Collective Kjarasamningar Agreements Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 30. janúar 2014 06:00 Það eru til orð í íslensku sem eru löngu hætt að hafa þýðingu fyrir mér. Kjarasamningar eru eitt þeirra orða. Jú. Ég veit svo sem hvað kjarasamningar eru en ég velti stundum fyrir mér hvers vegna flytja þarf fréttir af þeim í síbylju. Þegar orðið „kjarasamningar“ heyrist í útvarpinu gætu allt eins heyrst skruðningar fyrir mér. Ég er ágætur í ensku eins og flestir Íslendingar. Ég kann ótrúlegustu hugtök á ensku. Ég veit til dæmis að skiptilykill er „wrench“, örgjörvi er „microprocessor“ en ekki vissi ég hvernig maður segir „kjarasamningar“ á ensku. Ég þurfti að fletta því upp. Þýðingin kemur að vísu ekkert sérlega á óvart, hún er nánast niðurdrepandi fyrirsjáanleg: „collective wage agreement“ (stundum nefnt collective pay agreement eða aðeins collective agreement). En hvers vegna hef ég aldrei heyrt minnst á orðarununa „collective wage agreement“ þó ég hafi heyrt orðið „kjarasamningar“ að lágmarki tíu þúsund sinnum? Ekki er það vegna þess að ég er ekki nógu mikið inni í engilsaxnesku tungutaki. Það er ekki svo enda hef ég þekkt orð eins og „psychoanalysis“ og „bicentennial“ frá unga aldri – og það eru bara nokkuð flókin og sértæk orð. Ástæðan er sú að kjarasamningar hafa aldrei náð að ryðja sér inn í heim bíómynda, sjónvarpsþátta, tölvuleikja eða popptónlistar. Í öllu hugmyndamengi engilsaxneskra listamanna eru kannski 25-50 þúsund hugtök og kjarasamningar eru ekki meðal þeirra. Samt eru kjarasamningar gerðir bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir eru gerðir um gervalla veröld en hvergi eru þeir jafn ágengir og hér á landi. Ástæðan? Jú. Íslenskir launþegar þurfa reglulega að fá magasár af stressi þegar óstöðugur gjaldmiðillinn (og léleg efnahagsstefnan) hóta að taka af þeim lífsviðurværið nema „sögulegum“ kjarasamningum verði náð. Ef það væri svo í Bandaríkjunum þá myndi annað hvert rapplag fjalla um „collective wage agreements“. En þar fá menn bara sinn „ice cream cone“ og geta keypt sér strigaskó án þess að taka lán. Pælið í því! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun
Það eru til orð í íslensku sem eru löngu hætt að hafa þýðingu fyrir mér. Kjarasamningar eru eitt þeirra orða. Jú. Ég veit svo sem hvað kjarasamningar eru en ég velti stundum fyrir mér hvers vegna flytja þarf fréttir af þeim í síbylju. Þegar orðið „kjarasamningar“ heyrist í útvarpinu gætu allt eins heyrst skruðningar fyrir mér. Ég er ágætur í ensku eins og flestir Íslendingar. Ég kann ótrúlegustu hugtök á ensku. Ég veit til dæmis að skiptilykill er „wrench“, örgjörvi er „microprocessor“ en ekki vissi ég hvernig maður segir „kjarasamningar“ á ensku. Ég þurfti að fletta því upp. Þýðingin kemur að vísu ekkert sérlega á óvart, hún er nánast niðurdrepandi fyrirsjáanleg: „collective wage agreement“ (stundum nefnt collective pay agreement eða aðeins collective agreement). En hvers vegna hef ég aldrei heyrt minnst á orðarununa „collective wage agreement“ þó ég hafi heyrt orðið „kjarasamningar“ að lágmarki tíu þúsund sinnum? Ekki er það vegna þess að ég er ekki nógu mikið inni í engilsaxnesku tungutaki. Það er ekki svo enda hef ég þekkt orð eins og „psychoanalysis“ og „bicentennial“ frá unga aldri – og það eru bara nokkuð flókin og sértæk orð. Ástæðan er sú að kjarasamningar hafa aldrei náð að ryðja sér inn í heim bíómynda, sjónvarpsþátta, tölvuleikja eða popptónlistar. Í öllu hugmyndamengi engilsaxneskra listamanna eru kannski 25-50 þúsund hugtök og kjarasamningar eru ekki meðal þeirra. Samt eru kjarasamningar gerðir bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir eru gerðir um gervalla veröld en hvergi eru þeir jafn ágengir og hér á landi. Ástæðan? Jú. Íslenskir launþegar þurfa reglulega að fá magasár af stressi þegar óstöðugur gjaldmiðillinn (og léleg efnahagsstefnan) hóta að taka af þeim lífsviðurværið nema „sögulegum“ kjarasamningum verði náð. Ef það væri svo í Bandaríkjunum þá myndi annað hvert rapplag fjalla um „collective wage agreements“. En þar fá menn bara sinn „ice cream cone“ og geta keypt sér strigaskó án þess að taka lán. Pælið í því!
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun