Lífið

Ljósir lokkar Kidman viku fyrir stuttu dökku hári

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Kidman spókaði sig í New York með dökka hárkollu.
Kidman spókaði sig í New York með dökka hárkollu.
Leikkonan Nicole Kidman, var nær óþekkjanleg þegar hún spókaði sig í New York í dag en síðu ljósu lokkarnir höfðu vikið fyrir stuttri dökkri klippingu. Kidman er nú um þessar mundir við tökur á kvikmyndinni The Family Fang í Stóra eplinu og er hárgreiðslan hluti af búningi hennar í myndinni en um hárkollu var að ræða.  Leikkonan er ekki aðeins við tökur heldur heimsótti hún einnig föður sinn í leiðinni.

Í The Family Fang leikur hún Annie Fang en myndinni er leikstýrt af Jason Bateman. Myndin er byggð a bók eftir Kevin Wilson sem kom út árið 2011. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.