"Strong is the new sexy" Marín Manda skrifar 25. apríl 2014 10:00 Kristbjörg Jónasdóttir Kristbjörg Jónasdóttir hefur gert fitness að lifibrauði sínu. Hún kolféll fyrir sportinu fyrir nokkrum árum og hefur helgað sig heilbrigðum lífsstíl allan ársins hring. Kristbjörg deilir lífi sínu í Englandi með Aroni Einari Gunnarssyni, kærasta sínum, en hann spilar knattspyrnu með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. Lífið ræddi við hana um ástina, búsetuna erlendis og sjálfsagann sem er mikilvægur til að ná settum markmiðum. „Ég hef alltaf heillast af því að verða þjálfari svo það kom ekki mikið annað til greina. Það að geta hjálpað öðrum og miðlað reynslu minni og þekkingu til annarra er eitthvað sem hefur átt hug minn allan í langan tíma. Ég er sjálf algjör íþróttaálfur og hef alltaf verið hugfangin af hreyfingu og þeim lífsstíl. Annars hefði ég getað hugsað mér að gerast flugfreyja eða tannlæknir,“ segir Kristbjörg þegar blaðamaður spyr hana út stóru draumana þegar hún var yngri. Kristbjörg býr í Cardiff, höfuðborg Wales, ásamt kærastanum, Aroni Einari Gunnarssyni, fyrirliða íslenska landsliðsins í knattspyrnu, og hundunum Tínu og Ninja. Parið kynntist í lok 2012 í gegnum sameiginlega vini og hafa þau nú búið í Englandi undanfarið ár þar sem Aron Einar spilar með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. Heimþráin hefur ekki látið á sér bæra enda eru plönin að vera úti næstu árin, eða þangað til að Aron Einar klárar ferilinn.„Hann er svo ungur enn þá svo hann á nóg inni. Við munum því vera hér áfram og ég get ekki sagt að ég hafi fengið heimþrá enn þá. Mér líkar ótrúlega vel hérna og finnst þetta vera ósköp svipað Íslandi fyrir utan að maður er ekkert að skreppa eitthvað enda miklu meiri vegalengdir. Að sjálfsögðu sakna ég vina minna og fjölskyldu og er dugleg að fá heimsóknir eða skjótast heim og tala við þau á Facetime. Ég er einnig svo heppin að vera búin að kynnast yndislegu fólki hér og svo hef ég alltaf Aron og hundana okkar tvo sem ég kom með út.“ Knattspyrna er mikilvægur þáttur í lífi þeirra beggja. Kristbjörg stendur við bakið á sínum manni og segist fara á alla heimaleikina. Henni finnst fátt skemmtilegra en að sjá kærastann sinn spila. Hins vegar er það annars konar sport sem hefur átt hug hennar allan undanfarin ár, módelfitness. Kolféll fyrir íþróttinni„Ég hef lengi haft áhuga á þessu sporti og ætlaði mér nú alltaf að fara í ICE-Fitness þegar það var í gangi en þá þurfti maður að fara í samanburð, fara í gegnum hraðabraut og gera einhverjar æfingar. Mér fannst það spennandi þar sem ég er svakaleg keppnismanneskja. Besta vinkona mín keppti í módelfitness vorið 2010 og ég fór að sjálfsögðu að hvetja hana áfram. Þá heillaðist ég strax af þessu og ákvað að fá mér þjálfara. Konráð Valur Gíslason, þjálfarinn minn, hvatti mig til að láta reyna á módelfitness um haustið 2010. Ég skellti mér í það og endaði í öðru sæti. Þá kolféll ég fyrir þessu.“ Parið hyggst koma til Íslands í sumar og fara hringinn í kringum landið.Konur hafa margar hverjar verið gagnrýndar fyrir að stunda módelfitness og hafa verið háværar raddir um hversu öfgafullt þetta getur verið. Hefur hún upplifað svoleiðis gagnrýni? „Já, ég hef upplifað það, sumir skilja bara ekkert hvað maður er að gera og til hvers maður gerir þetta því það er ekki mikið upp úr þessu að hafa. Maður fær skrýtið augnaráð þegar maður tekur upp nestisboxið sem maður er með alla daga og fólki finnst óskiljanlegt þegar maður afþakkar köku í miðri viku.“ Heilbrigði snýst ekki um öfgar„Ef maður ætlar að ná þeim árangri sem maður vill þá þarf maður bara að fórna ýmsu. Þetta snýst samt fyrst og fremst um það að lifa heilbrigðu lífi, vera dugleg að æfa og borða hollt og verðlauna sig svo með nammidegi. Þetta þarf ekkert að vera öfgafullt og flestar þessara stelpna sem stunda þetta eru held ég ekki að fara með þetta í öfgar. Það er þá kannski einna helst þær sem ætla sér að missa mikið á stuttum tíma og það er alls ekki algengt. Flestallar reyna bara að borða hollt allan ársins hring. Aginn þarf að vera mikill því það eru endalausar freistingar í kringum mann. Þegar ég er í undirbúningi þá er ég ekkert alltaf að skreppa út að borða með vinunum eða þess háttar því ég þarf að sjálfsögðu að fylgja mínu plani. Sumir lenda í því að þurfa að elda sérstaklega fyrir sjálfan sig og svo eitthvað annað fyrir maka eða fjölskyldu og það getur oft bara verið erfitt.“Það krefst mikils sjálfsaga að fá svona líkama.Þessi lífsstíll krefst mikils agaKristbjörg starfaði hjá World Class sem einkaþjálfari og kenndi námskeiðin Fitness Form og Buttlift. Í dag leiðbeinir hún fólki í gegnum fjarþjálfun. „Ég trúi því að þetta sé fyrir alla þá sem hafa virkilegan vilja til að gera þetta. Þetta krefst mikils aga og maður er í rauninni að tileinka sér þennan lífsstíl og þarf að hafa mikinn metnað fyrir því sem maður er að gera. Þetta er mikil vinna. Það er eitt að vera í flottu formi og annað að koma sér í þetta svokallaða „sviðsform“. Þess vegna hvet ég allar þær stelpur sem vilja prófa að keppa að fá sér góðan þjálfara sem leiðbeinir þeim því það þarf að vera góð eftirfylgni eftir mót líka. Maður æfir svo mikið og eftir mót eiga sumir það til að missa sig í mataræðinu og sleppa æfingum. Það er því mikilvægt að trappa sig hægt niður og halda rútínunni áfram og mæta í morgunbrennsluna. Þetta getur verið ótrúlega erfitt og margir gera sér ekki grein fyrir því. Ég væri ekki að gera þetta nema að mér þætti þetta skemmtilegt. Mér finnst frábært að setja sjálfri mér áskoranir og sjá hvernig ég get breytt líkama mínum en það koma að sjálfsögðu tímabil þegar ég er í niðurskurði og allt er ómögulegt.Ef ég er í undirbúningi fyrir mót þá æfi ég tvisvar sinnum á dag, sex daga vikunnar, semsagt tólf sinnum í viku. Þá er ég að taka brennslu á morgnana og lyfta á kvöldin. Annars fer ég sex til níu sinnum í viku. Þá er ég að lyfta sex sinnum í viku en tek kannski þrjár brennslur aukalega. Ég er alltaf með einn heilagan hvíldardag. Það koma alveg tímabil þar sem maður slakar kannski aðeins meira á en venjulega en ég reyni að halda mér í formi þannig að ég þurfi ekki mikinn tíma til undirbúnings ef ég þarf að fara í myndatöku, keppni eða eitthvað slíkt. Þannig líður mér vel og er ánægð með sjálfa mig.“ Strong is the new sexyFitness-keppnir hafa færst í aukana undanfarin ár á Íslandi og núna um páskana fór fram fjölmennasta mót sem haldið hefur verið frá upphafi. Alls stigu 155 keppendur á svið og í ár eru tuttugu ár síðan fyrsta fitness-mótið var haldið hér á landi. Hver heldur Kristbjörg að sé aðalástæða þess að stúlkur fara á fullt í fitness? „Það byrjaði fyrir einhverju síðan að fólk var að tala um að „Strong is the new skinny“ og „Strong is the new sexy“. Þetta fór á flug og ég er ótrúlega ánægð með það þar sem einu sinni var alltaf reynt að vera eins mjór og mögulegt var. Ég held að flestar stelpur í dag vilji bara vera í góðu líkamlegu formi, geta lyft og gert alls konar æfingar og haft tónaðan íþróttamannslegan líkama sem mér finnst bara frábært. Boðskapurinn og þetta sport er orðið svakalega vinsælt út um allan heim. Við eigum ótrúlega margar flottar stelpur heima sem eiga mikla möguleika úti í keppni og það hafa margar verið að gera mjög góða hluti.“Kristbjörg nældi sér í annað sætið á bresku móti fyrir skömmu.Kristbjörg keppti á UK Nationals fitness-mótinu í síðustu viku og nældi sér í annað sætið sem er hennar besti árangur hingað til. Árið 2012 lenti hún í 5. sæti á Heimsmeistaramóti WBFF og árið 2011 lenti hún í 2. sæti á Arnold Classic Europe Bikini Fitness. „Þeir sem enda í þremur efstu sætunum í þessari keppni fá boð um að keppa á alþjóðlegum stórmótum og leyfi til að keppa á stærsta mótinu hér í Englandi sem heitir British Finals og er alltaf haldið á haustin. Ég stefni á að reyna að bæta sjálfa mig, keppa meira og ná eins langt og ég mögulega get. Það er ýmislegt í gangi sem vonandi gengur upp en það á allt eftir að koma í ljós.“ Erlendis gengur hún undir nafninu Kris J. Hvernig kom það til? „Þegar ég fór fyrst út að keppa árið 2011 þá áttaði ég mig bara á því að ég þyrfti að stytta nafnið mitt eða finna eitthvað því það var vonlaust fyrir fólk að bera það fram. Ég hef mikið verið að vinna með frábærum mönnum, þeim Snorra og Hallmari, sem eru á fullu í markaðsbransanum þannig að þeir hjálpuðu mér að finna styttingu á nafninu sem væri grípandi en einnig auðvelt að muna og bera fram. Kris kemur bara úr byrjuninni á nafninu mínu og J er vegna þess að ég er Jónasdóttir.“Ástfangin upp fyrir haus.Fótboltalífið í EnglandiÞrátt fyrir að árangur Kristbjargar í síðustu keppni hafi ratað í The Daily Mail hefur breska pressan látið parið í friði að mestu. Lífsstíll fótboltafrúa erlendis hefur verið umdeildur en breska slúðurpressan kallar kærustur og eiginkonur fótboltamanna WAGs. Verður Kristbjörg vör við þennan WAGs-lífstíl sem oft er rætt um erlendis? „Það var búið að vara mig við áður en ég flutti hingað út að þessar konur gætu verið uppstrílaðar á leikjum og jafnvel væri mikið snobb og samkeppni í gangi, svo það kom mér skemmtilega á óvart að þær eru alls ekki þannig. Mér finnst þetta í raun ekkert öðruvísi hér en heima og ég get ekki sagt að ég finni neitt fyrir þessum WAGs-lífsstíl, sem betur fer. Allt er bara voðalega eðlilegt. Ég er búin að eignast góðar vinkonur hér og þær eru nú flestallar bara svakalega jarðbundnar og yndislegar. Það eina sem ég upplifi hér sem er svolítið öðruvísi er að Aron er reglulega stöðvaður af aðdáendum í verslunarmiðstöðinni þar sem fólk biður um eiginhandaráritun og ljósmynd með honum.“ Í sumar er parið væntanlegt til landsins. „Við ætlum að koma heim, nota sumarfríið í slökun og fara hringinn í kringum landið. Aron mun síðan halda heljarinnar afmælisveislu fyrir vini og vandamenn á Akureyri en hann varð 25 ára í vikunni. Að lokum ætlum við að skella okkur til Dúbaí áður en hann fer að spila aftur.“ Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Kristbjörg Jónasdóttir hefur gert fitness að lifibrauði sínu. Hún kolféll fyrir sportinu fyrir nokkrum árum og hefur helgað sig heilbrigðum lífsstíl allan ársins hring. Kristbjörg deilir lífi sínu í Englandi með Aroni Einari Gunnarssyni, kærasta sínum, en hann spilar knattspyrnu með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. Lífið ræddi við hana um ástina, búsetuna erlendis og sjálfsagann sem er mikilvægur til að ná settum markmiðum. „Ég hef alltaf heillast af því að verða þjálfari svo það kom ekki mikið annað til greina. Það að geta hjálpað öðrum og miðlað reynslu minni og þekkingu til annarra er eitthvað sem hefur átt hug minn allan í langan tíma. Ég er sjálf algjör íþróttaálfur og hef alltaf verið hugfangin af hreyfingu og þeim lífsstíl. Annars hefði ég getað hugsað mér að gerast flugfreyja eða tannlæknir,“ segir Kristbjörg þegar blaðamaður spyr hana út stóru draumana þegar hún var yngri. Kristbjörg býr í Cardiff, höfuðborg Wales, ásamt kærastanum, Aroni Einari Gunnarssyni, fyrirliða íslenska landsliðsins í knattspyrnu, og hundunum Tínu og Ninja. Parið kynntist í lok 2012 í gegnum sameiginlega vini og hafa þau nú búið í Englandi undanfarið ár þar sem Aron Einar spilar með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. Heimþráin hefur ekki látið á sér bæra enda eru plönin að vera úti næstu árin, eða þangað til að Aron Einar klárar ferilinn.„Hann er svo ungur enn þá svo hann á nóg inni. Við munum því vera hér áfram og ég get ekki sagt að ég hafi fengið heimþrá enn þá. Mér líkar ótrúlega vel hérna og finnst þetta vera ósköp svipað Íslandi fyrir utan að maður er ekkert að skreppa eitthvað enda miklu meiri vegalengdir. Að sjálfsögðu sakna ég vina minna og fjölskyldu og er dugleg að fá heimsóknir eða skjótast heim og tala við þau á Facetime. Ég er einnig svo heppin að vera búin að kynnast yndislegu fólki hér og svo hef ég alltaf Aron og hundana okkar tvo sem ég kom með út.“ Knattspyrna er mikilvægur þáttur í lífi þeirra beggja. Kristbjörg stendur við bakið á sínum manni og segist fara á alla heimaleikina. Henni finnst fátt skemmtilegra en að sjá kærastann sinn spila. Hins vegar er það annars konar sport sem hefur átt hug hennar allan undanfarin ár, módelfitness. Kolféll fyrir íþróttinni„Ég hef lengi haft áhuga á þessu sporti og ætlaði mér nú alltaf að fara í ICE-Fitness þegar það var í gangi en þá þurfti maður að fara í samanburð, fara í gegnum hraðabraut og gera einhverjar æfingar. Mér fannst það spennandi þar sem ég er svakaleg keppnismanneskja. Besta vinkona mín keppti í módelfitness vorið 2010 og ég fór að sjálfsögðu að hvetja hana áfram. Þá heillaðist ég strax af þessu og ákvað að fá mér þjálfara. Konráð Valur Gíslason, þjálfarinn minn, hvatti mig til að láta reyna á módelfitness um haustið 2010. Ég skellti mér í það og endaði í öðru sæti. Þá kolféll ég fyrir þessu.“ Parið hyggst koma til Íslands í sumar og fara hringinn í kringum landið.Konur hafa margar hverjar verið gagnrýndar fyrir að stunda módelfitness og hafa verið háværar raddir um hversu öfgafullt þetta getur verið. Hefur hún upplifað svoleiðis gagnrýni? „Já, ég hef upplifað það, sumir skilja bara ekkert hvað maður er að gera og til hvers maður gerir þetta því það er ekki mikið upp úr þessu að hafa. Maður fær skrýtið augnaráð þegar maður tekur upp nestisboxið sem maður er með alla daga og fólki finnst óskiljanlegt þegar maður afþakkar köku í miðri viku.“ Heilbrigði snýst ekki um öfgar„Ef maður ætlar að ná þeim árangri sem maður vill þá þarf maður bara að fórna ýmsu. Þetta snýst samt fyrst og fremst um það að lifa heilbrigðu lífi, vera dugleg að æfa og borða hollt og verðlauna sig svo með nammidegi. Þetta þarf ekkert að vera öfgafullt og flestar þessara stelpna sem stunda þetta eru held ég ekki að fara með þetta í öfgar. Það er þá kannski einna helst þær sem ætla sér að missa mikið á stuttum tíma og það er alls ekki algengt. Flestallar reyna bara að borða hollt allan ársins hring. Aginn þarf að vera mikill því það eru endalausar freistingar í kringum mann. Þegar ég er í undirbúningi þá er ég ekkert alltaf að skreppa út að borða með vinunum eða þess háttar því ég þarf að sjálfsögðu að fylgja mínu plani. Sumir lenda í því að þurfa að elda sérstaklega fyrir sjálfan sig og svo eitthvað annað fyrir maka eða fjölskyldu og það getur oft bara verið erfitt.“Það krefst mikils sjálfsaga að fá svona líkama.Þessi lífsstíll krefst mikils agaKristbjörg starfaði hjá World Class sem einkaþjálfari og kenndi námskeiðin Fitness Form og Buttlift. Í dag leiðbeinir hún fólki í gegnum fjarþjálfun. „Ég trúi því að þetta sé fyrir alla þá sem hafa virkilegan vilja til að gera þetta. Þetta krefst mikils aga og maður er í rauninni að tileinka sér þennan lífsstíl og þarf að hafa mikinn metnað fyrir því sem maður er að gera. Þetta er mikil vinna. Það er eitt að vera í flottu formi og annað að koma sér í þetta svokallaða „sviðsform“. Þess vegna hvet ég allar þær stelpur sem vilja prófa að keppa að fá sér góðan þjálfara sem leiðbeinir þeim því það þarf að vera góð eftirfylgni eftir mót líka. Maður æfir svo mikið og eftir mót eiga sumir það til að missa sig í mataræðinu og sleppa æfingum. Það er því mikilvægt að trappa sig hægt niður og halda rútínunni áfram og mæta í morgunbrennsluna. Þetta getur verið ótrúlega erfitt og margir gera sér ekki grein fyrir því. Ég væri ekki að gera þetta nema að mér þætti þetta skemmtilegt. Mér finnst frábært að setja sjálfri mér áskoranir og sjá hvernig ég get breytt líkama mínum en það koma að sjálfsögðu tímabil þegar ég er í niðurskurði og allt er ómögulegt.Ef ég er í undirbúningi fyrir mót þá æfi ég tvisvar sinnum á dag, sex daga vikunnar, semsagt tólf sinnum í viku. Þá er ég að taka brennslu á morgnana og lyfta á kvöldin. Annars fer ég sex til níu sinnum í viku. Þá er ég að lyfta sex sinnum í viku en tek kannski þrjár brennslur aukalega. Ég er alltaf með einn heilagan hvíldardag. Það koma alveg tímabil þar sem maður slakar kannski aðeins meira á en venjulega en ég reyni að halda mér í formi þannig að ég þurfi ekki mikinn tíma til undirbúnings ef ég þarf að fara í myndatöku, keppni eða eitthvað slíkt. Þannig líður mér vel og er ánægð með sjálfa mig.“ Strong is the new sexyFitness-keppnir hafa færst í aukana undanfarin ár á Íslandi og núna um páskana fór fram fjölmennasta mót sem haldið hefur verið frá upphafi. Alls stigu 155 keppendur á svið og í ár eru tuttugu ár síðan fyrsta fitness-mótið var haldið hér á landi. Hver heldur Kristbjörg að sé aðalástæða þess að stúlkur fara á fullt í fitness? „Það byrjaði fyrir einhverju síðan að fólk var að tala um að „Strong is the new skinny“ og „Strong is the new sexy“. Þetta fór á flug og ég er ótrúlega ánægð með það þar sem einu sinni var alltaf reynt að vera eins mjór og mögulegt var. Ég held að flestar stelpur í dag vilji bara vera í góðu líkamlegu formi, geta lyft og gert alls konar æfingar og haft tónaðan íþróttamannslegan líkama sem mér finnst bara frábært. Boðskapurinn og þetta sport er orðið svakalega vinsælt út um allan heim. Við eigum ótrúlega margar flottar stelpur heima sem eiga mikla möguleika úti í keppni og það hafa margar verið að gera mjög góða hluti.“Kristbjörg nældi sér í annað sætið á bresku móti fyrir skömmu.Kristbjörg keppti á UK Nationals fitness-mótinu í síðustu viku og nældi sér í annað sætið sem er hennar besti árangur hingað til. Árið 2012 lenti hún í 5. sæti á Heimsmeistaramóti WBFF og árið 2011 lenti hún í 2. sæti á Arnold Classic Europe Bikini Fitness. „Þeir sem enda í þremur efstu sætunum í þessari keppni fá boð um að keppa á alþjóðlegum stórmótum og leyfi til að keppa á stærsta mótinu hér í Englandi sem heitir British Finals og er alltaf haldið á haustin. Ég stefni á að reyna að bæta sjálfa mig, keppa meira og ná eins langt og ég mögulega get. Það er ýmislegt í gangi sem vonandi gengur upp en það á allt eftir að koma í ljós.“ Erlendis gengur hún undir nafninu Kris J. Hvernig kom það til? „Þegar ég fór fyrst út að keppa árið 2011 þá áttaði ég mig bara á því að ég þyrfti að stytta nafnið mitt eða finna eitthvað því það var vonlaust fyrir fólk að bera það fram. Ég hef mikið verið að vinna með frábærum mönnum, þeim Snorra og Hallmari, sem eru á fullu í markaðsbransanum þannig að þeir hjálpuðu mér að finna styttingu á nafninu sem væri grípandi en einnig auðvelt að muna og bera fram. Kris kemur bara úr byrjuninni á nafninu mínu og J er vegna þess að ég er Jónasdóttir.“Ástfangin upp fyrir haus.Fótboltalífið í EnglandiÞrátt fyrir að árangur Kristbjargar í síðustu keppni hafi ratað í The Daily Mail hefur breska pressan látið parið í friði að mestu. Lífsstíll fótboltafrúa erlendis hefur verið umdeildur en breska slúðurpressan kallar kærustur og eiginkonur fótboltamanna WAGs. Verður Kristbjörg vör við þennan WAGs-lífstíl sem oft er rætt um erlendis? „Það var búið að vara mig við áður en ég flutti hingað út að þessar konur gætu verið uppstrílaðar á leikjum og jafnvel væri mikið snobb og samkeppni í gangi, svo það kom mér skemmtilega á óvart að þær eru alls ekki þannig. Mér finnst þetta í raun ekkert öðruvísi hér en heima og ég get ekki sagt að ég finni neitt fyrir þessum WAGs-lífsstíl, sem betur fer. Allt er bara voðalega eðlilegt. Ég er búin að eignast góðar vinkonur hér og þær eru nú flestallar bara svakalega jarðbundnar og yndislegar. Það eina sem ég upplifi hér sem er svolítið öðruvísi er að Aron er reglulega stöðvaður af aðdáendum í verslunarmiðstöðinni þar sem fólk biður um eiginhandaráritun og ljósmynd með honum.“ Í sumar er parið væntanlegt til landsins. „Við ætlum að koma heim, nota sumarfríið í slökun og fara hringinn í kringum landið. Aron mun síðan halda heljarinnar afmælisveislu fyrir vini og vandamenn á Akureyri en hann varð 25 ára í vikunni. Að lokum ætlum við að skella okkur til Dúbaí áður en hann fer að spila aftur.“
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira