Fram vann þriggja marka sigur, 19-22, á KA/Þór fyrir norðan í 2. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Fram var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 9-13.
Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir skoruðu báðar fjögur mörk fyrir Fram, en Martha Hermannsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs með sex mörk.
Fram situr í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir tvo leiki, en KA/Þór er í 7. sæti. Önnur umferðin klárast með fimm leikjum á morgun.
Markaskorarar KA/Þórs:
Martha Hermannsdóttir 6, Katrín Vilhjálmsdóttir 5, Paula Chirila 3, Birta Fönn Sveinsdóttir 3, Laufey Lára Höskuldsdóttir 1, Harpa Rut Jónsdóttir 1.
Markaskorarar Fram:
Ragnheiður Júlíusdóttir 4, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 3, María Karlsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 2.
