Handbolti

Framarar búnir að finna nýjan markvörð

Kristófer ásamt þjálfara Fram og formanni handknattleiksdeildar.
Kristófer ásamt þjálfara Fram og formanni handknattleiksdeildar. mynd/fram
Framarar fengu góðan liðsstyrk í handboltanum í dag þegar Kristófer Fannar Guðmundsson samdi við Safamýrarliðið.

Kristófer kemur til liðsins frá ÍR en hann skrifaði undir tveggja ára samning við Framara.

Markvörðurinn er uppalinn hjá Aftureldingu en fór til ÍR árið 2011. Hann var í silfurliði Íslands á HM U-19 ára liða í Túnis árið 2009 og spilaði fyrr á þessu ári sinn fyrsta A-landsleik.

"Það er afar ánægjulegt að bjóða Kristófer velkominn í okkar unga en öfluga hóp. Við teljum hann mikinn liðsstyrk og væntum þess að hann muni springa út í markinu hjá FRAM. Hann er góður karakter innan sem utan vallar og mun falla vel inn liðsheildina," segir Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×