Golf

McIlroy: Aldrei liðið jafnvel

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rory McIlroy fagnar sigri á Firestone-vellinum um daginn.
Rory McIlroy fagnar sigri á Firestone-vellinum um daginn. vísir/getty
Rory McIlroy er í miklu stuði þessa dagana, en hann vann Bridgestone-mótið á sunnudaginn, tveimur vikum eftir að fagna sigri á opna breska meistaramótinu í fyrsta skipti á ferlinum.

Norður-Írinn hóf leik þremur höggum á eftir SergioGarcía, en var fljótt kominn í forystu og tryggði sér sigurinn með flottri spilamennsku. Hann spilaði lokahringinn á 66 höggum.

„Þetta er betra. Ég hef meiri stjórn á boltanum og hvernig hann flýgur. Andlega er ég virkilega beittur,“ segir McIlroy sem þykir nú ansi líklegur til sigurs á síðasta risamóti ársins um næstu helgi.

Rory mætir á PGA-meistaramótið sem stigahæsti kylfingur heims, en hann hirti toppsæti heimslistans af Adam Scott með sigrinum í Akron um helgina.

„Mér hefur aldrei liðið jafnvel á lokadegi eins og á sunnudaginn. Þetta var svo eðlilegt allt saman, eins og bara maður væri á öðrum degi - ekki lokahringnum. Þó ég sé í frábæru formi þá fór ég ekkert fram úr mér eða var að hugsa um skorið. Ég hélt bara áfram að spila - högg eftir högg,“ segir Rory McIlroy.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×