Var ellefu tíma í Herjólfi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. ágúst 2014 16:20 Ellefu tímar í Herjólfi. Vísir/Óskar P. Friðriksson Fyrr í dag sagði Vísir frá Facebook-hrekk Maríönnu Evu Abelsdóttur, sem sagði frá því að vinkona sín hefði sofnað í Herjólfi og verið sjö tíma um borð. Hrekkurinn minnir á sögu um sautján ára pilt frá Garðabæ sem var ellefu tíma í Herjólfi. Sagan er þekkt í Garðabænum og sömdu mætir menn lag um hana, sem má heyra hér að ofan. Sagan er orðin þrettán ára gömul, en lifir enn góðu lífi og er iðulega rifjuð upp í partíum í Garðabæ. Árið 2001 fóru þrír sautján ára vinir heim af Þjóðhátíð á þriðjudagsmorgni. Herjólfur sigldi þá á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar og tók ferðin á milli vel á þriðju klukkustund. Piltarnir áttu bókaðar kojur um borð og lögðu sig á leiðinni heim. Tveir þeirra vöknuðu og ákváðu að skilja þann þriðja eftir um borð. Sá svaf alla leiðina aftur til Vestmanneyja. Hann var svo vakinn af konu sem hafði bókað sömu koju. Pilturinn sýndi henni miðann sinn, þar sem stóð að hann væri með kojuna bókaða. En konan benti honum á að þetta hafi verið í ferðinni á undan. Vinir piltsins voru farnir heim, þegar hann kom í Þorlákshöfn í annað sinn. Og þurfti hann að fá far með ókunnugu fólki heim í Garðabæ. Þegar upp var staðið eyddi pilturinn ellefu tímum í Herjólfi, eins og má heyra í laginu hér að ofan. Vinir piltsins sömdu lagið og hefur það ósjaldan verið sungið þegar vinirnir hittast í veislum. Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Fyrr í dag sagði Vísir frá Facebook-hrekk Maríönnu Evu Abelsdóttur, sem sagði frá því að vinkona sín hefði sofnað í Herjólfi og verið sjö tíma um borð. Hrekkurinn minnir á sögu um sautján ára pilt frá Garðabæ sem var ellefu tíma í Herjólfi. Sagan er þekkt í Garðabænum og sömdu mætir menn lag um hana, sem má heyra hér að ofan. Sagan er orðin þrettán ára gömul, en lifir enn góðu lífi og er iðulega rifjuð upp í partíum í Garðabæ. Árið 2001 fóru þrír sautján ára vinir heim af Þjóðhátíð á þriðjudagsmorgni. Herjólfur sigldi þá á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar og tók ferðin á milli vel á þriðju klukkustund. Piltarnir áttu bókaðar kojur um borð og lögðu sig á leiðinni heim. Tveir þeirra vöknuðu og ákváðu að skilja þann þriðja eftir um borð. Sá svaf alla leiðina aftur til Vestmanneyja. Hann var svo vakinn af konu sem hafði bókað sömu koju. Pilturinn sýndi henni miðann sinn, þar sem stóð að hann væri með kojuna bókaða. En konan benti honum á að þetta hafi verið í ferðinni á undan. Vinir piltsins voru farnir heim, þegar hann kom í Þorlákshöfn í annað sinn. Og þurfti hann að fá far með ókunnugu fólki heim í Garðabæ. Þegar upp var staðið eyddi pilturinn ellefu tímum í Herjólfi, eins og má heyra í laginu hér að ofan. Vinir piltsins sömdu lagið og hefur það ósjaldan verið sungið þegar vinirnir hittast í veislum.
Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira