Sálufélagar sigga dögg kynfræðingur skrifar 5. ágúst 2014 11:00 Hvort er betra að leita að sálufélaga eða ferðafélaga? Mynd/Getty Sálufélagar. Það er einhver ein manneskja á þessari jarðkringlu sem er sköpuð til að færa þér ást og hamingju á silfurfati. Ef þú sættir þig við eitthvað minna en þessa manneskju þá muntu aldrei upplifa raunverulega ást. Þetta er ótrúlega spennandi hugmynd, að það sé einhver sem er skapaður fyrir mann en á sama tíma er þetta hræðileg hugmynd því hvað ef þú finnur viðkomandi aldrei? Eða ert sannfærð/-ur um að þú hafir hitt sálufélagann þinn en sá eða sú er ekki á þeim stað að vera tilbúin/-nn fyrir samband? Nú eða bara endurgeldur ekki tilfinningar þínar. Svo er auðvitað líka hægt að finna yndislegan, frábæran einstakling og ykkur semur vel saman en þú trúir ekki að þetta geti verið sálufélaginn því þú ert ekki yfir þig ástfangin með fiðrildi í maganum allann daginn. Þetta makavalsdót er flókið en eins og allt, þá skiptir máli hvert þitt viðhorf er í makaleitinni og síðar þegar í sambandið er komið. Ég persónulega trúi því að þetta sé spurning um tímasetningar og að fólk þurfi að slípa sig saman. Það er raunhæfara og ánægjulegra fyrir ykkur að líta á sambandið ykkar sem ferðalag frekar en áfangastaðMynd/GettyNýleg rannsókn bað pör um að hugsa um ágreininga innan sambands þeirra og meta þá. Þau pör sem töldu sig vera með sálufélaga sínum áttu erfiðara og þótti það óþægilegara með að meta þessa árekstra og voru í kjölfarið óánægðari með samband sitt. Þeir sem litu á maka sinn sem „ferðafélaga“ litu á sambandið sem ferðalag þar sem óhjákvæmilegar dýfur eiga sér stað. Þessi hópur var ánægður með sambandið sitt óháð því hvort þau rifjuðu upp erfiða eða gleðilega tíma því allt skipti þetta máli fyrir sambandið og hjálpaði þeim að vaxa og læra hvort á annað. Þetta finnst mér stórmerkilegt. Ég hugsa að margir séu of fastir í einhvers konar ofurrómantískri get-ekki-lifað-án-þín-bíómynda ást og verða því fyrir vonbrigðum með gráleitan raunveruleika þegar í raun má sjá fegurð í hversdagsleikanum og læra af honum. Ég horfði nýlega á bíómyndina Timer sem segir frá konu í leit að sálufélaganum sínum. Kona þessi er með ígrædda klukku í vinstri handlegg sem segir henni hversu langt þangað til hún muni hitta sinn „eina rétta“ eða sálufélaga. Þegar hún svo rekst á viðkomandi þá eiga klukkurnar þeirra að pípa og þau vita að þau munu „lifa hamingjusöm til æviloka“. Áhugaverð hugmynd og eflaust margir sem myndi vera til í þetta, en ég trúi frekar á að við þurfum að læra inn á hvort annað en eigum erfitt með að sjá og meta ástina frá annarri manneskju fyrr en við getum elskað okkur sjálf. Heilsa Lífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Sálufélagar. Það er einhver ein manneskja á þessari jarðkringlu sem er sköpuð til að færa þér ást og hamingju á silfurfati. Ef þú sættir þig við eitthvað minna en þessa manneskju þá muntu aldrei upplifa raunverulega ást. Þetta er ótrúlega spennandi hugmynd, að það sé einhver sem er skapaður fyrir mann en á sama tíma er þetta hræðileg hugmynd því hvað ef þú finnur viðkomandi aldrei? Eða ert sannfærð/-ur um að þú hafir hitt sálufélagann þinn en sá eða sú er ekki á þeim stað að vera tilbúin/-nn fyrir samband? Nú eða bara endurgeldur ekki tilfinningar þínar. Svo er auðvitað líka hægt að finna yndislegan, frábæran einstakling og ykkur semur vel saman en þú trúir ekki að þetta geti verið sálufélaginn því þú ert ekki yfir þig ástfangin með fiðrildi í maganum allann daginn. Þetta makavalsdót er flókið en eins og allt, þá skiptir máli hvert þitt viðhorf er í makaleitinni og síðar þegar í sambandið er komið. Ég persónulega trúi því að þetta sé spurning um tímasetningar og að fólk þurfi að slípa sig saman. Það er raunhæfara og ánægjulegra fyrir ykkur að líta á sambandið ykkar sem ferðalag frekar en áfangastaðMynd/GettyNýleg rannsókn bað pör um að hugsa um ágreininga innan sambands þeirra og meta þá. Þau pör sem töldu sig vera með sálufélaga sínum áttu erfiðara og þótti það óþægilegara með að meta þessa árekstra og voru í kjölfarið óánægðari með samband sitt. Þeir sem litu á maka sinn sem „ferðafélaga“ litu á sambandið sem ferðalag þar sem óhjákvæmilegar dýfur eiga sér stað. Þessi hópur var ánægður með sambandið sitt óháð því hvort þau rifjuðu upp erfiða eða gleðilega tíma því allt skipti þetta máli fyrir sambandið og hjálpaði þeim að vaxa og læra hvort á annað. Þetta finnst mér stórmerkilegt. Ég hugsa að margir séu of fastir í einhvers konar ofurrómantískri get-ekki-lifað-án-þín-bíómynda ást og verða því fyrir vonbrigðum með gráleitan raunveruleika þegar í raun má sjá fegurð í hversdagsleikanum og læra af honum. Ég horfði nýlega á bíómyndina Timer sem segir frá konu í leit að sálufélaganum sínum. Kona þessi er með ígrædda klukku í vinstri handlegg sem segir henni hversu langt þangað til hún muni hitta sinn „eina rétta“ eða sálufélaga. Þegar hún svo rekst á viðkomandi þá eiga klukkurnar þeirra að pípa og þau vita að þau munu „lifa hamingjusöm til æviloka“. Áhugaverð hugmynd og eflaust margir sem myndi vera til í þetta, en ég trúi frekar á að við þurfum að læra inn á hvort annað en eigum erfitt með að sjá og meta ástina frá annarri manneskju fyrr en við getum elskað okkur sjálf.
Heilsa Lífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira