Raggi Bjarna er ekki að hætta áttræður Ásgeir Erlendsson skrifar 22. september 2014 10:49 „Það var kona sem sagðist muna eftir mér í afmæli árið 1947. Þá var ég að spila á trommur þannig að ég byrjaði ferilinn 13 ára,“ segir Ragnar Bjarnason, en hann fagnar áttræðisafmæli sínu í dag. Ragnar ætlar að syngja á meðan heilsan leyfir enda líður honum best í kringum tónlist.„Ég held að Raggi sé einn mesti gleðigjafi sem þjóðin hefur eignast,“ segir Magnús Ólafsson.Tónlistarhæfileikana fékk hann í vöggugjöf því foreldrar hans voru hljómlistarfólkið Bjarni Böðvarsson og Lára Magnúsdóttir. Tvítugur var Raggi búinn að syngja inn á sína fyrstu plötu og skömmu síðar lék hann með KK sextettinum, Hljómsveit Svavars Gests og var í rúm tuttugu ár með sína eigin sveit, Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, á Hótel Sögu. Eitt mesta ævintýrið á ferlinum segir Raggi hafa verið stofnun Sumargleðinnar sem ferðaðist um landið að sumri í fimmtán ár. „Það var bara allt brjálað í kringum þetta. Söngur, gleði og grín.“ Árið 1960 kom út lagið Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig sem landsmenn þekkja flestir. Til að byrja með varð Raggi að syngja það á hálftímafresti til að fá frið á böllum.„Hann er léttur og skemmtilegur. Mátulega kærulaus en samt algjör fagmaður,“ segir Jón Ólafsson um Ragga Bjarna.„Það eru 54 ár síðan ég söng þetta inn í Kaupmannahöfn. Ég vissi alltaf að þetta yrði vinsælt.“ Ragnar hélt upp á afmælið um helgina með tvennum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu en um næstu helgi ferðast hann til Akureyrar þar sem tónleikarnir verða settir upp í Hofi. Að auki kom út sextíu laga safnplata með hans helstu perlum. Platan heitir einfaldlega, Raggi Bjarna 80 ára. Eitt lagið sker sig úr af lögunum sextíu á disknum en það er lagið Barn sem Ragnar samdi sjálfur.„Það eru ekki margir sem þekkja týpuna. Hún er allt frá því að vera þessi kæruleysislegi og lífsglaði lífskúnstner og í það að vera mjög vandaður listamaður, þvert ofan í það sem hann lætur upp,“ segir Ómar Ragnarsson um Ragnar.„Svavar Gests kom og sagði Raggi, þú verður að semja lag. Ég sagði við hann, ertu vitlaus maður ég hef aldrei samið lag. Það passar, sagði Svavar. „Þú ert alveg mátulega vitlaus til að gera það"." Aðspurður segist Ragnar ekki tilbúinn til að hætta í tónlist. „Þetta er nú sú spurning sem er búin að vera gutla í kringum mig í rúm 20 ár. Ég svara henni ekki neitt. Ég get ekki sagt það. Ég spurði konuna hvort ég ætti ekki að hætta eftir áttræðisafmælið. Hún sagði, ertu vitlaus maður, þú verður brjálaður. Hún veit hvernig mér líður best og það er í tónlistinni. Ég er ekki tilbúinn ennþá.“ Nánar verður rætt við Ragnar Bjarnason í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld klukkan 18.55 í opinni dagskrá. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
„Það var kona sem sagðist muna eftir mér í afmæli árið 1947. Þá var ég að spila á trommur þannig að ég byrjaði ferilinn 13 ára,“ segir Ragnar Bjarnason, en hann fagnar áttræðisafmæli sínu í dag. Ragnar ætlar að syngja á meðan heilsan leyfir enda líður honum best í kringum tónlist.„Ég held að Raggi sé einn mesti gleðigjafi sem þjóðin hefur eignast,“ segir Magnús Ólafsson.Tónlistarhæfileikana fékk hann í vöggugjöf því foreldrar hans voru hljómlistarfólkið Bjarni Böðvarsson og Lára Magnúsdóttir. Tvítugur var Raggi búinn að syngja inn á sína fyrstu plötu og skömmu síðar lék hann með KK sextettinum, Hljómsveit Svavars Gests og var í rúm tuttugu ár með sína eigin sveit, Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, á Hótel Sögu. Eitt mesta ævintýrið á ferlinum segir Raggi hafa verið stofnun Sumargleðinnar sem ferðaðist um landið að sumri í fimmtán ár. „Það var bara allt brjálað í kringum þetta. Söngur, gleði og grín.“ Árið 1960 kom út lagið Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig sem landsmenn þekkja flestir. Til að byrja með varð Raggi að syngja það á hálftímafresti til að fá frið á böllum.„Hann er léttur og skemmtilegur. Mátulega kærulaus en samt algjör fagmaður,“ segir Jón Ólafsson um Ragga Bjarna.„Það eru 54 ár síðan ég söng þetta inn í Kaupmannahöfn. Ég vissi alltaf að þetta yrði vinsælt.“ Ragnar hélt upp á afmælið um helgina með tvennum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu en um næstu helgi ferðast hann til Akureyrar þar sem tónleikarnir verða settir upp í Hofi. Að auki kom út sextíu laga safnplata með hans helstu perlum. Platan heitir einfaldlega, Raggi Bjarna 80 ára. Eitt lagið sker sig úr af lögunum sextíu á disknum en það er lagið Barn sem Ragnar samdi sjálfur.„Það eru ekki margir sem þekkja týpuna. Hún er allt frá því að vera þessi kæruleysislegi og lífsglaði lífskúnstner og í það að vera mjög vandaður listamaður, þvert ofan í það sem hann lætur upp,“ segir Ómar Ragnarsson um Ragnar.„Svavar Gests kom og sagði Raggi, þú verður að semja lag. Ég sagði við hann, ertu vitlaus maður ég hef aldrei samið lag. Það passar, sagði Svavar. „Þú ert alveg mátulega vitlaus til að gera það"." Aðspurður segist Ragnar ekki tilbúinn til að hætta í tónlist. „Þetta er nú sú spurning sem er búin að vera gutla í kringum mig í rúm 20 ár. Ég svara henni ekki neitt. Ég get ekki sagt það. Ég spurði konuna hvort ég ætti ekki að hætta eftir áttræðisafmælið. Hún sagði, ertu vitlaus maður, þú verður brjálaður. Hún veit hvernig mér líður best og það er í tónlistinni. Ég er ekki tilbúinn ennþá.“ Nánar verður rætt við Ragnar Bjarnason í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld klukkan 18.55 í opinni dagskrá.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira