Tesla Model S gegn Chevrolet Corvette Stingray Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2014 09:30 Mikið var látið með nýja kynslóð Corvettu í fyrra í Bandaríkjunum og töldu margir mikinn draumabíl þar fram kominn. Er hann líka 8 strokka tryllitæki, sem Bandaríkjamenn hafa átt í ástarsambandi við lengi. Annar bíll sem framleiddur er í Bandaríkjunum er ekki með neinn strokk, er drifinn áfram af rafmagnsmótorum og heitir Tesla Model S. Skyldi sá bíll eiga einhvern séns í Chevrolet Corvette Stingray í kvartmílu? Af uppgefnum afkastatölum að dæma ætti svo ekki að vera. Corvettan er 460 hestöfl, vegur aðeins 1,497 kíló og á að vera 3,8 sekúndur í hundraðið. Teslan hinsvegar er 416 hestöfl, vegur 2.110 kíló og á komast í hundraðið á 4,2 sekúndum. En hver þeir vinnur kvartmíluna þegar þeim er att saman á þar til gerðri braut. Það kemur í ljós í meðfylgjandi myndskeiði og gæti komið sumum á óvart. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent
Mikið var látið með nýja kynslóð Corvettu í fyrra í Bandaríkjunum og töldu margir mikinn draumabíl þar fram kominn. Er hann líka 8 strokka tryllitæki, sem Bandaríkjamenn hafa átt í ástarsambandi við lengi. Annar bíll sem framleiddur er í Bandaríkjunum er ekki með neinn strokk, er drifinn áfram af rafmagnsmótorum og heitir Tesla Model S. Skyldi sá bíll eiga einhvern séns í Chevrolet Corvette Stingray í kvartmílu? Af uppgefnum afkastatölum að dæma ætti svo ekki að vera. Corvettan er 460 hestöfl, vegur aðeins 1,497 kíló og á að vera 3,8 sekúndur í hundraðið. Teslan hinsvegar er 416 hestöfl, vegur 2.110 kíló og á komast í hundraðið á 4,2 sekúndum. En hver þeir vinnur kvartmíluna þegar þeim er att saman á þar til gerðri braut. Það kemur í ljós í meðfylgjandi myndskeiði og gæti komið sumum á óvart.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent