Handbolti

Kári stefnir aftur út í atvinnumennsku

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Eftir að hafa greinst í tvígang með góðkynja æxli í baki er landsliðsmaðurinn í handbolta Kári Kristján Kristjánsson kominn af stað á nýjan leik.

Guðjón Guðmundsson hitti Kára að máli og fór yfir sjúkrasöguna og framtíðina eins og sjá má í meðfylgjandi frétt.

„Með þetta tiltekna æxli er ég búinn að fara í þrjú lönd og fá þrjú mismundandi svör og síðasta svarið sem ég fékk var að það hefði ekki átt að skera þetta heldur tækla þetta bara með lyfjum,“ sagði Kári í fréttinni.

„Það er líka frústrerandi að það sem er búið að gera, það er ekki hægt að fara með það til baka.“

Íslenski landsliðmaðurinn segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við að koma aftur heim til að ná fyrri styrk.

„Það er algjört áfall að fá þetta aftur. Það er mjög súrt en engu að síður er mjög jákvætt að fá fréttirnar að þetta sé góðkynja. Það er tvisvar sinnum búið að snúa lukkuhjólinu og tvisvar hef ég verið heppinn,“ sagði Kári.

Kári samdi við Val í sumar en þjálfarinn sem fékk hann til félagsins, Ólafur Stefánsson, hætti skyndilega, fór í frí.

„Þetta kom fyrirvaralaust og það var helsta stuðið í þessu. Það stuðaði mannskapinn mest. Svo líka að hann ákveði að fara. Hann hlýtur að hafa valið rétt og ég geri ráð fyrir því að hann komi hress og kátur til starfa eftir áramót,“ sagði Kári sem stefnir aftur út í atvinnumennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×