag en tveir riðlar voru í greininni. Sigurvegari fyrri riðilsins, C sveit SH setti Íslandsmet á tímanum 3:48,17 en sveitina skipuðu þau Predrag Milos, Kolbeinn Hrafnkelsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Snjólaug Tinna Hansdóttir. Í seinni riðlunum var Íslandsmetið svo bætt þegar A sveit SH synti tímanum 3:42,86. Sveitina skipuðu þau Aron Örn Stefánsson, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Karen Sif Vilhjálmsdóttir og Ingibjörg K. Jónsdóttir. B sveit ÍRB synti á tímanum 4:21,25 sem skráist sem pilta/stúlkna met en sveitina skipuðu þau Eiríkur Ingi Ólafsson, Karen Mist Arngeirsdóttir, Bjarndís Sól Helenudóttir og Ingi Þór Ólafsson. 100m skriðsund kvenna verður fyrsta grein í úrslitum. Bryndís Rún Hansen, Ingibjörg K. Jónsdóttir og Karen Sif Vilhjálmsdóttir náðu þremur bestu tímunum inn í úrslitin og eru mjög jafnar fyrir úrslitin. í 100m baksundi kvenna syndir Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi og reynir að bæta Íslandsmet sitt í greininni í dag sem upphaflega var sett í Danmörku fyrir ári síðan. Eygló jafnaði met sitt í gær þegar hún tók fyrsta sprett í boðsundi er hún kom í mark á tímanum 1:01,08. Í karlaflokki verður barátta milli Kristins Þórarinssonar og Davíð Hildibergs Aðalsteinssonar en sá síðarnefndi hefur æft og keppt í Bandaríkjunum síðustu ár. Það verður fróðlegt að sjá þessa menn keppast en Kristinn hefur haft töluverða yfirburði í baksundi undanfarin ár. Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í 50m bringusundi þar sem hún freistast til að bæta eigið Íslandsmet í 50m bringusundi sem er 31,37 frá því í fyrra. Í sömu grein syndir Karen Mist Arngeirsdóttir, ÍRB en hún bætti telpnametið í morgun, 35,50 en fyrra metið setti hún á föstudaginn. Í 400m fjórsundi kvenna syndir Jóhanna Gerða Gústafsdóttir en hún stefnir að því að bæta Íslandsmetið sitt í dag. Metið er 4:53,70 en hún synti nokkuð rólega í undanrásunum og var ekkert að keyra sig út. í 50m flugsundi syndir Bryndís Rún Hansen en hún synti í undanrásum á 27,49, aðeins 0.17 sekúndum frá Íslandsmeti Söruh Blake Bateman frá því á ÍM50 2012.
Sund Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira