Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Karl Lúðvíksson skrifar 7. desember 2014 12:39 Þrátt fyrir að stangveiðin hefjist ekki fyrr en 1. apríl 2015 eru fyrstu vorboðar veiðinnar næsta sumar þegar farnir að bæra á sér. Einn af þeim er útgáfudagur Veiðikortsins en nú er nýja kortið komið út og einhverjar breytingar hafa orðið á þeim vötnum sem verða í kortinu en breytingarnar eru þó mjög litlar. Hópið dettur út úr Veiðikortinu næsta sumar sem er leitt því vatnið er stórskemmtilegt og þá sérstaklega snemmsumars. Aftur á móti koma vötnin í Svínadal inn og það er fagnaðarefni fyrir veiðimenn sem búa stutt frá vötnunum og vilja gjarnan geta skotist í þau t.d. eftir vinnu. Í vötnunum er bleikja, urriði og lax. Veiðikortið er að detta inn á sölustaði og er verðið það sama og í fyrra eða 6.900 kr. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Þrátt fyrir að stangveiðin hefjist ekki fyrr en 1. apríl 2015 eru fyrstu vorboðar veiðinnar næsta sumar þegar farnir að bæra á sér. Einn af þeim er útgáfudagur Veiðikortsins en nú er nýja kortið komið út og einhverjar breytingar hafa orðið á þeim vötnum sem verða í kortinu en breytingarnar eru þó mjög litlar. Hópið dettur út úr Veiðikortinu næsta sumar sem er leitt því vatnið er stórskemmtilegt og þá sérstaklega snemmsumars. Aftur á móti koma vötnin í Svínadal inn og það er fagnaðarefni fyrir veiðimenn sem búa stutt frá vötnunum og vilja gjarnan geta skotist í þau t.d. eftir vinnu. Í vötnunum er bleikja, urriði og lax. Veiðikortið er að detta inn á sölustaði og er verðið það sama og í fyrra eða 6.900 kr.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði