Hvað gera verslunarmenn um verslunarmannahelgi? 28. júlí 2014 13:30 Bára, Guðmundur, Sara, Kormákur og Svava. Verslunarmannahelgi er helgin á undan frídegi verslunarmanna, fyrsta mánudegi ágústmánaðar, sem er almennur frídagur á Íslandi. Helgin er mikil ferðahelgi meðal Íslendinga og haldnar eru útihátíðir víða um landið. Á Wikipediu kemur fram að upphaflega var frídegi verslunarmanna komið á af Verslunarmannafélagi Reykjavíkur: „Hann var ætlaður starfsfólki verslana að danskri fyrirmynd, en þá var ekki gert ráð fyrir neinu sérstöku orlofi starfsfólks. Fyrsti frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur í Reykjavík 13. september árið 1894 nokkrum árum síðar var hann fluttur að byrjun ágúst. Verslunarmannafélagið hefur frá upphafi staðið fyrir sérstakri hátíðardagskrá þennan dag. Vegna þess að frídagur verslunarmanna fellur á mánudag eftir helgi verður þar með til löng helgi. Mikinn hluta 20. aldar var þetta mesta ferðahelgi ársins og ýmsar hátíðardagskrár víða um land voru felldar saman við hana, s.s. þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Svipað „upphaf sumarfría“ er til um allan heim og er arfur frá þeim tíma þegar allt verkafólk í einu landi tók orlof á nánast sama tíma.“ Við hringdum í nokkra hressa verslunarmenn og forvitnuðumst um hvernig helgin, sem er jú tileinkuð þeim, færi fram og hvað þeir ætluðu sér að gera.Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC.Vísir/Valli„Ég ætla að njóta þess að vera í fríi og fara upp í Grímsnes í sumarbústað. Þar keppi ég í tveimur golfmótum, NTC-open og móti sem kallast Lamb og rautt mótið á Kiðjabergi. Ég hef mikinn áhuga á að bæta mig sem kylfing og það mun örugglega gerast einhvern tímann. Annars er alltaf gott veður í Grímsnesinu, þannig að það er skemmtileg helgi handan við hornið hjá mér.“Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC.Kormákur Geirharðsson, annar eigenda herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.Mynd/Einkasafn„Ég ætla kannski til Eyja en geri það samt líklega ekki, mig langar mikið að sjá Quarashi en það á eftir að koma í ljós. Annars held ég að ég finni mér góðan félagsskap sem kann að elda og reyni að gera einhvers konar átveislu. Mér hefur aldrei þótt leiðinlegt að borða mikið og gott og þá skiptir veðrið líka engu máli.“Kormákur Geirharðsson, annar eigenda herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Jör.Vísir/Valli„Ég verð í veiði, fiskveiði nánar tiltekið, fyrir norðan. Þar verð ég með fjölskyldunni og tek mér smá frí frá amstrinu. Annars banna ég öllu mínu starfsfólki að fara á Þjóðhátíð, það er hrikalegt fyrir ímynd fyrirtækisins.“Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Jör.Bára Hólmgeirsdóttir í versluninni AfturVísir/Anton Brink„Ég er tilneydd til að vera í bænum. Ég er svo lítið fyrir tjaldstæði, en var hins vegar að gera upp íbúðina mína sem mér finnst talsvert vænni gistikostur. Ég er líka meira en til í að taka á móti gestum og gangandi heima hjá mér, í 101 Reykjavík.“Bára Hólmgeirsdóttir í versluninni Aftur.Sara María Júlíudóttir, verslunarstjóri Kirsuberjatrésins.Vísir/Stefán„Það er náttúrulega alltaf margt í gangi hjá mér og ég geri ráð fyrir að endanleg ákvörðun verði ekki tekin fyrr en ég legg í hann, en mig langar út í Flatey. Svo langar mig að komast í hestaferð – en fyrst og fremst langar mig í þyrluferð, og ef einhver býður þá er ég mega til.“Sara María Júlíudóttir, verslunarstjóri Kirsuberjatrésins. Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
Verslunarmannahelgi er helgin á undan frídegi verslunarmanna, fyrsta mánudegi ágústmánaðar, sem er almennur frídagur á Íslandi. Helgin er mikil ferðahelgi meðal Íslendinga og haldnar eru útihátíðir víða um landið. Á Wikipediu kemur fram að upphaflega var frídegi verslunarmanna komið á af Verslunarmannafélagi Reykjavíkur: „Hann var ætlaður starfsfólki verslana að danskri fyrirmynd, en þá var ekki gert ráð fyrir neinu sérstöku orlofi starfsfólks. Fyrsti frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur í Reykjavík 13. september árið 1894 nokkrum árum síðar var hann fluttur að byrjun ágúst. Verslunarmannafélagið hefur frá upphafi staðið fyrir sérstakri hátíðardagskrá þennan dag. Vegna þess að frídagur verslunarmanna fellur á mánudag eftir helgi verður þar með til löng helgi. Mikinn hluta 20. aldar var þetta mesta ferðahelgi ársins og ýmsar hátíðardagskrár víða um land voru felldar saman við hana, s.s. þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Svipað „upphaf sumarfría“ er til um allan heim og er arfur frá þeim tíma þegar allt verkafólk í einu landi tók orlof á nánast sama tíma.“ Við hringdum í nokkra hressa verslunarmenn og forvitnuðumst um hvernig helgin, sem er jú tileinkuð þeim, færi fram og hvað þeir ætluðu sér að gera.Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC.Vísir/Valli„Ég ætla að njóta þess að vera í fríi og fara upp í Grímsnes í sumarbústað. Þar keppi ég í tveimur golfmótum, NTC-open og móti sem kallast Lamb og rautt mótið á Kiðjabergi. Ég hef mikinn áhuga á að bæta mig sem kylfing og það mun örugglega gerast einhvern tímann. Annars er alltaf gott veður í Grímsnesinu, þannig að það er skemmtileg helgi handan við hornið hjá mér.“Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC.Kormákur Geirharðsson, annar eigenda herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.Mynd/Einkasafn„Ég ætla kannski til Eyja en geri það samt líklega ekki, mig langar mikið að sjá Quarashi en það á eftir að koma í ljós. Annars held ég að ég finni mér góðan félagsskap sem kann að elda og reyni að gera einhvers konar átveislu. Mér hefur aldrei þótt leiðinlegt að borða mikið og gott og þá skiptir veðrið líka engu máli.“Kormákur Geirharðsson, annar eigenda herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Jör.Vísir/Valli„Ég verð í veiði, fiskveiði nánar tiltekið, fyrir norðan. Þar verð ég með fjölskyldunni og tek mér smá frí frá amstrinu. Annars banna ég öllu mínu starfsfólki að fara á Þjóðhátíð, það er hrikalegt fyrir ímynd fyrirtækisins.“Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Jör.Bára Hólmgeirsdóttir í versluninni AfturVísir/Anton Brink„Ég er tilneydd til að vera í bænum. Ég er svo lítið fyrir tjaldstæði, en var hins vegar að gera upp íbúðina mína sem mér finnst talsvert vænni gistikostur. Ég er líka meira en til í að taka á móti gestum og gangandi heima hjá mér, í 101 Reykjavík.“Bára Hólmgeirsdóttir í versluninni Aftur.Sara María Júlíudóttir, verslunarstjóri Kirsuberjatrésins.Vísir/Stefán„Það er náttúrulega alltaf margt í gangi hjá mér og ég geri ráð fyrir að endanleg ákvörðun verði ekki tekin fyrr en ég legg í hann, en mig langar út í Flatey. Svo langar mig að komast í hestaferð – en fyrst og fremst langar mig í þyrluferð, og ef einhver býður þá er ég mega til.“Sara María Júlíudóttir, verslunarstjóri Kirsuberjatrésins.
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira