Aðdáendum þáttanna Game of Thrones var heldur betur brugðið yfir síðasta þætti, þeim áttunda í fjórðu seríu, sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi.
Í þættinum berjast þeir Oberyn prins, betur þekktur sem The Viper, og Fjallið, sem leikinn er af íslenska kraftajötninum Hafþóri Júlíusi Björnssyni. Atriðið er vægast sagt hrottafengið og endar á svo svakalegan hátt að það er mál manna að slík grimmd hafi aldrei áður sést í Game of Thrones.
Pedro Pascal, sem leikur The Viper, deildi mynd af sér og Hafþóri á Instagram í gær og skrifaði einfaldlega Buds eða Vinir við myndina. Vildi hann tryggja að það færi ekki á milli mála að þeir félagar væru aldeilis ekki ósáttir þó slagsmálasenan hafi verið afar blóðug.
Aðdáendur Pedros kunna vel að meta þetta og hafa tæplega fimmtíu þúsund manns líkað við myndina.
Í þættinum berjast þeir Oberyn prins, betur þekktur sem The Viper, og Fjallið, sem leikinn er af íslenska kraftajötninum Hafþóri Júlíusi Björnssyni. Atriðið er vægast sagt hrottafengið og endar á svo svakalegan hátt að það er mál manna að slík grimmd hafi aldrei áður sést í Game of Thrones.
Pedro Pascal, sem leikur The Viper, deildi mynd af sér og Hafþóri á Instagram í gær og skrifaði einfaldlega Buds eða Vinir við myndina. Vildi hann tryggja að það færi ekki á milli mála að þeir félagar væru aldeilis ekki ósáttir þó slagsmálasenan hafi verið afar blóðug.
Aðdáendur Pedros kunna vel að meta þetta og hafa tæplega fimmtíu þúsund manns líkað við myndina.