Hvað gera verslunarmenn um verslunarmannahelgi? 28. júlí 2014 13:30 Bára, Guðmundur, Sara, Kormákur og Svava. Verslunarmannahelgi er helgin á undan frídegi verslunarmanna, fyrsta mánudegi ágústmánaðar, sem er almennur frídagur á Íslandi. Helgin er mikil ferðahelgi meðal Íslendinga og haldnar eru útihátíðir víða um landið. Á Wikipediu kemur fram að upphaflega var frídegi verslunarmanna komið á af Verslunarmannafélagi Reykjavíkur: „Hann var ætlaður starfsfólki verslana að danskri fyrirmynd, en þá var ekki gert ráð fyrir neinu sérstöku orlofi starfsfólks. Fyrsti frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur í Reykjavík 13. september árið 1894 nokkrum árum síðar var hann fluttur að byrjun ágúst. Verslunarmannafélagið hefur frá upphafi staðið fyrir sérstakri hátíðardagskrá þennan dag. Vegna þess að frídagur verslunarmanna fellur á mánudag eftir helgi verður þar með til löng helgi. Mikinn hluta 20. aldar var þetta mesta ferðahelgi ársins og ýmsar hátíðardagskrár víða um land voru felldar saman við hana, s.s. þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Svipað „upphaf sumarfría“ er til um allan heim og er arfur frá þeim tíma þegar allt verkafólk í einu landi tók orlof á nánast sama tíma.“ Við hringdum í nokkra hressa verslunarmenn og forvitnuðumst um hvernig helgin, sem er jú tileinkuð þeim, færi fram og hvað þeir ætluðu sér að gera.Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC.Vísir/Valli„Ég ætla að njóta þess að vera í fríi og fara upp í Grímsnes í sumarbústað. Þar keppi ég í tveimur golfmótum, NTC-open og móti sem kallast Lamb og rautt mótið á Kiðjabergi. Ég hef mikinn áhuga á að bæta mig sem kylfing og það mun örugglega gerast einhvern tímann. Annars er alltaf gott veður í Grímsnesinu, þannig að það er skemmtileg helgi handan við hornið hjá mér.“Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC.Kormákur Geirharðsson, annar eigenda herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.Mynd/Einkasafn„Ég ætla kannski til Eyja en geri það samt líklega ekki, mig langar mikið að sjá Quarashi en það á eftir að koma í ljós. Annars held ég að ég finni mér góðan félagsskap sem kann að elda og reyni að gera einhvers konar átveislu. Mér hefur aldrei þótt leiðinlegt að borða mikið og gott og þá skiptir veðrið líka engu máli.“Kormákur Geirharðsson, annar eigenda herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Jör.Vísir/Valli„Ég verð í veiði, fiskveiði nánar tiltekið, fyrir norðan. Þar verð ég með fjölskyldunni og tek mér smá frí frá amstrinu. Annars banna ég öllu mínu starfsfólki að fara á Þjóðhátíð, það er hrikalegt fyrir ímynd fyrirtækisins.“Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Jör.Bára Hólmgeirsdóttir í versluninni AfturVísir/Anton Brink„Ég er tilneydd til að vera í bænum. Ég er svo lítið fyrir tjaldstæði, en var hins vegar að gera upp íbúðina mína sem mér finnst talsvert vænni gistikostur. Ég er líka meira en til í að taka á móti gestum og gangandi heima hjá mér, í 101 Reykjavík.“Bára Hólmgeirsdóttir í versluninni Aftur.Sara María Júlíudóttir, verslunarstjóri Kirsuberjatrésins.Vísir/Stefán„Það er náttúrulega alltaf margt í gangi hjá mér og ég geri ráð fyrir að endanleg ákvörðun verði ekki tekin fyrr en ég legg í hann, en mig langar út í Flatey. Svo langar mig að komast í hestaferð – en fyrst og fremst langar mig í þyrluferð, og ef einhver býður þá er ég mega til.“Sara María Júlíudóttir, verslunarstjóri Kirsuberjatrésins. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Verslunarmannahelgi er helgin á undan frídegi verslunarmanna, fyrsta mánudegi ágústmánaðar, sem er almennur frídagur á Íslandi. Helgin er mikil ferðahelgi meðal Íslendinga og haldnar eru útihátíðir víða um landið. Á Wikipediu kemur fram að upphaflega var frídegi verslunarmanna komið á af Verslunarmannafélagi Reykjavíkur: „Hann var ætlaður starfsfólki verslana að danskri fyrirmynd, en þá var ekki gert ráð fyrir neinu sérstöku orlofi starfsfólks. Fyrsti frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur í Reykjavík 13. september árið 1894 nokkrum árum síðar var hann fluttur að byrjun ágúst. Verslunarmannafélagið hefur frá upphafi staðið fyrir sérstakri hátíðardagskrá þennan dag. Vegna þess að frídagur verslunarmanna fellur á mánudag eftir helgi verður þar með til löng helgi. Mikinn hluta 20. aldar var þetta mesta ferðahelgi ársins og ýmsar hátíðardagskrár víða um land voru felldar saman við hana, s.s. þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Svipað „upphaf sumarfría“ er til um allan heim og er arfur frá þeim tíma þegar allt verkafólk í einu landi tók orlof á nánast sama tíma.“ Við hringdum í nokkra hressa verslunarmenn og forvitnuðumst um hvernig helgin, sem er jú tileinkuð þeim, færi fram og hvað þeir ætluðu sér að gera.Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC.Vísir/Valli„Ég ætla að njóta þess að vera í fríi og fara upp í Grímsnes í sumarbústað. Þar keppi ég í tveimur golfmótum, NTC-open og móti sem kallast Lamb og rautt mótið á Kiðjabergi. Ég hef mikinn áhuga á að bæta mig sem kylfing og það mun örugglega gerast einhvern tímann. Annars er alltaf gott veður í Grímsnesinu, þannig að það er skemmtileg helgi handan við hornið hjá mér.“Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC.Kormákur Geirharðsson, annar eigenda herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.Mynd/Einkasafn„Ég ætla kannski til Eyja en geri það samt líklega ekki, mig langar mikið að sjá Quarashi en það á eftir að koma í ljós. Annars held ég að ég finni mér góðan félagsskap sem kann að elda og reyni að gera einhvers konar átveislu. Mér hefur aldrei þótt leiðinlegt að borða mikið og gott og þá skiptir veðrið líka engu máli.“Kormákur Geirharðsson, annar eigenda herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Jör.Vísir/Valli„Ég verð í veiði, fiskveiði nánar tiltekið, fyrir norðan. Þar verð ég með fjölskyldunni og tek mér smá frí frá amstrinu. Annars banna ég öllu mínu starfsfólki að fara á Þjóðhátíð, það er hrikalegt fyrir ímynd fyrirtækisins.“Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Jör.Bára Hólmgeirsdóttir í versluninni AfturVísir/Anton Brink„Ég er tilneydd til að vera í bænum. Ég er svo lítið fyrir tjaldstæði, en var hins vegar að gera upp íbúðina mína sem mér finnst talsvert vænni gistikostur. Ég er líka meira en til í að taka á móti gestum og gangandi heima hjá mér, í 101 Reykjavík.“Bára Hólmgeirsdóttir í versluninni Aftur.Sara María Júlíudóttir, verslunarstjóri Kirsuberjatrésins.Vísir/Stefán„Það er náttúrulega alltaf margt í gangi hjá mér og ég geri ráð fyrir að endanleg ákvörðun verði ekki tekin fyrr en ég legg í hann, en mig langar út í Flatey. Svo langar mig að komast í hestaferð – en fyrst og fremst langar mig í þyrluferð, og ef einhver býður þá er ég mega til.“Sara María Júlíudóttir, verslunarstjóri Kirsuberjatrésins.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira