Collective Kjarasamningar Agreements Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 30. janúar 2014 06:00 Það eru til orð í íslensku sem eru löngu hætt að hafa þýðingu fyrir mér. Kjarasamningar eru eitt þeirra orða. Jú. Ég veit svo sem hvað kjarasamningar eru en ég velti stundum fyrir mér hvers vegna flytja þarf fréttir af þeim í síbylju. Þegar orðið „kjarasamningar“ heyrist í útvarpinu gætu allt eins heyrst skruðningar fyrir mér. Ég er ágætur í ensku eins og flestir Íslendingar. Ég kann ótrúlegustu hugtök á ensku. Ég veit til dæmis að skiptilykill er „wrench“, örgjörvi er „microprocessor“ en ekki vissi ég hvernig maður segir „kjarasamningar“ á ensku. Ég þurfti að fletta því upp. Þýðingin kemur að vísu ekkert sérlega á óvart, hún er nánast niðurdrepandi fyrirsjáanleg: „collective wage agreement“ (stundum nefnt collective pay agreement eða aðeins collective agreement). En hvers vegna hef ég aldrei heyrt minnst á orðarununa „collective wage agreement“ þó ég hafi heyrt orðið „kjarasamningar“ að lágmarki tíu þúsund sinnum? Ekki er það vegna þess að ég er ekki nógu mikið inni í engilsaxnesku tungutaki. Það er ekki svo enda hef ég þekkt orð eins og „psychoanalysis“ og „bicentennial“ frá unga aldri – og það eru bara nokkuð flókin og sértæk orð. Ástæðan er sú að kjarasamningar hafa aldrei náð að ryðja sér inn í heim bíómynda, sjónvarpsþátta, tölvuleikja eða popptónlistar. Í öllu hugmyndamengi engilsaxneskra listamanna eru kannski 25-50 þúsund hugtök og kjarasamningar eru ekki meðal þeirra. Samt eru kjarasamningar gerðir bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir eru gerðir um gervalla veröld en hvergi eru þeir jafn ágengir og hér á landi. Ástæðan? Jú. Íslenskir launþegar þurfa reglulega að fá magasár af stressi þegar óstöðugur gjaldmiðillinn (og léleg efnahagsstefnan) hóta að taka af þeim lífsviðurværið nema „sögulegum“ kjarasamningum verði náð. Ef það væri svo í Bandaríkjunum þá myndi annað hvert rapplag fjalla um „collective wage agreements“. En þar fá menn bara sinn „ice cream cone“ og geta keypt sér strigaskó án þess að taka lán. Pælið í því! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Það eru til orð í íslensku sem eru löngu hætt að hafa þýðingu fyrir mér. Kjarasamningar eru eitt þeirra orða. Jú. Ég veit svo sem hvað kjarasamningar eru en ég velti stundum fyrir mér hvers vegna flytja þarf fréttir af þeim í síbylju. Þegar orðið „kjarasamningar“ heyrist í útvarpinu gætu allt eins heyrst skruðningar fyrir mér. Ég er ágætur í ensku eins og flestir Íslendingar. Ég kann ótrúlegustu hugtök á ensku. Ég veit til dæmis að skiptilykill er „wrench“, örgjörvi er „microprocessor“ en ekki vissi ég hvernig maður segir „kjarasamningar“ á ensku. Ég þurfti að fletta því upp. Þýðingin kemur að vísu ekkert sérlega á óvart, hún er nánast niðurdrepandi fyrirsjáanleg: „collective wage agreement“ (stundum nefnt collective pay agreement eða aðeins collective agreement). En hvers vegna hef ég aldrei heyrt minnst á orðarununa „collective wage agreement“ þó ég hafi heyrt orðið „kjarasamningar“ að lágmarki tíu þúsund sinnum? Ekki er það vegna þess að ég er ekki nógu mikið inni í engilsaxnesku tungutaki. Það er ekki svo enda hef ég þekkt orð eins og „psychoanalysis“ og „bicentennial“ frá unga aldri – og það eru bara nokkuð flókin og sértæk orð. Ástæðan er sú að kjarasamningar hafa aldrei náð að ryðja sér inn í heim bíómynda, sjónvarpsþátta, tölvuleikja eða popptónlistar. Í öllu hugmyndamengi engilsaxneskra listamanna eru kannski 25-50 þúsund hugtök og kjarasamningar eru ekki meðal þeirra. Samt eru kjarasamningar gerðir bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir eru gerðir um gervalla veröld en hvergi eru þeir jafn ágengir og hér á landi. Ástæðan? Jú. Íslenskir launþegar þurfa reglulega að fá magasár af stressi þegar óstöðugur gjaldmiðillinn (og léleg efnahagsstefnan) hóta að taka af þeim lífsviðurværið nema „sögulegum“ kjarasamningum verði náð. Ef það væri svo í Bandaríkjunum þá myndi annað hvert rapplag fjalla um „collective wage agreements“. En þar fá menn bara sinn „ice cream cone“ og geta keypt sér strigaskó án þess að taka lán. Pælið í því!
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun