Handbolti

Silfurdrengir til Akureyrar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ingimundur Ingimundarson er á förum frá ÍR.
Ingimundur Ingimundarson er á förum frá ÍR. Vísir/Valgarður
Ingimundur Ingimundarson og Hreiðar Levý Guðmundsson hafa samið við Akureyri Handboltafélag um að leika með liðinu á næsta tímabili.

Um er að ræða gríðarlega styrkingu á leikmannahóp Norðanmanna en báðir leikmennirnir eru gríðarlega reyndir og öflugir leikmenn sem léku lengi vel í atvinnumennsku. Leikmennirnir voru báðir í silfurliðinu á Ólympíuleikunum í Peking 2008.

Hreiðar Levý lék með Akureyri fyrsta tímabili félagsins, tímabilið 2006-2007, áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Hreiðar lék á ferli sínum í Svíþjóð, Þýskalandi og hefur undanfarin ár leikið fyrir Nøtterøy í Noregi.

Ingimundur sneri heim aftur úr atvinnumennsku fyrir þremur árum en hann lék með Fram í eitt tímabil áður en hann gekk til liðs við uppeldisfélag sitt, ÍR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×