Lífið

Kim segir sannleikann um "fullkomna“ brúðkaupið sitt

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Brúðkaup Kim Kardashian og Kanye West var hið fullkomna draumabrúðkaup í einni af rómantískustu borgum heims, Flórens, eða þannig leit það allavega út fyrir okkur utanaðkomandi aðila. En brúður ársins viðurkenndi að dagurinn hefði ekki verið eins fullkominn og hann leit út fyrir að vera þegar hún heimsótti þáttastjórnandann Jimmy Kimmel í dag.

Kim sagði systur sína Khloe hafa drukkið svo ótæpilega kvöldið fyrir brúðkaupið í maí að hún hafi ekki getað vaknað fyrir timburmönnum. Aðstoðarmenn þurftu að mála Khloe þar sem hún lá sofandi eftir skemmtanahald kvöldið áður. Jimmy spyr Kim í þættinum hvort allir hafi hagað sér vel í brúðkaupinu og hún hikar nógu lengi til þess að gestir þáttarins átta sig á því að eitthvað liggur þarna að baki.

Að auki hættu nokkrir gestir við að koma á síðustu stundu sem olli veseni þar sem nöfn gestanna höfðu verið skorin í marmaraborð. Kim vildi ekki segja hver það var en hún reyndi að bjarga málinu með hvítri málningu sem gekk ekki vel.

Kim talar í viðtalinu einnig um ræðu sem Kanye West hélt sem varði í tuttugu mínútur. Ræðan fjallaði um alla viðstadda og ástarsamband þeirra Kim og Kanye. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.