Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 18-26 | Valsmenn öflugir í seinni Birgir Hrannar Stefánsson skrifar 30. janúar 2014 18:30 Vísir/Daníel Valsmenn byrja vel eftir EM-frííð því þeir sóttu tvö stig norður á Akureyri í kvöld þar sem þeir unnu átta marka sigur á heimamönnum í Akureyri, 26-18, í Olís-deild karla í handbolta. Valsmenn lentu mest sex mörkum undir í fyrri hálfleik en snéru við leiknum í þeim síðari sem liðið vann 18-8. Sveinn Aron Sveinsson skoraði tíu mörk fyirr Val og Norðanmaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason var með sex mörk en Bjarni Fritzson skoraði mest fyrir Akureyri eða sex mörk. Fyrri hálfleikurinn var hlaðin mistökum og leikmenn beggja liða duglegir að henda boltanum beint útaf í stað þess að koma honum á samherja. Hlynur Morthens átti stórleik í marki Vals og það var hann og góður lokasprettur Valsmanna rétt fyrir hálfleik sem kom í veg fyrir að heimamenn gætu nánast afgreitt leikinn í fyrri hálfleik. Heimamenn voru 10-4 yfir þegar Valsmenn náðu að skora fjögur í röð fyrir hálfleiksflautið og laga stöðuna. Mistök héldu áfram að vera áberandi heimamanna á meðan Valsmenn mættu grimmir til leiks í seinni hálfleiknum og var staðan orðin 11-13 eftir sex mínútna leik en staðan í hálfleik var 10-8. Bergvin Þór Gíslason varð einnig að fara útaf efitr að hann virtist fara úr lið á öxl en það eru hræðileg tíðindi fyrir Akureyringa þar sem þetta var hans fyrsti leikur á tímabilinu eftir erfið meiðsli. Eftir Þetta var sigur Vals í raun aldrei í hættu, heimamenn bættu í hvað varðar mistök ef eitthvað er á meðan Valsmenn lönduðu nokkuð öruggum sigri og afar dýrmætum stigum.Vísir/DaníelGuðmundur Hólmar: Bubbi tekur alltaf körfuna „Það er alltaf geggjað að koma norður,“ sagði Guðmundur Hólmar Helgason brosmildur eftir leik. „Það er alltaf samt svolítið skrítið að spila á móti Akureyri.“ Þetta virkaði nokkuð öruggt hjá ykkur í seinni hálfleik „Já en þetta er alveg glatað með Begga. Þetta er fyrsti leikur hans eftir löng meiðsli og ég vona það svo innilega fyrir hönd Begga og liðsins að þetta sé ekki alvarlegt. Hann er búinn að leggja mjög hart að sér að koma til baka. Þeir missa mikið bit í sóknarleik sínum við það að missa Begga en við vorum líka mikið þéttari bara sjálfir. Við mættum auðvitað ekki til leiks fyrr en eftir 25 mínútur og það er bara til skammar. Við ræddum það í hálfleik og bættum það í seinni.“ Þú ert væntanlega ágætlega sáttur við frammistöðu Bubba í markinu í dag? „Já, ég held að ég hafi bara aldrei verið ósáttur með Bubba, nema þegar ég hef spilað á móti honum. Hann á nánast alltaf góða leiki hér á móti Akureyri og tekur körfuna (verðlaun fyrir það að vera maður leiksins) með sér heim. Hann var alveg illa flottur og hann sem hélt okkur inni í leiknum.“Vísir/DaníelÓlafur Stefánsson: Leyfði þeim aðeins að hugsa sinn gang „Ég veit það ekki,“ sagði Ólafur Stefánsson þjálfari Vals eftir leik þegar hann var spurður að því hvað það væri sem skildi að liðin. „Kannski var það eitthvað hugarfar og svona, létum koma okkur á óvart og vorum ekki tilbúnir í pakkann. Við vorum að sýna mjög flottan karakter eftir hálfleik en það voru síðustu forvöð, annars hefðum við bara getað pakkað og farið heim.“ Hálfleiksræðan virtist hafa virkað betur en þessi tvo leikhlé í fyrri hálfleiknum, var hún svona góð? „Það var nú minna að tala um, þeir sáu um þetta sjálfir. Ég kvaddi þá snemma í klefanum og leyfði þeim að hugsa sinn gang og ræða og það virkaði hjá þeim. Þeir gerðu þetta, ég fer ekkert inn fyrir hliðarlínuna þannig að það eru þeir sem gerðu þetta.“Vísir/DaníelHeimir Örn: Fáránlegur leikur „Þetta var alveg fáránlegur leikur,“ sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfari Akureyrar eftir leik. „Ég eiginlega bara skil þetta ekki. Við byrjuðum eins og ég hélt, sjálfstraust í botni og góð vörn. Við fengum svo bara eitthvað áfall við þessi meiðsli og ég man ekki eftir að hafa séð svona áður.“ Það var mikið um tapaða bolta hjá ykkur og sérstaklega í seinni hálfleiknum. „Já, þetta var bara hræðilegt. Við náðum líka varla skoti á marki og náttúrulega þegar við loksins náðum skoti þá varði Hlynur það.“ Veistu eitthvað varðandi Bergvin og hans meiðsli? „Þetta lítur bara ekki vel út, það eru þá komin þrjú krossbönd, tveir úr lið á öxl og eitthvað meira. Ég er orðinn alveg ógeðslega þreyttur á þessu.“Hlynur Morthens: Líður best eftir sex tíma rútuferð „Ég er farinn að halda það,“ sagði Bubbi glaður eftir leik þegar hann var spurður að því hvort að það væri alltaf svona gaman að koma norður. „Mér líður bara best eftir sex tíma rútuferð, það gæti verið uppskriftin. Mér hefur gengið alveg furðuvel hér síðustu ár og leikurinn í dag var ekki nein undantekning á því.“ „Ég verð að hrósa varnarleiknum en sóknin var alveg til skammar. Við fórum bara vel yfir það í hálfleik og menn stigu upp, það var allt annað að sjá liðið í seinni hálfleik. Við erum allir í góðu standi og ætlum að keyra á lið og gerðum það vel í dag. Við ætlum að vera í baráttu allstaðar, annars getur maður bara verið heima.“ Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Sjá meira
Valsmenn byrja vel eftir EM-frííð því þeir sóttu tvö stig norður á Akureyri í kvöld þar sem þeir unnu átta marka sigur á heimamönnum í Akureyri, 26-18, í Olís-deild karla í handbolta. Valsmenn lentu mest sex mörkum undir í fyrri hálfleik en snéru við leiknum í þeim síðari sem liðið vann 18-8. Sveinn Aron Sveinsson skoraði tíu mörk fyirr Val og Norðanmaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason var með sex mörk en Bjarni Fritzson skoraði mest fyrir Akureyri eða sex mörk. Fyrri hálfleikurinn var hlaðin mistökum og leikmenn beggja liða duglegir að henda boltanum beint útaf í stað þess að koma honum á samherja. Hlynur Morthens átti stórleik í marki Vals og það var hann og góður lokasprettur Valsmanna rétt fyrir hálfleik sem kom í veg fyrir að heimamenn gætu nánast afgreitt leikinn í fyrri hálfleik. Heimamenn voru 10-4 yfir þegar Valsmenn náðu að skora fjögur í röð fyrir hálfleiksflautið og laga stöðuna. Mistök héldu áfram að vera áberandi heimamanna á meðan Valsmenn mættu grimmir til leiks í seinni hálfleiknum og var staðan orðin 11-13 eftir sex mínútna leik en staðan í hálfleik var 10-8. Bergvin Þór Gíslason varð einnig að fara útaf efitr að hann virtist fara úr lið á öxl en það eru hræðileg tíðindi fyrir Akureyringa þar sem þetta var hans fyrsti leikur á tímabilinu eftir erfið meiðsli. Eftir Þetta var sigur Vals í raun aldrei í hættu, heimamenn bættu í hvað varðar mistök ef eitthvað er á meðan Valsmenn lönduðu nokkuð öruggum sigri og afar dýrmætum stigum.Vísir/DaníelGuðmundur Hólmar: Bubbi tekur alltaf körfuna „Það er alltaf geggjað að koma norður,“ sagði Guðmundur Hólmar Helgason brosmildur eftir leik. „Það er alltaf samt svolítið skrítið að spila á móti Akureyri.“ Þetta virkaði nokkuð öruggt hjá ykkur í seinni hálfleik „Já en þetta er alveg glatað með Begga. Þetta er fyrsti leikur hans eftir löng meiðsli og ég vona það svo innilega fyrir hönd Begga og liðsins að þetta sé ekki alvarlegt. Hann er búinn að leggja mjög hart að sér að koma til baka. Þeir missa mikið bit í sóknarleik sínum við það að missa Begga en við vorum líka mikið þéttari bara sjálfir. Við mættum auðvitað ekki til leiks fyrr en eftir 25 mínútur og það er bara til skammar. Við ræddum það í hálfleik og bættum það í seinni.“ Þú ert væntanlega ágætlega sáttur við frammistöðu Bubba í markinu í dag? „Já, ég held að ég hafi bara aldrei verið ósáttur með Bubba, nema þegar ég hef spilað á móti honum. Hann á nánast alltaf góða leiki hér á móti Akureyri og tekur körfuna (verðlaun fyrir það að vera maður leiksins) með sér heim. Hann var alveg illa flottur og hann sem hélt okkur inni í leiknum.“Vísir/DaníelÓlafur Stefánsson: Leyfði þeim aðeins að hugsa sinn gang „Ég veit það ekki,“ sagði Ólafur Stefánsson þjálfari Vals eftir leik þegar hann var spurður að því hvað það væri sem skildi að liðin. „Kannski var það eitthvað hugarfar og svona, létum koma okkur á óvart og vorum ekki tilbúnir í pakkann. Við vorum að sýna mjög flottan karakter eftir hálfleik en það voru síðustu forvöð, annars hefðum við bara getað pakkað og farið heim.“ Hálfleiksræðan virtist hafa virkað betur en þessi tvo leikhlé í fyrri hálfleiknum, var hún svona góð? „Það var nú minna að tala um, þeir sáu um þetta sjálfir. Ég kvaddi þá snemma í klefanum og leyfði þeim að hugsa sinn gang og ræða og það virkaði hjá þeim. Þeir gerðu þetta, ég fer ekkert inn fyrir hliðarlínuna þannig að það eru þeir sem gerðu þetta.“Vísir/DaníelHeimir Örn: Fáránlegur leikur „Þetta var alveg fáránlegur leikur,“ sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfari Akureyrar eftir leik. „Ég eiginlega bara skil þetta ekki. Við byrjuðum eins og ég hélt, sjálfstraust í botni og góð vörn. Við fengum svo bara eitthvað áfall við þessi meiðsli og ég man ekki eftir að hafa séð svona áður.“ Það var mikið um tapaða bolta hjá ykkur og sérstaklega í seinni hálfleiknum. „Já, þetta var bara hræðilegt. Við náðum líka varla skoti á marki og náttúrulega þegar við loksins náðum skoti þá varði Hlynur það.“ Veistu eitthvað varðandi Bergvin og hans meiðsli? „Þetta lítur bara ekki vel út, það eru þá komin þrjú krossbönd, tveir úr lið á öxl og eitthvað meira. Ég er orðinn alveg ógeðslega þreyttur á þessu.“Hlynur Morthens: Líður best eftir sex tíma rútuferð „Ég er farinn að halda það,“ sagði Bubbi glaður eftir leik þegar hann var spurður að því hvort að það væri alltaf svona gaman að koma norður. „Mér líður bara best eftir sex tíma rútuferð, það gæti verið uppskriftin. Mér hefur gengið alveg furðuvel hér síðustu ár og leikurinn í dag var ekki nein undantekning á því.“ „Ég verð að hrósa varnarleiknum en sóknin var alveg til skammar. Við fórum bara vel yfir það í hálfleik og menn stigu upp, það var allt annað að sjá liðið í seinni hálfleik. Við erum allir í góðu standi og ætlum að keyra á lið og gerðum það vel í dag. Við ætlum að vera í baráttu allstaðar, annars getur maður bara verið heima.“
Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Sjá meira