Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Keflavík 0-2 | Keflavík kvaddi falldrauginn Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 28. september 2014 00:01 Keflavík verður áfram í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Það var ljóst er liðið lagði ÍBV, 0-2, í Eyjum. 22. júní sigruðu Keflvíkingar Fylki á Fylkisvelli en það var þeirra seinasti sigurleikur. Keflvíkingar stilltu upp sóknarsinnuðu kerfi í dag þar sem þeir voru með tvo kantmenn og tvo framherja. Hörður Sveinsson og Elías Már Ómarsson spiluðu uppi á topp og stríddu Eyjamönnum mikið. Heimamenn stilltu upp hefðbundnu 4-3-3 leikkerfi sem breyttist þó þegar leið á leikinn í 4-4-2 þegar Atli Fannar Jónsson færði sig ofar á völlinn. Fyrsta hálffæri leiksins varð að marki þegar Elías Már Ómarsson fékk alltof mikinn tíma fyrir utan teig Eyjamanna. Strákurinn sem er einungis nítján ára hefur oft áður sýnt að hann kann að skjóta og það gerði hann svo sannarlega. Fast skot hans söng í netinu og kom Guðjón Orri Sigurjónsson, markvörður Eyjamanna, engum vörnum við. Fá færi litu dagsins ljós í fyrri hálfleik og spiluðu Eyjamenn sérstaklega slakan bolta í dag. Ríflega 500 manns mættu á leikinn og voru þeir illa sviknir enda leit út fyrir að leikurinn gæti orðið mikil skemmtun. Það var síðan á níundu mínútu síðari hálfleiks að óhugnalegt atvik gerðist. Matt Garner var þá aðeins og seinn í boltann og lenti í samtuði við lappirnar á Herði Sveinssyni. Áreksturinn gerði það að verkum að Matt Garner fótbrotnaði og það mjög illa. Það tók sjúkrabíl ekki nema ellefu mínútur að mæta á staðinn og aðrar fimmtán í að koma Matt Garner burt. Það er ljóst að um mikið áfall er að ræða fyrir Eyjamenn og þá aðallega Matt Garner sem hefur verið einn af bestu vinstri bakvörðum deildarinnar í mörg ár. Eftir þetta var stemningin á vellinum dottin niður og virtist lítið ætla að gerast. Það var þó á átjándu mínútu uppbótartíma að eitthvað gerðist. Frans Elvarsson fékk þá boltann rétt fyrir utan vítateigslínuna og lagði boltann snyrtilega í fjærhornið. Markið þýddi það að Keflvíkingar gátu andað léttar og sigldu að lokum sannfærandi tveggja marka sigri í höfn. Stjörnunni tókst að sigra Fram og gerði það að verkum að Eyjamenn spila í Pepsi-deild á næsta tímabili.Sigurður Ragnar: Áttum ekkert skilið út úr leiknum „Við erum alltaf ósáttir með að tapa, sérstaklega á heimavelli en við áttum ekkert skilið út í leiknum í dag. Keflvíkingar vildu þetta meira og lögðu meira á sig,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Eyjamanna, eftir lélega frammistöðu síns liðs gegn Keflvíkingum. „Við sköpuðum okkur mjög lítið fram á við og lendum í áfalli þegar að Matt fótbrotnar í byrjun seinni hálfleiks. Það vantar líka fullmikið í liðið okkar, það vantar bæði Jonathan Glenn og Þórarinn Inga og svo Abel. Það kemur maður í manns stað og við þurfum að gera betur en þetta.“ Eyjamenn eru þó sloppnir við fall fyrst að Fram náði ekki í stig gegn Stjörnunni. „Við erum ánægðir með það auðvitað, við erum búnir að vera að horfa upp fyrir okkur í töflunni. En það er auðvitað gott að ÍBV er búið að tryggja sæti sitt í Pepsi-deild og það er gott fyrir klúbbinn. Við vonumst þó til að enda mótið vel í næsta leik og vinna.“ Eins og hefur komið fram fótbrotnar Matt Garner í upphafi síðari hálfleiks. Sigurður hafði þetta að segja um brotið. „Hann er klárlega fótbrotinn, það heyrðist smellur þegar þeir skullu saman en það var búið um hann og var hann deyfður. Ætli hann fljúgi ekki suður, ég hugsa það. Hann er bara fótbrotinn, það hugsa allir til hans og öllum var brugðið við þetta. Við vonum auðvitað að þetta fari allt saman vel.“Kristján Guðmundsson: Girtum okkur í brók „Það er léttir útaf fyrir sig, loksins að vinna fótboltaleik er mjög gott. Það er mjög öflugt hjá okkur að ná loksins í þennan sigur hérna í Vestmannaeyjum, miðað við það „run“ sem við höfum verið á er þetta mjög sterkt hjá okkur,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir fyrsta sigur liðsins í rúma tvo mánuði. „Við vorum búnir að sætta okkur við það að vera í þessari stöðu sem við erum lentir í. Girtum okkur betur í brók og nálguðumst þennan af meiri festu.“ Sigurinn hjá Keflvíkingum þýðir að liðið er loksins sloppið við fall. „Við erum sloppnir með fall, við lögðum upp með það fyrir þennan leik að ná sigri. En þá gætum við verið búnir að tryggja sætið fyrir seinustu umferðina sem að er svo raunin,“ sagði Kristján Guðmundsson að lokum en hann fór skælbrosandi úr viðtalinu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira
Keflavík verður áfram í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Það var ljóst er liðið lagði ÍBV, 0-2, í Eyjum. 22. júní sigruðu Keflvíkingar Fylki á Fylkisvelli en það var þeirra seinasti sigurleikur. Keflvíkingar stilltu upp sóknarsinnuðu kerfi í dag þar sem þeir voru með tvo kantmenn og tvo framherja. Hörður Sveinsson og Elías Már Ómarsson spiluðu uppi á topp og stríddu Eyjamönnum mikið. Heimamenn stilltu upp hefðbundnu 4-3-3 leikkerfi sem breyttist þó þegar leið á leikinn í 4-4-2 þegar Atli Fannar Jónsson færði sig ofar á völlinn. Fyrsta hálffæri leiksins varð að marki þegar Elías Már Ómarsson fékk alltof mikinn tíma fyrir utan teig Eyjamanna. Strákurinn sem er einungis nítján ára hefur oft áður sýnt að hann kann að skjóta og það gerði hann svo sannarlega. Fast skot hans söng í netinu og kom Guðjón Orri Sigurjónsson, markvörður Eyjamanna, engum vörnum við. Fá færi litu dagsins ljós í fyrri hálfleik og spiluðu Eyjamenn sérstaklega slakan bolta í dag. Ríflega 500 manns mættu á leikinn og voru þeir illa sviknir enda leit út fyrir að leikurinn gæti orðið mikil skemmtun. Það var síðan á níundu mínútu síðari hálfleiks að óhugnalegt atvik gerðist. Matt Garner var þá aðeins og seinn í boltann og lenti í samtuði við lappirnar á Herði Sveinssyni. Áreksturinn gerði það að verkum að Matt Garner fótbrotnaði og það mjög illa. Það tók sjúkrabíl ekki nema ellefu mínútur að mæta á staðinn og aðrar fimmtán í að koma Matt Garner burt. Það er ljóst að um mikið áfall er að ræða fyrir Eyjamenn og þá aðallega Matt Garner sem hefur verið einn af bestu vinstri bakvörðum deildarinnar í mörg ár. Eftir þetta var stemningin á vellinum dottin niður og virtist lítið ætla að gerast. Það var þó á átjándu mínútu uppbótartíma að eitthvað gerðist. Frans Elvarsson fékk þá boltann rétt fyrir utan vítateigslínuna og lagði boltann snyrtilega í fjærhornið. Markið þýddi það að Keflvíkingar gátu andað léttar og sigldu að lokum sannfærandi tveggja marka sigri í höfn. Stjörnunni tókst að sigra Fram og gerði það að verkum að Eyjamenn spila í Pepsi-deild á næsta tímabili.Sigurður Ragnar: Áttum ekkert skilið út úr leiknum „Við erum alltaf ósáttir með að tapa, sérstaklega á heimavelli en við áttum ekkert skilið út í leiknum í dag. Keflvíkingar vildu þetta meira og lögðu meira á sig,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Eyjamanna, eftir lélega frammistöðu síns liðs gegn Keflvíkingum. „Við sköpuðum okkur mjög lítið fram á við og lendum í áfalli þegar að Matt fótbrotnar í byrjun seinni hálfleiks. Það vantar líka fullmikið í liðið okkar, það vantar bæði Jonathan Glenn og Þórarinn Inga og svo Abel. Það kemur maður í manns stað og við þurfum að gera betur en þetta.“ Eyjamenn eru þó sloppnir við fall fyrst að Fram náði ekki í stig gegn Stjörnunni. „Við erum ánægðir með það auðvitað, við erum búnir að vera að horfa upp fyrir okkur í töflunni. En það er auðvitað gott að ÍBV er búið að tryggja sæti sitt í Pepsi-deild og það er gott fyrir klúbbinn. Við vonumst þó til að enda mótið vel í næsta leik og vinna.“ Eins og hefur komið fram fótbrotnar Matt Garner í upphafi síðari hálfleiks. Sigurður hafði þetta að segja um brotið. „Hann er klárlega fótbrotinn, það heyrðist smellur þegar þeir skullu saman en það var búið um hann og var hann deyfður. Ætli hann fljúgi ekki suður, ég hugsa það. Hann er bara fótbrotinn, það hugsa allir til hans og öllum var brugðið við þetta. Við vonum auðvitað að þetta fari allt saman vel.“Kristján Guðmundsson: Girtum okkur í brók „Það er léttir útaf fyrir sig, loksins að vinna fótboltaleik er mjög gott. Það er mjög öflugt hjá okkur að ná loksins í þennan sigur hérna í Vestmannaeyjum, miðað við það „run“ sem við höfum verið á er þetta mjög sterkt hjá okkur,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir fyrsta sigur liðsins í rúma tvo mánuði. „Við vorum búnir að sætta okkur við það að vera í þessari stöðu sem við erum lentir í. Girtum okkur betur í brók og nálguðumst þennan af meiri festu.“ Sigurinn hjá Keflvíkingum þýðir að liðið er loksins sloppið við fall. „Við erum sloppnir með fall, við lögðum upp með það fyrir þennan leik að ná sigri. En þá gætum við verið búnir að tryggja sætið fyrir seinustu umferðina sem að er svo raunin,“ sagði Kristján Guðmundsson að lokum en hann fór skælbrosandi úr viðtalinu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira