Íslenski boltinn

Ragna Lóa: Dómararnir eru svo lélegir hjá KSÍ að það er hreint og beint skandall

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ragna Lóa við stjórnvölin hjá Fylki í sumar
Ragna Lóa við stjórnvölin hjá Fylki í sumar
Ragna Lóa Stefánsdóttir stýrði sínum síðasta leik hjá Fylki í Pepsí deild kvenna í gær og í viðtali á Fótbolti.net eftir leik vandaði hún dómurum deildarinnar ekki kveðjuna.

„Við erum að leita að þjálfara. Ég er fegin að vera að hætta að þjálfa í þessari deild því dómararnir eru svo lélegir hjá KSÍ að það er hreint og beint skandall. Það verður að bæta dómgæsluna,“ sagði Ragna Lóa í viðtalinu sem má sjá hér.

„Við fáum alls konar dómara. KSÍ þarf að bæta þetta. Ég hélt hreinlega að dómarinn í dag hafi gleypt flautuna í fyrri hálfleik. Mér fannst að við hefðum átt að fá allavega tvö víti, eitthvað gerðist allavega því hann fann flautuna aldrei,“ sagði Ragna Lóa en dómarinn á leik Fylkis og Aftureldingar í gær var Guðmundur Ársæll Guðmundsson sem dæmir í Pepsí deild karla.

Afturelding vann leikinn 2-0 og tryggði sæti sitt í deildinni með sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×